Vikan


Vikan - 22.04.1971, Qupperneq 16

Vikan - 22.04.1971, Qupperneq 16
HVOR VAR ÞAÐ? Joanna rölti í hægðum sínum milli söluborðanna, þar sem þeldökkir sölumenn sátu, eða réttara sagt lágu, innan um söluvarninginn. Þeir fylgdu henni með augunum og ákaf- inn skein úr augum þeirra. Þetta var reyndar merkis- dagur. Þetta var í fyrsta skipti í öll þau ár, sem hún hafði bú- ið í Afríku, sem hún var á hnotskóg eftir einhverjum minjagrip handa sjálfri sér. Hún hafði keypt marga hluti áður, en alltaf til gjafa handa öðrum. Hún nam staðar fyrir fram- an eitt borðið, sem var hlaðið tréskurðarmyndum og tók upp lítinn fugl, mjög hálslangan. Rauðbrúnn viðurinn var slétt- ur og silkimjúkur viðkomu. Sölumaðurinn þaut á fætur, brosti út undir eyru, svo það skein í skjannahvítar tennurn- ar. — Fimm kwacha,' frú mín, sagði hann. — Alveg sérstakt verð handa yður! Hann hló hjartanlega, eins og Afríkubú- um er svo eðlilegt. Hún gat ekki annað en hrif- izt af ákafa hans. — Allt of ódýrt, sagði hún hlæjandi. — Ó, frú, hann er svo fal- legur.... — Já, en allt of dýr! Sölumaðurinn við næsta borð fór að ýta til hennar sínum söluvarningi; þvottakörfum úr fléttuðum tágum, fagurlega skreyttum. Fjögur kwacha, aðeins yðar vegna, sagði sá fyrri. Hann deplaði augunum laumu- lega til hennar, eins og þau ættu sér sameiginlegt vanda- mál. — Það er mjög ódýrt. Joanna hikaði andartak. Svo kinkaði hún kolli. — Ég ætla að fá hann, sagði hún og opn- aði töskuna sína. — Á þetta að vera gjöf? — Nei, ég kaupi fuglinn handa sjálfri mér. Ég ætla að taka hann með mér til minn- ingar.... — A-ha. Hann tróð seðlun- um niður í brjóstvasa skyrt- unnar og setti varlega fuglinn i plastpoka. — Til minningar um Zambiu? Um Lusaka? Eða til minningar um Tim? hugsaði Joanna, meðan hún gekk yfir götuna og að póst- húsinu. Hún opnaði pósthólfið og fór sér hægt, hugsaði það sama, sem hún hafði hugsað í gær og fyrradag.... Nicholas hef- ur ekki getað svarað svona fljótt; ekki vona . . . þá verð- urðu bara fyrir vonbrigðum. Pósthólfið var tómt. Joanna beit á vörina og sneri við. Á morgun förum við, hugsaði hún. Snemma í fyrramálið, áð- ur en pósturinn verður borinn út. að var nokkuð kaldhæðnis- legt að Tim var sá sem kynnti hana fyrir Nicholas. Hún brosti út í annað munn- vikið, þegar hún náði bílnum út af stæðinu við járnbrautar- stöðina, þar sem bougainvillan hékk eins og fjólublátt teppi yfir girðinguna. Þeldökkir og hvítir starfs- menn tóku nú að streyma út úr stjórnarbyggingunni. Tim kom síðastur, eins og venju- lega. Hún heyrði hæla hans skella við steinþrepin, svo kom hann úr blásvarta skugganum, út í skerandi síðdegissólina. Var hann orðinn grennri? Hún virti hann vel fyrir sér. Andlitið var tekið og drætt- irnir við munninn gerðu hann eldri í útliti, eldri en þrjátíu og átta ára. Hún flutti sig undan stýrinu, þegar hann tók í hurðina. Hon- um fannst óþægilegt að vera farþegi. — Sæl og blessuð, Jo, sagði hann og kyssti hana lauslega, einhvers staðar nálægt vinstra eyranu. Svo stakk bann kveikjulyklinum í og flutti hnén, eins og hann gerði allt- af, því hann var svo hár. Kné hennar náðu ekki nema fram á mið læri hans. — Ertu búin að setja niður i töskurnar? Hann sneri bíln- um og þá skein sólin i augu hans. — Fjandinn hafi það, sagði hann og dró niður sólhlífina. — Já, sagði hún, — það er að segja hér um bil. — Það er gott. Ég vil helzt leggja af stað klukkan fimm, þá getum við verið laus við tollinn í Chirundu, áður en hitinn verður óbærilegur. Hvað Framhald á bls. 38. Hvers vegna var hún ekki búin að segja honum það fyrr? En hvað átti hún að segja? Hvað gat kona, sem ætlaði að yfirgefa manninn sinn, sagt? Hún hirti ekki lengur um að leyna því fyrir Tim. Þau Nicholas voru nú stöðugt saman og hún vonaði nsstum því að Tim frétti það.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.