Vikan


Vikan - 02.09.1971, Side 14

Vikan - 02.09.1971, Side 14
SHA NA NA HOPP OG HÍ - EÐA HVAÐ? „Ram-a-lang-ading-dong- búm-babang-bang-ram-a-lam-a -ding-dong-búm-bam-a-lam- lang-ding-ram-a-lam-dam . . .“ Þetta er eiginlega það eina sem söngvararnir í SHA NA NA láta út úr sér. Flestir þeirra, það er að segja. Hinir syngja eitthvað svipað en einn stendur fremst á sviðinu og syngur textann, sem hann renn- ir mjúklega inn á milli bing- bong- og ding-donganna. Það eru nokkur ár síðan það fór eiginlega úr tízku að allir meðlimir hljómsveitar syngju lag — raddað. Þó er þetta eitt- hvað að koma aftur, sbr. Cros- by, Stills, Nash & Young, en þrátt fyrir að flestir hljóm- sveitarkallar séu nú betri hljóð- færaleikarar en áður, eru fæst- ar hljómsveitir færar um að skapa jafn gott og skemmtilegt harmóní í söng sínum og ame- rísku kvartettarnir gerðu áður. SHA NA NA koma með allt samán aftur. Þeir láta sér ekki nægja að spila músík fimmta áratugs aldarinnar, heldur leika þeir og túlka hvert lag með söng og dansi, þannig að þeir eru eins og hópur atvinnu- dansara í fjölleikahúsi. Útkoman er ekki aðeins skemmtileg, heldur bráðfynd- in. Ýktar hreyfingarnar koma trúlega í gegn, því hver og einn hinna 12 meðlima hljómsveit- arinnar er alvarlegur á svið- inu og virðist taka hlutverk sitt alvarlega — þar uppi, alla- vega. Þeir klæðast fyrir hlutverk sín og standa sig vel. Sólógít- arleikarinn tekur aldrei tann- stöngulinn út úr sér, feiti saxó- fónleikarinn klórar sér undir höndunum, söngvararnir snýta hver á annan og sá horaði er sífellt að greiða sér — hann notar mikið brilljantín. Flestir urðu varir við hljóm- sveitina í ,,Woodstock“ og lengi vel vissi fólk ekki almenni- lega hvernig það átti að taka hljómsveitinni. En síðan þá hef- ur þeim aukizt hróður — og það all hrikalega. Þeir komu fram í Fillmore West í Banda- ríkjunum og þar voru þeir klappaðir upp hvorki meira né minna en 9 sinnum, sem er meira en nokkur hljómsveit hefur orðið aðnjótandi og er þá mikið sagt. Nýlega voru þeir á ferð í Bretlandi og vöktu mikla lukku. Brezkur blaðamaður náði í þrjá meðlimi hljómsveitarinn- ar á Reading hátíðinni þar í Jandi, þá Jocko, sem yfirleitt spilar á trommurnar, Rich, sem er söngvari og dansari og Gino, sem leikur á gítar. Þar sem meðlimir hljómsveitarinnar skipta svo oft um hljóðfæri, er erfitt að segja um hver spilar á hvað. Hljómsveitin — eða leik- flokkurinn? — varð til fyrir tveimur árum síðan, og voru það stúdentar við Columbia University í New York sem stofnuðu hljómsveitina. Þá stóð til að halda dansleik í skólan- um sem átti að vera í stíl gömlu rokkaranna og 12 stúdentanna tóku sig til og stofnuðu hljóm- sveit fyrir ballið. Síðar ákváðu þeir að halda áfram — og komu skömmu síðar fram á Wood- stock — og í dag eru 7 af upp- I runalegu meðlimunum ennþá í hljómsveitinni. 5 hafa hætt og 5 nýir komið í staðinn. „Við vorum átta eða níu fé- lagarnir, sem vorum að syngja þessi gömlu lög heima hjá hvérjum öðrum,“ sagði Gino. „Stundum fórum við á kaffi- hús og sungum þar og á endan- ; um ákváðum við að láta slag standa og koma fram á þessu balli. Áður en það var bjugg- um við til nokkur dansspor — og SHA NA NA varð til.“ „Við urðum strax ákaflega vinsælir," sagði Jocko .„Fyrir tveimur árum var söngur eig- inlega búinn að vera sem slík- Framhald á bls. 41. SHA NA NA: Brilljantin og bangbangalang. 14 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.