Vikan


Vikan - 22.04.1971, Side 54

Vikan - 22.04.1971, Side 54
JOHN LENNON Framhald af bls. 23. drei náð sér eftir það. Nú er hann að verða gamall og leiðin- legur og þess vegna er hann að skíta okkur út. Ég mótmæli því vegna þess að við sömdum meira að segja fyrir hann annað lagið hans. Mick sagði einu sinni: „Það er hægt að græða peninga á friði“. Við græddum ekkert á því. Yoko: — Við töpuðum á því.. — Víssuð þið, þegar „Sgt. Pepper“ kom út að þið höfðuð sett saman stórkostlega plötu? Kannst ykkur það á meðan þið voruð að taka hana upp? — Já. Það sama fannst okk- ur um „Rubber Soul“ og „Re- volver". — Hvað fannst þér um gagn- rýnina á „Sgt. Pepper“ í New York Times? — Ég veit það ekki. Ég man hana ekki. Fékk hún slæma dóma? — Já. — Ég man það ekki. f þá daga skipti gagnrýni ekki svo miklu máli vegna þess að hún gerði okkur ekkert, til eða frá. Sama hvað skeði, við vorum á toppnum. í dag er ég aftur á móti óskaplega viðkvæmur fyr- ir öllu svona, en þá vorum við alltof stórir. Það mátti ekki snerta okkur. Ég man ekkert eftir neinni gagnrýni, því ég las hana aldrei. Við vorum þannig.. . ég las ékki einu sinni forsíðufréttirnar um okkur, því mér fannst hundleiðinlegt að lesa um ' okkur. Ég man ekki einu sinni eftir að hafa heyrt um þetta sem þú ert að tala um. Það hefur verið reynt að slá okkur kalda alveg síðan við byrjuðum, sérstaklega brezka pressan. Þeir hafa alltaf verið að segja: „Hvað ætlið þið svo að gera þegar bólan hjaðnar?" Okkur þótti þetta sniðugt og sögðum þetta hver við annan daglega. Við myndum hætta þegar okkur sýndist en ekki þegar einhverjum lúsablesa hjá NBC eða BBC dytti það í hug, hvað þá heldur almenningi. Við vorum ekta og vissum hvað við vorum að gera. Auðvitað gerðum við mörg mistök, en við vissum alltaf innra með okkur að við mvnd- um geta haft þetta eins og okk- ur sýndist en ekki einhverjum öðrum. í raun og veru var ákaflega fátt sem Bítlarnir lentu í sem við höfðum ekki þaulhugsað — hvort það ætti að gerast eða ekki, hvernig við- tökur það fengi og hvort það myndi duga okkur þegar fram í sækti. Við vissum allt svona, höfðum einskonar eðlishvöt um svona hluti. — Hvers vegna getur þú ekki verið án Yoko? — Ég get það, en mig langar það ekki. Ég sé enga ástæðu í heiminum til þess að vera án hennar. Það er mér ekkert mik- ilvægara en okkar samband, ekkert. Okkur finnst gaman að vera alltaf saman og þó við gætum bæði komist af sitt í hvoru lagi, til hvers? Ég ætla ekki að fórna ást, raunverulegri ást, fyrir einhverja helvítis hóru eða vín eða bíssniss, því að lok- um, er maður einn á nóttinni. Hvorugt okkar vill vera það og það er ekki hægt að fylla rúm- ið sitt af hljómsveitarmellum. Ég vil ekki vera glaumgosi. Eins og ég segi þarna i einu laginu, þá er ég búinn að gang- ast í gegnum þetta allt saman og ekkert hefur betri áhrif heldur en að láta einhvern sem maður elskar halda utan um sig. — Hvað fannst bér um (Charles) Manson og það allt saman? . — Ég veit ekki hvað mér fannst þegar það skeði. Mikið af því sem Manson segir er satt, hann er afkvæmi ríkisins, af- kvæmi okkar og hann tók við börnum okkar þégar enginn annar vildi gera það. En auð- vitað er hann klikkaður. — Hvað um „Piggies“ og „Helter Skelter"? — Hann er eins og margir aðrir Bítla-aðdáendur, sem lesa alls konar tákn úr því sem við höfum sagt. Við vorum vanir að hlæja að þessu öllu saman; einhver snobbari, intellektúali, las eitthvað eftir mig eða ann- an og tók það alvarlega og eins var með krakkana. Vissulega tókum við sjálfa okkur alvar- lega við og við, en ég veit ekki hvað „Helter Skelter" hefur að gera með að stinga fólk með hnífi. Annars hef ég aldrei hlustað nákvæmlega 'á textann, þetta hefur aðallega verið mér hávaði. — Hvernig myndir þú lýsa „Bítlamúsík“? — Það þýðir margt. Það er í rauninni ekkert eitt sem er „Bítlamúsík“. Hvernig getur maður sagt svoleiðis. Hvað er Bítlamúsík? „Walrus“ eða „Penny Lane“? Hvort? Það er ekki hægt. „I Want To Hold Your Hand“ eða „Revolution Number Nine“? — Hvað var það þá í músik- ihni ykkar sem fékk alla með í upphafi? Hvers vegna hafði hún svo mikil áhrif? — Við hljómuðum öðruvísi en allir hinir. Við hljómuðum ekki eins og svertingjarnir vegna þess að við vorum ekki svartir. Við vorum aldir upp á allt annan hátt og í öðru t.ón- listarandrúmslofti. „Please Please Me“ og „From Me To You“ var okkar álit á öllu sa.m- an. Við vorum nýir og ferskir. Fyrsta bragðið var munn- harpan. Áður hafði verið „Hey Baby“ með munnhörpu og svo var ægilegt lag sem hét „I Re- member You“ í Englandi, en allt í einu byrjuðum við að nota hana í „Love Me Do“. Svo fór- um við að tvítaka á næstu plötu. Ég vildi gefa mikið fyrir að fá að setja rásirnar (mixa) saman aftur á þessum fyrstu lögum okkar, því ég veit að það var betra en það hljómaði þegar það kom út. — Hvað fannst þér um stóru hljómleikana, eins og til dœm- is Hollywood Bowl Hollywood Palace og fleiri? — Það var ægilegt, j og ég hataði það. Nokkrir vorú góðir, en ég hataði Hollywood Bowl. Sumir stóru hljómleikanna voru góðir, en ekki margir. — Hvað finnst þér um „Give Peace A Chance“? — Meinarðu plötuna? — Já. — Mér fannst platan dásam- leg. — Varstu í Washington, D.C. á mótmœladaginn, Moratorium Day? — Það var einmitt það sem lagið var fyrir. Ég man að ég heyrði alla syngja það — ann- aðhvort í útvarpinu eða þá sjónvarpinu. Það var stór stund fyrir mig. Lagið var búið til fyrir það. Sjáðu til, ég er feiminn og frekur svo ég bind miklar von- ir við það sem ég geri. En ég er líka örvæntingarfullur — kann- ski er það allt út í hött, bara skítur á priki. Ég meina.... Hver getur verið betri en Beet- hoven og Shakespeare? Innst inní mér vildi ég semja eitt- hvað sem átti að koma í stað- inn fyrir „We Shall Overcome”. Ég veit ekki af hverju. Það var alltaf verið að syngia „We Shall Overcome" og ég hugsaði með mér: „Hvers vegna semur ekki einhver eitthvað fyrir fólkið? Það er einmitt það sem ég og við eigum að gera.“ Ég bind sams konar vonir við „Working Class Hero“. Ég tel að hugmyndin sé byltingar- kennd og ég vona að það verði fyrir verkamenn og launþega en ekki snobbara og homma. Ég vona að það verði eins og „Give Peace A Chance“. Það getur náttúrlega verið að eng- inn taki eftir laginu en mér finnst það vera byltingarsöngur. Ég held að það sé fyrir fólk eins og mig, sem er verkafólk, annaðhvort efri eða neðristétt- ar. Fólk sem á eftir að „þróast“ inn í miðstéttina í gegnum maskíneríið. Þetta er mín reynsla og ég vona að þetta sé fólki viðvörun. Ég segi að þetta sé byltingarsöngur, ekki lagið sjálft, heldur lagið fyrir bylt- inguna. — Hvað finnst þér beztu lög- ■ in sem þú hefur samið? — Meinarðu bezta lagið mitt?? — Hefurðu hugsað um .það? — Ég veit það ekki. Ef ein- hver spyr mig hvað sé uppá- haldslagið mitt segi ég „Star- dust“ eða eitthvað svoleiðis. Ég get ekki svarað svona löguðu, ég get ekki tekið svona ákvarð- anir. Mér hefur þó alltaf þótt gaman að „Walrus“, „Straw- berry Fields", „Help“, „In My Life“ og fleirúm, en þetta eru nokkur uppáhöld. — Hversvegna „Help“? — Vegna þess að ég meinti það — það er ekta. Textinn er jafngóður nú og hann var þá. Ekkert hefur breyzt og ég fæ öryggistilfinningu af því að vita að ég vissi þó þetta mikið um siálfan piig á þeim tíma. Ég var að syngja „hjálp“ og ég meinti það. Mér fannst platan sjálf ekki sérstaklega skemmtileg; það var allt of hratt. Við gerðum það af ásettu ráði — til að selja hana. En mér finnst „I Want To Hold Your Hand“ gott' lag. Við sömdum -þáð í sameiningu — það er dásamleg melódía. Kannski geri ég „Help!“ og „I Want To Hold Your Hand“ aft- ur, vegna þess að mér líka lög- in og ég get sungið þau. Ég er hrifinn af „Strawberry Fields“ vegna þess að það er raunveru- legt og mér finnst það stundum eins og að tala ... Mér finnst líka gaman að „Across the Universe". Það er sennilega einn bezti texti sem ég hef gert. Það er gott ljóð — gæti verið það allra bezta. Sjáðu til, það sem mér líkar eru lögin sem geta staðið ein og sér, ljóðið sér og lagið sér. Ljóð- in eiga ekki að þurfa að hafa lag, maður verður að geta lesið þau eins og venjuleg ljóð. Framhald í nœsta blaði. 54 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.