Vikan


Vikan - 22.04.1971, Side 14

Vikan - 22.04.1971, Side 14
Eitt mesta gaman Ivans var að láta hjarndýr rífa menn í tætlur. tvan hafði engan frið fyrir kven- semi mestan hluta ævi sinnar; hér virðir hann sjöttu konu sína, Vassilissu, fyrir sér í svefni. Engu að síður átti hann það til að gamna sér með drengjum, sem hann stundum lét dulbúast sem munka. Drengurinn var lítill, en Kreml gríðarstór: geysivíðir salir, tröppur upp af tröppum, dökkur viður, þykkar súlur, dýrlingamyndir glóandi af gulli. Hann var greindur og tilfinninganæmur drengur, en var oft svangur, hræðilega óhreinn, veggjalýs bitu hann og hann var lamirm með prik- •um. Hann gat engum treyst. Allir aðalsmennirnir í síðu loðkápunum og með háu bjarn- arskinnshúfurnar litu hann morðingjaaugum. Allir sóttust þeir eftir valdi því, er honum einum bar. Um nætur gat drengurinn ekki sofið fyrir kulda og hræðslu. Drengur þessi hét ívan, sem er sama nafnið og Jón eða Jó- hann á okkar máli. Frá fæð- ingu var honum fyrirhugað að verða sar og einvaldur Moskvu og Rússa. „Hversu mjög mátti 14 VIKAN 16. TBL. ég ekki þjást af hungri og klæðleysi," hrópaði hann síð- ar, er hann var fyrir löngu orðinn sar. Bernsku sinni gleymdi hann aldrei. Þegar hann var þriggja ára dó faðir hans, Vassilí sar, úr illkynjaðri ígerð. Bojararnir, rússneski háaðallinn, vildu þá gína yfir öllum völdum í land- inu, en Jelena, móðir ívans, varði rétt sonar síns. Þegar hann var sjö ára, var móðir hans drepin á eitri. Það gerðist árið 1537. Grátandi varpaði fvan sér í fang elsk- huga móður sinnar, sem Óbó- lenskí hét og var honum sem faðir. En aðeins viku eftir dauða móðurinnar létu bojar- arnir varpa Óbólenskí þessum í dýflissu, þar sem hann svalt til bana. Fóstra ívans var flæmd úr Kreml og í klaust- ur; hann sá hana aldrei fram- ar. Bojararnir rændu ívan öllu sem þá lysti: hinum glæsilegu híbýlum hans og aðalskonum, sem honum þjónuðu, og tign- arklæðum loðbryddum og skreyttum perlum og gimstein- um, sem drengurinn varð að fara í þegar hann settist í há- sæti og tók á móti erlendum sendimönnum. Fyrir kom að menn ruddust inn í svefnherbergi ívans í morðhug, en létu ekki verða af framkvæmdum. Þá lá dreng- urinn klukkustundum saman undir teppi sínu, stífur af skelfingu, og þorði ekki að bæra á sér fyrr en dagur rann. Jafn næmur og tilfinninga- ríkur drengur sem fvan var hlaut að taka sér allar þessar hrellingar sérstaklega nærri. Þótt skárri stundir kæmu á milli, þá mátti ekkert út af bera til að skelfingarnar rifjuðust upp með allri sinni ógn. ívan var stöðugt yfirspenntur og á verði gagnvart hverri mirinstu hræringu í umhverfi sínu. Hugarheimur hans var ætíð setinn svipum, andlitum og hljómum hins fjandsamlega umhverfis. Þessi áhrif ger- breyttu drengnum. Hann þrosk- aðist ótrúlega fljótt, varð full- orðinn á fáeinum mánuðum. Umhverfi æðislegrar skelfing- ar olli stökkbreytingu á þroska hans. Eina huggun hans var sú fullvissa og trú, að Guð ætl- aði horium að sitja í hásæti saranna og dæma og refsa í réttlátri reiði líkt og sá almátt- ugi sjálfur. Gáfur sínar og bráðþroska sýndi pilturinn greinilega þeg- ar hann var aðeins tíu ára. Tartarar frá Krím, múhameðsk óþjóð, réðust að sínum ljótum

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.