Vikan


Vikan - 02.09.1971, Síða 15

Vikan - 02.09.1971, Síða 15
MARIA SKILIN VIÐ PÉTUR OG PÁL í eina tíð var það mjög í tízku að nokkrar mannverur úr þekktum og vinsælum hljómsveitum tækju sig saman og j stofnuðu nýja hljómsveit, þar sem þeir voru orðnir leiðir á því að vera „súperstjörnur“ í sínum eigin hljómsveitum. Sem dæmi má nefna Peter Frampton og Steve Marriott, sem stofnuðu Humble Pie og eins má ekki gleyma „Blind Faith“. í flestum tilvikum tókst þessu ágæta fólki að koma ætl- unarverki sínu í framkvæmd, en það var erfitt og fæstar urðu þessar „súper-grúppur“ lang- lífar. Eftir að Blind Faith leið undir lok, hafa þeir félagar Crosby, Stills. Nash & Young orðið frægastir og beztir úr þessum hópi en þegar þeir voru orðnir leiðir á að vera saman í súperhljómsveit, tóku þeir sig til og gerðust súperstjörn- Peter, Paul & Mary eru hætt og Mary hefur sent frá sér sóló-plötu. ur á nýjan leik og það miklu meiri súperstjörnur en þeir höfðu nokkru sinni verið áð- ur. Hafa þeir félagar allir sent frá sér sólóplötur svokallaðar, Steve Stills meira að segja tvær og síðari sólóplatan frá Neil Young er væntanleg næstu daga. Framháld á bls. 41. Níttúra: SigurSur R., Ólafur Pétur, Björgvin og SigurSur. NÁTTÚRA TIL DANMERKUR Þeir félagar í Náttúru eru manna fámálastir um sína hagi og verjast yfirleitt allra frétta þegar að þeim er gengið. „Það er ekkert komið á hreint“, segja þeir alltaf. Á vissan hátt er þessi afstaða þeirra skiljan- leg, en samt ekki; með þessu móti er aldrei neitt „á hreinu" með hljómsveitina. En mergurinn málsins er sá, að næstu daga heldur Náttúra til Danmerkur, þar sem fyrir- hugað er að taka upp langþráðu LP-plötuna. Það er nýtt hljóm- plötufyrirtæki sem gefur hana út og þrátt fyrir að þeir hafi ekkert viljað segja um aðstand- endur fyrirtækisins, er vitað að Leifur Þórarinsson, gróinn sam- starfsmaður hljómsveitarinnar, er einn aðili. Hinir munu vera fjársterkir athafnamenn hér í Reykjavík. Framhald á bls. 41. GEORGE: Bangla Desh JOHN: Ný LP Einu sinni var . . . hljómsveit sem hét Beatles . . . Um þessar mundir kemur á markaðinn ný tveggja laga plata með George Harrison og heitir titillagið „Bangla Desh“, eftir sjálfstæðu ríki Bengala í landi því sem áður hét Austur- Pakistan. Hinum megin er lag- ið „Deep Blue“ og á allur ágóði af plötunni að renna til hjálp- arstarfs vegna flóttamanna- vandamálsins austur þar. Þá má og geta þess að nýlega komu þeir George og Ringo fram á hljómleikum á vegum Samein- uðu þjóðanna í New York og rann allur ágóði af þeim hljóm- leikum í sama sjóð. Þá er væntanleg í september ný LP-plata með John Lennon og ber hún heitið „Imagine". Eitt laganna á þeirri plötu fjall- Framháld á bls. 41. 35. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.