Vikan


Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 20

Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 20
— Ó, nei, sagði Rosemary. Henni brá illa við fréttina. — Hann reyndi að hengja sig í morgun. Hann er nú á tauga- sjúkradeild. Þau litu hvort á annað. — Ég fæ hlutverkið, sagði Guy. — Þá er hábölvað að fá það á þennan hátt. Ég ætla að bregða mér í gönguferð. Hann stóð upp. -— Fyrirgefðu, en ég verð að fá frið til að bræða þetta með mér. — Ég skil. Já, labbaðu, sagði Rosemary. Hann gekk rakleiðis fram ganginn og út um dyrnar, sem féllu í lás að baki honum með lágum smell. Hún gekk inn í dagstofuna og hugsaði um aumingja Don- ald Baumgart og Guy hinn heppna, heppnu Guy og Rose- mary. Leikur Guys í hlutverk- inu myndi áreiðanlega vekja athygli, þótt svo að leikritið sjálft kynni að falla, og verða til þess að hann fengi ný hlut- verk, hús í Los Angeles, og síðan gætu þau eignazt þrjú börn með tveggja ára millibili. Rosemary lagðist á hnén í gluggakistunni og horfði á út- ganginn langt fyrir neðan í von um að sjá Guy koma út. Hún beið og horfði en hann kom ekki. Hann hlaut að hafa farið um dyrnar út á Fimmtugustu götu. Næstu dagana var Guy dap- ur í bragði og áhyggjusamleg- ur, enda þótt ætla hefði mátt að hann væri kátur. Hann sat venjulega í stól og það eina af honum sem hreyfðist, var hönd- in sem hélt á sígarettunni og augun. Hann fylgdi henni eftir með augunum, hvert sem hún gekk um íbúðina, og það var spenna í svipnum líkt og hún væri hættuleg. -—- Hvað er nú að? spurði hún meira en tíu sinnum. — Ekkert, sagði hann. — Er ekki skúlptúrtími hjá þér í dag? — É’g hef ekki farið í tíma í tvo mánuði. —- Hvers vegna ferðu ekki? Hún fór, henti því sem hún hafði verið með og byrjaði á nýju verki ásamt nýjum nem- endum. — Hvar hafið þér ver- ið? spurði kennarinn. —■' f Sansíbar, svaraði hún. — Nú er ekki lengur talað um Sansíbar, sagði hann og hló taugaóstyrkum hlátri. — Nú er það allt kallað Tansanía. Þegar hún kom heim síðdeg- is, voru rósir í eldhúsinu og rósir í dagstofunni. Og Guy kom út úr svefnherberginu með rós og bros sem sagði fyrir- gefðu. — Ég hegða mér eins og þorpari, sagði hann. —• Það er sjálfsagt af því að sitja og vona að Baumgart fái ekki sjónina aftur. Það hef ég einmitt gert, þorparinn ég. — Það er eðlilegt, sagði hún. — Þú hlýtur að finna til þessa á tvennan hátt. — Hlustaðu nú á, sagði hann og færði rósina að nefi hennar. —■ Jafnvel þótt þetta skotfalli eða ég verði í hlutverkinu það sem ég á eftir ólifað, þá hætti ég hér með að sýna þér kæru- leysi. Þú hefur ekki sýnt mér kæruleysi. — Jú, það hef ég gert. Ég hef verið svo upptekinn af að rífa hár og klæði yfir minni eigin 20 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.