Vikan


Vikan - 22.04.1971, Side 52

Vikan - 22.04.1971, Side 52
sitt. Segir að þá standi full- yrðing gegn fullyrðingu. "VT firlögregluþjónninn fór út úr herberginu og kom aft- ur ásamt Sugar. Hún var aftur komin í svart og kuðlaði vasaklút í lófanum. Ég hlustaði aðeins með öðru eyranu. Mike hafði sagt að litli grafhundurinn væri veik- ur, og það var lýgi; hann kom seint heim um kvöldið sem John var myrtur og sagðist hafa verið hjá dýralækninum . . . það var lýgi líka. En hvar hafði hann verið? Ég heyrði utan að mér að Wilkinson rakti alla atburðarásina á ný. Hann byrjaði frá því, sem skeð hafði um nóttina, og spurði Su- gar hvort hún hefði heyrt it* Viricí cr clri0 Ul'm uv/nnui CUct ulUg. XJLUH hristi höfuðið og sagðist hafa vaknað þegar ég æpti, hlaup- )ð þá fram í forstofuna og kveikt ljósið. En þá sást eng- inn . . . en bíðum við, dyrnar höfðu verið ólæstar. Hún hikaði og leit á mig áð- ur en hún hélt áfram. — Ég hélt að Pat hefði fengið mar- tröð: Við höfðum talað um John og morðið, og Pat virt- ist ákaflega niðurdregin. Mér datt meirá að segja í hug að hún hefði reynt að... . En dyrnar voru sem sagt ólæstar, og Pat var sannfærð um að einhver hefði reynt að hrinda henni út um gluggann. Einhver hafði reynt það, og það sagði' ég. en Wilkinson hélt sinu striki án þess að hlusta á mig. Þegar Sugar heyrði að Jimmy hefði enga . örugga fjarvistarsönnun, sagði hún að hann hefði ekki viljað að hún giftist John. Það vakti sýnilega áhuga hjá Wilkinson, og hann spurði hvers vegna. Sugar yppti öxlum. — Vegna peninganna, geri ég ráð fyrir. — Minntist hann nokkru sinni á það við yður? — Nei, ekki beinlínis, en Su- gar hafði engu að síður skilið það á honum. Hvernig? spurði Wilkinson. En það gat Sugar ekki út- skýrt nánar. Kannski átti hin næma skynjun konunnar þar hlut að máli.... — Hvað um Bill Ransome? Var hann mótfallinn því að þér giftust frænda hans? — Nú, sagði Sugar og forð- aðist að líta á mig. — John hafði alltaf sagt að Bill og Jimmy fengju allt, sem hann léti eftir sig, en ef hann kvænt- ist.. . . Hún sló höndunum út frá sér. — Hvenær ætluðuð þið að gifta ykkur? —A næstunni, en við höfð- um ekki fastákveðið daginn. — Vissu frændúr hans það? — Allir vissu það. Ég á við . . . þeim hlýtur að hafa skil- izt það. Ég reyndi að segja að Bill hefði aldrei farið að myrða John til að hindra' að hann kvæntist Sugar, en Wilkinson nennti ekkí einu sinni að líta á mig. Þess í stað spurði hann Sugar, hvort hún vissi að John hefði arfleitt hana að pening- um. Hún kipptist við. -— Hvað eigið þér við? Hafið þér séð erfðaskrána? Hún greip and- ann á lofti og hrópaði: — Hve mikið er það? Það lá í augum uppi, að þetta kom henni á óvart, og hún flýtti sér að segja lögreglu- manninum að hún hefði aldrei látið sig dreyma um að John ætlaði henni eitthvað í erfða- skrá sinni . . . að minnsta kosti ekki að svo komnu máli. — Hve mikið er það? endurtók hún áköf. — Tíu þúsund dollarar, sagði Wilkinson. — Hvers vegna haldið þér að hann hafi arf- leitt yður að þeim, ungfrú Candy? — Hef ekki hu.gmynd um það. Hann nefndi það aldrei einu orði. Ég skil ekki hvers vegna.... Hún þagnaði, og Wilkinson leit uppörvandi á hana. — Þér skiljið ekki hvers vegna. Hvað eigið þér við með því? Hún yppti öxlum. —• Mér finnst það undarlegt. Við ætl- uðum að gifta okkur, og . . . já, mér finnst það talsvert furðulegt. Hvenær gerði hann skrána? — Sjálf erfðaskráin var gerð fyrir fimm árum. En Ransome bætti tvisvar við hana. í fyrra sinnið þegar frú Sales hætti sem einkaritari hans og í það síðara fyrir um það bil mán- uði'. ... Það er sú viðbót, sem er viðvikjandi yður. Hún hristi höfuðið. — Ég vissi ekkert um það. Ég skil ekki hvers vegna hann gerði það. -— Hann gæti til dæmis.hafa gert það af því, sagði Wilkin- son hægt, — að hann hafi ver- ið hræddur um að verða myrt- ur. — John! — Hann hefur kannski vilj- að tryggja, að þér.... Hann litaðist um í ríkmannlega búnu herberginu, — ja, ekki kann- ski beinlínis að séð væri fyrir yður um alla framtíð, en að þér fengjuð . . . fengjúð eitt- hvað fyrir samband yðar við hann. — Hann var ekki hræddur við neitt, og ég vissi ekkert um þetta, sagði Sugar ákveðin. Wilkinson spurði nokkurra spurninga í viðbót, sagði að þetta væri nóg í bili og fór. Tæja! Sugar lokaði dyrunum á eftir honum og starði á mig. — Tíu þúsund! Getur þú skilið hvað hann átti við með því? — Hann var gefinn fyrir að hafa reglu á hlutunum, sagði ég. — Hann hefur sjáifsagt hugsað sem svo, að áður en þið væruð gift, þá . . . nú, hver sem er getur orðið fyrir stræt- isvagni. — Þú hefur kannski rétt fyrir þér, sagði hún dauflega. — Og þar með er ég komin á listann yfir grunaða. Það sá ég á honum! — Við liggjum öll undir grun, sagði ég. í sama bili var dyrabjöllunni hringt. Það var Bill. Síminn hringdi líka, og Su- ■ gar fór til að svara. Ég var fegin að fá tækifæri til að vera í einrúmi með Bill í nokkrar mínútur. Hann sagði að lög- reglan hefði haft hann í gæzlu til miðnættis, en hún teldi ekki líklegt að hann væri morðinginn. Andlit hans var fölt og þreytulegt, og ég hef varla verið glæsilegri.. En í svipinn fann ég ekki til ann- ars en feginleika vegna þess Höf nm grlæsilegrt lirval af snmarskóm á börn ogr fullorðna SKÚBÚDIN suðurveri SlMI 8 3 2 2 5 52 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.