Vikan


Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 4
BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA w Oskabók ferinínóarbarmia FÆST HJÁ NÆSTA BOKSALA HILMIR HF„ SKIPHOLTI 33, POSTHOLF 533, SIMI 35320, REYKJAVIK P@ST13RINÍ9 Catherine Svínsleður Kæri Póstur! Vilt þú gera svo vel að segja mér, hvað margar Catherine- bækur eru komnar út og hvað þær heita. Og hvort fleiri eiga eftir að koma út. P.S. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Hvað lestu úr skrift- inni? Hvernig er skriftin og hvernig er stafagerðin? Þakka birtinguna. G. G. Fjórar Catherine-bækur hafa til þessa komið út og heita þær sem hér segir: Sú ást brennur heitast, Catherine, Catherine og Arnaud, Catherine og svarti de- manturinn. Fyrir næstu jól kem- ur svo út fimmta og síðasta bók- in í seríunni. Fyrstu spurningunni í eftir- skriftinni svörum við ekki, af margframteknum ástæðum. Úr svona barnalegri skrift er mein- ingarlaust að reyna að lesa nokkuð. Skriftin er sem sagt all- barnaleg og viðvaningsleg, en ekki beint Ijót. Hann er svo feiminn Kæri þáttur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, svo að ég vona að ég fái svar við þessu bréfi. Þannig er mál með vexti að ég, eins og marg- ar aðrar, er hrifin af strák sem er fjórtán ára. Hann veit að ég er hrifin af honum, en hann er svo feiminn að það er varla hægt að tala við hann. Segðu mér nú Póstur minn, hvað á ég að gera til þess að hann viti að mér er alvara með þessu. Og enga útúrsnúninga. Með fyrirfram þakklæti. P.S. Hvernig er skriftin og staf- setningin? Madame X. Vertu væg I sóknum við hann, meðan hann er svona slæmur af feimninni, annars gæti svo farið að hann fengi algert of- næmi fyrir þér. En ertu annars viss um að hann sé svona voða feiminn? Gæti hitt ekki átt sér stað að hann hefði engan sem helzt áhuga á þér? Skriftin er frekar snotur, en stafsetningin slæm. Kæra Vika! Ég er nýfarin að kaupa þig og líkar vel við þig. Viltu segja mér hvernig á að hreinsa svíns- leður (tösku), sem er orðin flekkótt? Ég las í gamalli Viku um getn- aðarvarnir, það eru rafhlöður plús og mínus. Er farið að nota þær á Islandi? Kveðja. Sveitakona. Þú gætir reynt að fara með töskuna í efnalaug, eða í leður- verzlun og spyrja um hreinsilög. „Getnaðarvarnirnar" voru því miður aprílgabb hjá okkur í fyrra. Hundleiðinlegir plastikgæjar Kæri Póstur! Við viljum byrja á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott, en svo að ég snúi mér beint að efninu, er svo mál með vexti að við erum hér þrjár stelpur, sem stundum sveitaböllin, enda er- um við að austan og þetta er eina skemmtunin sem við höf- um. Á þessum böllum þekkjum við alla, eða réttara sagt þekkt- um alla. En núna eru hundleið- inlegir krakkar, plastikgæjar og stelpur farnir að flykkjast aust- ur á böll og þar með búin að eyðileggja ánægjuna fyrir okk- ur. Við værum ekkert á móti þeim, ef þau létu ekki svoleiðis að það væri eins og þau ættu allt og alla. Þau vaða þarna um allt eins og þau hafi átt heima þar alla ævi. Þau segjast ekki koma á böllin til að skemmta sér, heldur til að skemmta sveitalýðnum, sem kunni ekki að skemmta sér með viti. Nú er öllum krökkunum hér farin að leiðast böllin, svo þau eru hætt að sækja þau vegna yfirgangs Reykjavikurkrakkanha. Kæri Póstur, viltu nú koma þessum orðum til þessara krakka, sem koma austur og skemma alla skemmtun fyrir okkur. Við höf- um ekki rasað út og viljum hafa okkar böll i friði. Þessir krakk- ar hafa böll á hverju kvöldi í Reykjavík. Hvers vegna megum við ekki hafa okkar skemmtanir í friði fyrir öllum óviðkomandi? Með þessu áframhaldi verða 4 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.