Vikan


Vikan - 22.04.1971, Page 48

Vikan - 22.04.1971, Page 48
opnumyndir og plaköt með alls konar letri? Þórarinn: Ég held að þessari spurningu hafi átt að beina að einhverjum öðrum en okkur á S & J . . . Stefán: „Skemmdin" var að- eins á fyrsta plakatinu, þar sem það var að nokkru leyti aug- lýsing fyrir blaðið. Nú teljum við ekki þörf á að „skemma" fleiri myndir og stefnum að smækkun letursins á myndun- um. 6. Hver eru ykkar persónu- legu markmiff? Þórarinn: Fyrir mina parta hef ég ekki gert mér almenni- lega grein fyrir því ennþá, en ég veit að ljósmyndarinn stefn- ir að því að geta gefið konunni sinni frystikistu. Ég hugsa að ég sé aðallega að þessu til að verða frægur —■ og pínulítið ríkur líka. Stefán: Mitt persónulega markmið er að reyna að gera öðrum kleift að fá eins mikla ánægju út úr lífinu og mér hefur tékizt. Kristinn Ben: Að verða Ijós- myndari á heimsmælikvarða. Sveinbjöm Ragnarsson: Ekk- ert sérstakt, bara að lifa líf- inu eins og þeð kemur fyrir. 7. Er ekki óhagkvæmt aff gefa út tvö blöff á sama tíma? Hvers vegna sláið þiff ekki saman og tvíeflist? Þórarinn: Vissulega hefur það marga ókosti í för með sér að eiga keppinaut, en ég lít þannig á málið að það hafi þó öllu fleiri kosti. Samkeppnin veitir manni aðhald og krefst þess að maður geri stöðugt betur og staðni ekki. En í þessu sambandi vil ég benda þér á að Samúel & Jón- ína er einmitt samsteypa tveggja blaða. Skiljanlega vaknar sú spurning hvort ekki borgi sig að sameinast Nútið — eða öllu heldur öfugt — og sú hugmynd hefur satt að segia komið til tals. Þær um- ræður féllu þó niður, þegar okkur urðu ljósar þær hug- myndir sem Nútíðarmenn gerðu sér um blaðaútgáfu, bæði hvað snertir útlit og efn- isval poppblaðs. í þeim efnum eru strákarnir allt of íhalds- samir. Það er því alveg á hreinu að ekki verður farið út í það að sameina þessi tvö blöð og sennilega verður endirinn sá að annað hverfur af sjónar- sviðinu . . . Stefán: Vissulega væri þægi- legra fyrif okkur ef aðeins eitt blað væri á boðstólum, en sam- keppnin er holl og veitir okk- ur aðhald, en það er ólíklegt að við viljum fallast á samein- ingu. Hún samrýmist ekki hug- sjóninni um „okkar blað“ og annað er, að okkur virðist í fljótu bragði að hugsjónir okk- ar og hugsjónir „þeirra“ falli- ekki alveg saman og því er líklegt að samstarfið yrði ekki sem bezt. ☆ VÆNTANLEGAR HLJÚMPLÖTUR Framhald af bls. 25. línur eru ritaðar hefur ekki endanlega verið ákveðið hvaða lög fara á plötuna, en bæði verða eftir Einar sjálfan og bæði flutti hann í sjónvarps- þættinum áðurnefnda. Þá er „Stríðsmessan" í undirbúningi hjá hljómskífugerðinni, og sagði forstjóri fyrirtækisins, Jþrgen Ingi Hansen, okkur að stefnt væri að því að taka einhvern hluta tónverksins upp á hljóm- leikum og myndu þá um 20 manns taka þátt í flutningn- um. Þar af væru fjórir til fimm „popparar“ og hitt blás- arar og strengir. Einnig væri ráðgert. að hafa með í spilinu kór, og hefur komið til tals að fá félaga úr Fílharmóníu til að taka það hlutverk að sér. Stærsta vandamálið hvað Ingi vera að fá gott æfingahúsnæði, en það er vandamál sem flest- ar hljómsveitir virðast eiga við að stríða um þessar mundir. Varðandi málareksturinn út af SARAH og LAUF-útgáfunni sagði Ingi að það færi fyrir dómstólana innan skamms og væri alls ekki útkljáð þó ekki væri haft hátt um það. Við höfðum heyrt því fleygt að SARAH hefði hugað að möguleikum á að gefa út ís- lenzku útgáfuna á HAIR, og sagði Ingi það hafa komið til tals, en ekkert ákveðið. Yngsta fyrirtækið og jafn- framt það umdeildasta, LAUF- útgáfan, sendir um þessar mundir frá sér síðari tveggja laga plötuna með Pétri Kristj' ánssyni, en fyrri platan kom út (eftir mikið basl) rétt fyrir jól og seldist ágætlega, að sögn Ólafs Laufdal. Á þessari plötu verða lögin „Bardagi um sál“ og „Wonderland of Eden“, bæði mjög góð lög að mínu viti og bæði eftir Einar Vil- berg. Þá er LAUF-útgáfan með tveggja laga plötu með Engil- bert Jensen í undirbúningi en ekki hefur endanlega verið ákveðið hvenær hún kemur út, og þar með virðist útséð um að takmark útgáfgunnar að gefa út eina plötu í mánuði, náist. Og að lokum náðum við í Jón Ármannsson hjá Tónaút- gáfunni, sem var nýkominn frá London, en þangað fór hann til að fylgjast með upptökunni á „ . . . lifun" Trúbrots. Sagði Jón þetta bað bezta, sem þeir hefðu nokkru sinni gert, og áætlaði að platan myndi koma út síðari hluta maí-mánaðar. í sömu ferð var tekin upp fjög- urra laga plata með söng Guff- mundar Hauks, allt við brezkt undirspil og má þar tíl dæmis nefna lagið „Woodstock“. Ekki er ákveðið hvenær sú plata kemur út. Björgvin Halldórs- son á nú ekki eftir mikið af LP-plötu sinni, sem inniheldur m. a. tvö lög eftir hann sjálf- an, en heldur hefur ekki verið ákveðið hvenær hún kemur út, en búizt við að það verði fljót- lega. Jónas B. Jónasson er einnig að klára tveggja laga plötu, annað lagið á henni verður meistaraverk James Taylors, „Fire and Rain“ og muriu liðsmenn Ævintýris að öllum líkindum sjá um undir- leikinn að einhverju leyti. — Fyrsta plata ársins kom raun- ar frá Tónaútgáfunni, fjögurra laga platan með Erlu Stefáns' dóttur. Og aftur að lokum langar mig til að beina þeim tilmæl- um til hljómplötuverzlana, að- allega HSH og Hljóðfærahúss- ins í Reykjavík, að þau lími ekki merkimiða sína framan á plötuumslögin, heldur aftan á. Maður hefur reynt að ná þess- um miðum af og skemmt við það umslagið, og er ég svo sannarlega ekki sá eini sem hefur lent í því. Svo er náttúr- lega spurning um hvort þessir miðar eru nauðsynlegir yfir- leitt, en það er fyrirtækjanna mál. Þessum tilmælum er sem sé, í mestu vináttu, beint til viðkomandi aðila. ☆ GULLNI PARDUSINN Framhald af bls. 11. þannig að þeir væru ekki fær- ir urp að gera flugu mein. — í stuttu máli, ef Lucifer er skipstjóri . . . sagði jarlinn kuldalega. Sjóræningjarnir tautuðu eitt- hvað sín á milli. Gribben fitl- aði við skammbyssurnar, sem hann hafði í beltinu og góndi háðslega á Kit Brandon með sinu eina auga. —■ Þér eigið við að þér get- ið komið þessum gömlu hólk- um fyrir kattarnef með „Al- batross"? sagði hann með sam- blandi af efa og von. Kit yppti öxlum. Hann var ekk; eins öruggur og hann vildi vera láta, en spænsku skipin tvö buðu upp á svolít- inn vonarneista og hann var ákveðinn í að nota sér þetta hættuástand. — Ég gæti gert tilraun, sagði hann, —- Spánverjum hefur ekki tekizt að gera mig hrædd- an hingað til. Hin mynduga rödd og reisn- in, samfara því orði sem fór af hreysti Lucifers skipstjóra, hafði góð áhrif á sjóræningj- ana, en áður en þeir gátu kom- ið sér saman um hvað gera skyldi, tróð Marayte sér fram í fremstu röð. — Djöfulsins uppreisnar- hundar! Látið þið Lucifer draga ykkur á asnaeyrunum méð þessu kjaftæði? öskraði hann reiðilega. — Spánverj- arnir sprengja okkur í loft upp, þegar þeir komast í færi og það veit hann vel! Ég skal sýna ykkur hver er skipstjóri á skútunni þeirri arna ... Skothvellur stöðvaði orða- flaum hans. Reiðisvipur á and- liti múlattans vék fyrir tak- markalausri undrun. Hann greip um brjóstið, þar sem blóðið rann gegnum skyrtuna og svo steyptist hann fram fyrir sig og lá hreyfingarlaus á þilfarinu. Renard gekk fram með rjúkandi skammbyssuna í hendinni. — Já, það er svo sem auð- vitað, sagði Kit hæðnislega, — það er auðvitað Renard sem ræður því hver verður skip- stjóri á „Albatross"! -i- Hann var búinn að lifa of lengi, sagði Renard kuldalega. — Jæja, Lucifer, getið þér haldið ■ loforð yðar? Kit horfði beint 1 augu hans. — Með þeim skilyrðum sem ég set sjálfur, sagði hann ró- lega. — Skilyrðum! urraði Frans- maðurinn. — Haldið þér að þér getið sett skilyrði? — Ef við hikum svolítið lengur, þá þurfum við ekki að tala um eitt eða annað. Kit benti á skipin sem nú voru komin óhugnanlega nálægt. — Jæja, Renard, á minn hátt, eða.... Hann leit yfir sjóræn- ingjaskarann. — Ef það á fyrir mér að liggja að lenda í 48 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.