Vikan


Vikan - 02.09.1971, Síða 34

Vikan - 02.09.1971, Síða 34
— Mamma, hvað ætlar þú að verða, þegar þú ert stór? — En, andvarpar hún að síð- ustu, — sjálf er ég ekki frjáls. Á veikleikastundum þrái ég eins og aðrar einhverja breið- axlaða skepnu til að halla mér að og njóta verndar hjá. Því að eins og þið hinar er ég kven- geldingur. Þessi frómleiki á kannski sinn þátt í því, hve góða áheyrn Ger- maine Greer fær. ☆ BARN ROSEMARY Framhald af hls. 22. þvilíkur sægur. Páfinn á Yan- kee Stadium. — Hann kemur á hverju næsta andartaki, sagði Rose- mary. Næsta bylgja skall á henni þegar hún var að hengja upp uppþvottatuskurnar. I þetta sinn var kastið lengur að ganga yfir; eldhúsið sveif með hana í hring og við lá að hún missti fótanna. Hún hékk á eldhús- bekknum. Þegar það var liðið hjá sagði hún: — Ó hamingjan góða, og rifjaði upp hve mikið hún hafði drukkið: tvö hanastél, tvö glös af víni (eða höfðu þau verið þrjú?), og einn créme de men- the. Ekki furða þótt henni liði undarlega. Hún reikaði út úr eldhúsinu og studdist við húsgögnin. — Hvað er að? spurði Guy og stóð upp með hræðslusvip. — Svimi, sagði hún og brosti. Hann skrúfaði fyrir sjón- varpið og gekk til hennar, tók um handlegg henni og trausta- taki um mitti hennar. — Ekki furða, sagði hann. — Eftir svona mikið áfengi. Og senni- lega líka á fastandi maga. Hann hjálpaði henni inn í svefnherbergið og studdi hana, þegar fæturnir brugðust henni. Hann lagði hana í rúmið og settist hjá henni, tók um hönd henni og strauk henni vingjarn- lega um ennið. Hún lokaði aug- unum. Rúmið var fleki sem flaut á lágum öldum, sem rugg- uðu því þægilega. —• Dásamlegt, sagði hún. — Það sem þú þarft er svefn, sagði Guy og strauk enni henn- ar. — Góður nætursvefn. —• En við ætluðum að búa til barn. — Það gerum við. Á morg- un. Við höfum kappnógan tíma. — É’g missi af messunni. — Sofðu nú. í alla nótt . . . —- Bara hænublund, sagði hún og þar með sat hún með vínglas í hendinni um borð í skemmtisnekkju Kennedys for- seta. Það var sólskin og þægi- legur vindur, upplagður dagur til að sigla. Forsetinn skoðaði stórt kort og gaf skipverja, sem var negri, gagnorðar og kunn- áttusamlegar skipanir. Guy hafði klætt hana úr nátt- jakkanum. — Hvers vegna klæðirðu mig úr honum? spurði hún. — Til þess að þér líði þægi- legar, sagði hann. — Það er þægilegt, sagði hún. -—- Sofðu Ro. Hann hneppti sundur hliðar- klaufunum á náttbuxunum og dró þær af henni. Hélt að hún svæfi og vissi ekkert. Nú var hún aðeins í rauðu bikini, en hinar konurnar á snekkjunni — Jackie Kennedy, Pat Lawford og Sarah Churchill — voru líka í bikini, svo það gerði ekkert til. Forsetinn var í einkennis- búningnum sínum úr sjóhern- um. Hann var nú alveg búinn að ná sér eftir morðið og virt- irst sprækari en nokkru sinni fyrr. Hutch stóð á hafnarbakk- anum, allur hengdur utan tækj- um til veðurmælinga. — Kem- ur Hutch ekki með? spurði Ro- semary forsetann. — Við tökum aðeins kaþó- likka um borð, sagði hann bros- andi. — Eg vildi að við vær- um ekki svona bundin af alls konar venjum, en því miður erum við það. — En hvað þá um Söruh Churchill? spurði Rosemary. En allt í einu var Sarah horfin og i staðinn komin fjölskylda hennar sjálfrar, mamma, pabbi og öll hin með eiginkonur og eiginmenn og börn. Margaret átti von á barni og sömuleiðis Jean og Dodie og Ernestine. Guy dró af henni giftingar- hringinn. Henni fannst það undarlegt, en var of þreytt til að spyrja. — Sofðu, sagði hann, — sofðu. Þetta var í fyrsta skiptið sem Sixtínska kápellan var opnuð almenningi, og hún skoðaði loftið úr lyftu, sem flutti gest- ina lárétt gegnum kapelluna, svo að það varð mögulegt að sjá freskómyndirnar nákvæm- lega eins og Michelangelo hafði séð þær þegar hann málaði þær. En hve þær voru stór- fenglegar! Þarna sat Guð og rétti Adam fingur og gaf hon- um guðdómsneista lífsins. — Varlega, sagði Guy og einhver annar bætti við: — Þú hefur fyllt hana um of. — Fellibylur, öskraði Hutch, sem enn stóð á hafnarbakkan- um með öll sín veðurmælinga- tæki. — Fellibylur hefur drep- ið fimmtíu og fimm manns í Lundúnum og er á leiðinni hingað! Og Rosemary vissi að þetta var rétt hjá honum. Hún varð að vara forsetann við. Annars hlaut skipið að farast. En forsetinn var á bak og burt. Allir voru á bak og burt. Þilfarið var óendanlegt og hreinskúrað og enginn þar nema negrinn, sem sat við stýrið langt frá og hélt snekkj- unni í réttri stefnu. Rosemary gekk til hans og sá undireins að hann hataði allt hvítt fólk. — Það er bezt að þér farið undir þiljur, sagði hann kurteislega, en hataði hana engu að síður og vildi ekki einu sinni hlusta á við- vörun hennar. Úndir þiljum var óravíður danssalur. Öðrum megin í hon- um stóð kirkja í ljósum loga, en hinum megin svartskeggjað- ur maður, sem glápti á hana. í herberginu miðju var rúm. Hún gekk að rúminu og lagð- ist í það og var þá allt í einu umkringd af nöktum körlum og konum, tíu eða tólf talsins, og var Guy í þeim hópi. Hin voru gömul, konurnar afkára- legar með brjóstin lafandi. Minnie og vinkona hennar Laura-Louise voru þarna og Roman með svart mítur og í svörtum silkikyrtli. Hann dró einhver tákn á likama hennar með grönnum, svörtum staf, dýfði stafbroddinum í bolla með einhverju rauðu í, sem sólbrenndur karlmaður með hvitt skegg rétti honum. Staf- broddurinn færðist fram og aft- ur um kvið henni og hélt síðan kitlandi áfram niður á milli læranna. Nakta fólkið söng, og söngur þess var rammfalsk- ur og ekki söng líkur, orðin út- lenzkuleg. Undir var leikið á flautu eða klarínett. — Hún er vakandi, hún sér! hvíslaði Guy að Minnie. Hún var gagntekin spennu, augun galopin. — Hún sér ekki, sagði Minnie. — Hafi hún étið músina getur hún hvorki séð eða heyrt. Þá er hún sem dauð. Og syngdu nú. Jackie Kennedy kom inn í danssalinn í óvenjuglæsilegum kjól úr filabeinshvítu satíni, perluskreyttum. — Það er leið- inlegt að þér skuli ekki líða vel, sagði hún. Rosemary sagði henni að mús hefði bitið sig en gerði eins lítið úr því og mögulegt var, svo að Jackie yrði ekki óróleg. — Það er bezt að þú teygir frá þér fæturna, sagði Jackie, — vegna krampans. — Já, ég hugsa það, sagði Rosemary. Auðvitað var ekki að vita nema hún fengi hunda- æði, eða músaæði réttara sagt. Hún fylgdist með af áhuga er einhverjir í hvítum treyjum bundu hendur hennar og fæt- ur við rúmstólpana. — Segðu bara til ef þér er verr við músíkina, sagði Jack- ie, — þá skal ég stöðva hana. — Ónei) sagði Rosemary. — Þið skuluð ekki fara að gera ykkur neina aukafyrirhöfn mín vegna. Mér er ekkert illa við músíkina, síður en svo. Jackie brosti hlýtt til henn- ar. — Reyndu að sofa, sagði hún. — Við bíðum uppi á þil- fari. Rosemary svaf um stund og síðan kom Guy inn og yfir- skyggði hana. Hann fór um hana báðum höndum, lét þær strjúkast svo dásamlega frá bundnum úlnliðum hennar upp handleggina, yfir brjóstin og mjaðmirnar þar sem strokan varð örvandi og kitlandi. Hann endurtók þessa eggjandi stroku hvað eftir annað, hendur hans voru heitar og neglurnar hvass- ar og þegar hún var tilbúin- tilbúin-meira-en-tilbúin renndi hann annarri hendinni undir hana, lyfti henni upp og tók hana af ofsafengnum krafti. Hann lagðist ofan á hana, ann- ar handleggur hans undir baki hennar til að halda henni að sér og breið bringa hans klessti brjóst hennar. (Hann var í grófri leðurbrynju, af því að það átti að verða grímudans- leikur). Hann fyllti hana rudda- lega og háttbundið orku sinni og veldi. Hún lauk upp augun- um og horfði í augu gul og glóandi, fann þef af brenni- steini og tannisrót, fann rakan andardrátt í munni sér, heyrði lostastunur og andardrátt áhorfenda. Þetta er enginn draumur, 34 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.