Vikan


Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 28

Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 28
VIKAN BIRTIR KAFLA UR ÞESSARI HEIMSFRÆGU SÖGU 1. Hvað er hægt að segja um tuttugu og fimm ára gamla stúlku, sem dó, Að hún var falleg. Og greind. Að hún hafði inætur á Mozart og Bach. Og Bítlunum. Og mér. Einu sinni, þegar hún var að blanda mér saman við þessa músíkkarla, spurði ég hana, hver röðin væri, og liún svaraði brosandi: „Stafrófsröð“. 1 það skipti brosti ég líka. En nú sit ég og brýt lieilann um, hvort hún notaði fornafnið mitt— en þá hefði ég komið á eftir Mozart — eða eftirnafnið og þá hefði ég komið á milli Bachs og Bítlanna. I hvorugu til- vikinu hefði ég orðið fyrstur og af einhverjum heimskulegum ástæðum finnst mér það fjandi hart, þar sem ég hef alizt upp við það að vera alltaf fremstur. Þetta er ættgengt, skiljið þið? Hausið, sem ég hyrjaði í efri bekk, fór ég að lesa á Radeliffe-bókasafninu. Ekki bara til að glápa á stelpurnar, þó að ég viðurkenni að mér þyki gam- an að horfa á þær. Staðurinn var kyrrlátur, enginn þekkti mig, og það voru færri, sem spurðu eftir bók- unum, sem ekki mátti lána út. Daginn fyrir eitt af söguprófunum mínum var ég ekki einu sinni búinn að lesa fyrstu bókina á listanum, en slíkt er alvana- legt í Harvard. Ég stikaði yfir að afgreiðsluborðinu til að ná mér í eina skrudduna, sem skyldi fleyta mér í gegnum prófið daginn eftir. Tvær stúlkur voru að vinna þarna. Önnur var há, tennisleg stelpa, hin músarleg með gleraugu. Ég valdi Fjóreygu-Lillu. „Heftrrðti Hnignun miðalda"? Hún leit snöggt á mig. „Hefur þú ekki þitt eigið bókasafn“? spurði hún. „Sjáðu nú til, Harvard hefur leyfi til að nota Rad- cliffe-safnið". „Ég er ekki að tala um leyfi, Busi. Ég er að tala um siðfræði. Þið strákarnir hafið fimm milljón bæk- ur. Við höfum nokkur vesæl þúsund“. Drottinn minn, þetta var þá stórmennskutýpa! Ein af þeim, sem halda, að þar sem fimm sinnum fleiri eru í Harvard en Radcliffe, hljóti stelpurnar að vera fimm sinnum gáfaðri. Venjulega læt ég svoleiðis stelpur hafa það óþvegið, en einmitt nú vantaði mig þessa bók alveg óskaplega. „Sjáðu nú til, mig vantar þessa bölvaða bók“. LOVE STOfiY „Sparaðu blótsyrðin, Busi“. „Hvers vegna ertu svona viss um, að ég hafi verið á undirbúningsskóla“? „Þú lítur út fyrir að vera heimskur og ríkur“, sagði lnin og tók af sér gleraugun. „Þú liefur rangt fyrir þér“, mótmælti ég. „1 raun og veru er ég gáfaður og fátækur“. „Ó, nei, Busi. Ég er gáfuð og fátæk“. Hún starði beint á mig. Augun voru brún. Allt í lagi, kannske leit ég út fyrir að vera ríkur, en ég vildi ekki láta einhverja Radcliffe-stelpu — þó hún hefði fálleg augu — kalla mig heimskan. „Hvað í fjáranum gerir þig svo gáfaða“? spurði ég. „Ekki myndi mig langa til að fara í kaffi með þér“, svaraði hún. „Nei, heyrðunú, mig langar ekki til að bjóða þér“. „Þess vegna ertu heimskur“, svaraði hún. Nú skal ég útskýra, hvers vegna ég bauð henni í kaffi. Með þvi að vera svo kænn að gefast upp á úrslitaaugnablikinu — þ.e.a.s. láta sem mig langaði til þess — fékk ég þessa bók. Og þar sem hún losn- aði ekki fyrr en bókasafninu var lokað, gafst mér nægur tími til að innbyrða nokkrar sundurlausar málsgreinar um það, hvernig konungborið fólk sneri sér frá þeim klerklærðu og hallaði sér að þeim lög- lærðu í lok elleftu aldar. Ég fékk Ágætt mínus á prófinu og það samsvaraði alveg þeirri einkunn, sem ég gaf fótleggjum Jennýjar, þegar hún gekk fram fyrir afgreiðsluborðið. Ekki get ég nú samt sagt, að ég gæfi klæðnaði hennar ágætiseinkunn, hann var einum of hippalegur fyrir minn smekk. Sérstaklega fannst mér ljót þessi Indíánataska liennar. Til allrar hamingju hafði ég ekki orð á því, ég komst nefni- lega að því seinna, að hún hafði búið hana til sjálf. Við fórum á Litla veitingahúsið, smurbrauðsstað í grenndinni, sem þrátt fyrir nafnið er ekki einungis ætlað litlu fólki. Ég pantaði tvo kaffi og brúnköku með rjómaís (handa henni). „Ég heiti Jennifer Cavilleri“, sagði hún, „Ameríkani af ítöslkum ættum“. Eins og ég hefði nú ekki getað sagt mér það sjálf- ur. „Og á seinna ári i tónlistarskólanum“, bætti hún við. „Ég heiti Oliver", sagði ég. „For- eða eftirnafn“? spurði hún. „Fornafn“, svaraði ég og viðurkenndi síðan, að fullt nafn mitt væri Oliver Barrett. (Ég á við næstum fullt nafn.) „Ó“, sagði hún, „Barrett eins og skáldið“. „Já“, sagði ég, „en við erunj ekkert skyldir“. í þögninni, sem á eftir kom, þakkaði ég mínum sæla fyrir, að hún skyldi ekki liafa komið með þessa venjulegu, neyðarlegu spurningu: „Barrett, eins og byggingin"? Ég er nefnilega með þeim ósköpum fædd- ur að vera skyldur náunganum, sem byggði Barrett- húsið, stærstu og ljótustu bygginguna á Harvardsvæð- inu, stórkostlegt minnismerki um auðæfi fjölskyldu 28 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.