Vikan


Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 8

Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 8
Ég varð alveg óviðráðanlega gíöð, þegar ég sá Robert stíga út úr flugvélinni — á réttum tíma, alveg á réttum tíma. svo það varð ekki nokkur stund til að verða fyrir vonbrigðum eða nokkrum öðrum tilfinningum. Hann var kominn! Við mynd- um þá fara í afmælisferðalag- ið til Amsterdam! Ó, þessi dá- samlegi, óhreini sauðskinns- jakki! Ó, ég gæti hámað hann í mig, stykki fyrir stykki og þráð fyrir þráð, vegna þess að fyrir innan hann var þessi dá- samlegi ylur, maðurinn minn. Það var reyndar ekki fyrr en við komum heim að ég fann þetta gamla „sj álf“ mitt, þessa óþolandi tilfinningu að vera gfeymda konan. Við höfðum ekki verið heima í fimm mín- útur, þegar Lucie spurði mig hvert hún ætti að láta töskurn- ar, sem ég var nærri búin að fylla. _ — Ó, sagði Robert, — ertu að fara eitthvert? Hann hafði þá gleymt því. Ó, Guð! „Þú hefur þá gleymt því?“ var það eina sem ég gat sagt. — Auðvitað ekki, sagði hann og lagði handlegginn um axlir mínar. — Ég ætlaði að kaupa einhverja gjöf handa þér, en . .. Ég tók fram í fyrir honum og sagði: — Það er ekki það, Ro- bert. Við ætluðum að fara til Amsterdam. — Ó, já, Amsterdam. Var það í dag? É'g hafði hugsað mér að fara eftir tvo til þrjá daga. — Heyrðu mig nú, elskan, sagði ég „hetjuleg að vanda“, eins og Jacqueline komst að orði, þegar ég reyndi að láta ekki á afbrýðisemi bera, — það er nú ekki mér að kenna að þú átt afmæli á morgun. Ég brosti, þessu „hetjulega“ brosi og sagði honum að ég væri búin að panta stórkostlega afmælisköku og að ég hefði líka pantað far með svefn- vagni handa okkur. — Eigum við að fara með lest? — Ja, — já, ég hélt það væri skemmtilegra . . . þú skilur . . . að ferðast öðruvísi en venju- lega. Er það ekki allt í lagi? — En sjáðu nú til, elskan, ég verð að skoða strax kvik- myndirnar sem við tókum í ferðinni. Það getur enginn ann- ar gert það. Þú veizt það. Við þurfum að klippa . . . — Já, auðvitað, en ég er bú- in að setja niður í töskurnar okkar. — Ágætt, þá tek ég ekki upp úr mínum töskum . . . — Heyrðu nú, Robert. Lofts- lagið í Kenya og Amsterdam er nú nokkuð ólíkt. — Hvað gerir það til? sagði hann. Og hann kyssti mig inni- lega og horfði á mig með þess- um ómótstæðilega svip, sem bræðir öll hjörtu þeirra, sem horfa á hann í sjónvarpi og hlusta á rödd hans. Er hægt að lá mér það? Ég held ekki. En svo skeði það að Jacque- line, sem hefur meiri áhuga á að njósna um fólk, heldur en að reyna að ná sér í eiginmann, ákvað að njósna svolítið upp á eigin spýtur, eða það sagði hún. Það sem hún sagði mér, síðar um kvöldið, hafði auð- vitað áhrif á mig, en reyndar ekkert frekar venju. Hún elti Robert, frá því að hann sótti vinkonu sína og fór á eftir þeim inn á veitingahús; hún settist jafnvel í hornið á bak við borðið þeirra, en sneri andlitinu upp að veggnum. En hún heyrði allt sem þau töluðu saman. Hún heyrir mjög vel, jafnvel gat hún skilið enskuna, því þau töluðu ekki frönsku. Og hún sagði að hann hefði sagt þessum kvenmanni að hann yrði ekki fjarverandi lengur en eina viku í mesta lagi, að hann myndi hringja daglega til hennar og að hann ætlaði að segja mér „allt“. Þetta var nú ekki reglulega skemmtilegt veganesti til þess- arar ferðar, sem átti að verða eins konar seinni brúðkaups- ferð okkar Roberts, en við fór- um nú samt. Ég spurði sjálfa mig hvort það væri ekki skárra, en þessi blinda auðn. Robert hafði örugglega élskað mig einu sinni. Og hve dásamlegur hann hafði verið og elskað mig heitt í Amsterdam! Ég vissi að ég hafði ekki breytzt svo mik- ig, og vegna þess, sem við átt- um saman, hélt ég að ég gæti unnið Robert aftur . . . þrátt fyrir þessa amerísku fegurðar- dís með spékoppana, sem hafði fengið hann til að borða afmæl- isköku með sér og tekið af 8 VIKAN 35.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.