Vikan


Vikan - 02.09.1971, Page 39

Vikan - 02.09.1971, Page 39
LOVE STORY Framhald af bls. 29. „Fjandans óheppni, Barrett. Þetta var hörkuleikur hjá þér“. „Jieja, mér þykir vænt um, að þið sættið ykkur við þetta. Ég á við, að þið þurftuð svo endilega að sigra". Auðvitað er yfirburðasigur betri. Ég á við, að ef maður má velja er seinustumínútumarkið ákjósanleg- ast. Þegar ég fylgdi Jenný lieim í heimavistina henn- ar, var ég ekki orðinn úrkula vonar um ýtrasta loka- sigur vfir þessari fúlu Radcliffe-tæfu. „Sjáðu nú til, þú fúla Radcliffe-tæfa. Dartmouth hokkí-leikurinn er á föstudagskvöldið". „Nú“? „Mig myndi langa, að þú kæmir“. Hún svaraði með þessari venjulegu Radcliffe-virð- ingu fvrir íþróttum: „Hvers vegna í fjandanum ætti ég að fara að horfa á viðhjóðslegan hokki-leik“? Ég svaraði yfirlætislaust: „Vegna þess, að ég leik með“. Það varð stutt þögn! Mér fannst ég geta heyrt flugu anda. „Með hvoru liðinu"? spurði hún. VI. Mér þvkir vænt um Ray Stratton. Vera má, að hann sé enginn snillingur né mikill fótholtamaður (dálítið seinn að taka við sér í inn- sparki), en hann var alltaf góður herbergisfélagi og trvggur vinur. Og hvernig vesalings dóninn þjáðist seinna árið okkar! Hvert fór liann til að lesa, þegar hann sá hálsbindið hanga á hurðarhúninum (það var venjulegt merki fyrir „allt í fullum gangi inni“) ? Það skal játað, að hann las nú ekki mjög mikið, en stundum varð hann þó að gera það. Segjum sem svo, að hann hafi notað bókasafn hússins eða Lamont- safnið eða jafnvel farið í Pi Eta-klúbbinn. En hvar svaf hann þessar sunnudagsnætur, þegar við Jenný ákváðum að óhlýðnast lokunarreglunum og vera sam- an? Ray varð sjálfur að útvega sér stað til að liggja á — svo sem dívana nágrannanna, ef þá var gert ráð fyrir, að þeir þyrftu ekki á þeim að halda. Jæja. a.m.k. var þetta eftir fótboltatímabilið. Og ég hefði gert slíkt hið sama fyrir hann. En hver voru laun Rays? Áður fyrri hafði ég trú- að honum fvrir ástarsigrum mínum í öllum smá- atriðum. Nú varð liann ekki einungis af þessum ó- tvíræðu réttindum herbergisfélagans, lieldur játaði ég ekki einu sinni, að við Jenný værum elskendur. Ég rétt gaf til kynna, að við þyrftum á herberginu að halda. Stratton gat dregið þær ályktanir, sem honum þóknaðist. „Ég á við, Jesús minn, Barrett, ertu að gera það eða ekki“? var hann vanur að spyrja. „Raymond, ég bið þig sem vin að spyrja ekki“. „En, Jesús, Barrett, síðdegis, á föstudagskvöldum, laugardagskvöldum. þú hlýtur að vera að gera það“. „Hvers vegna ertu þá að hafa fyrir því að spyrja mig, Ray“? „Vegna þess að það er óhollt“. „Hvað“? „Allt þetta, 01. Ég á við, að þetta var aldrei svona áður. Ég á við þessi algjöra þögn um smáatriði gagn- vart Ray stóra bróður. Ég meina þetta er óverjandi. Óheilhrigt. Jesús, hvað gerir hún, sem er svona allt öðru vísi“? „Heyrðu nú, Ray, í alvarlegu ástarsambandi —“. „Ástar“? „Segðu það ekki eins og það væri dónalegt orð“. „Á þínum aldri? Ást? Jesús, nú er mér nóg boðið, gamli minn“. „Vegna hvers? Geðheilsu minnar“? „Vegna einlífis þíns. Frelsis þíns. Lífs þíns“. Vesalings Ray. Hann meinti þetta raunverulega. „Ertu liræddur um, að þú missir herbergisfélaga, ha“? „Della. Á vissan hátt hef ég eignast nýjan, hún er svo mikið hér“. Ég var að liafa fataskipti fyrir hljómleika, svo að tal þetta féll fljótt niður. „Vertu rólegur, Raymond. Við tökum þessa íhúð í New York. Nýjar stelpur á hverju kvöldi. Allt þetta gerum við“. „Segðu mér ekki að vera rólegum, Barrett. Þessi stúlka hefur klófest þig“. „Ég hef stjórn á öllu,“ svaraði ég. „Láttu ekki hefta þig“. Ég lagfærði bindið mitt og gekk i átt lil dyra. Stratton var ekki sannfærður. „Hæ, 011i“? „Já“? „Þú ert að gera það, er það ekki“? „Jesús minn, Stratton“., Jenný fór ekki með mér á þessa hljómleika. Ég var að hlusta á hana á þeim. Bach-sveitin flutti Fimmta Brandenborgarkonsertinn í Dunster-bygg- ingunni, og .Tenný lék einleikinn á harpsíkordið. Auð- vitað hafði ég margsinnis heyrt liana spila, en aldrei i hljómsveit né opinberlega. Jesús, hvað ég var mont- inn. Hún gerði enga villu, að þvi er ég gat heyrt. „Ég get varla trúað því, livað þú varst stórkostleg“, sagði ég eftir hljómleikana. „Það sýnir nú, hvað þú veist um tónlist. Busi“. „Ég veit nóg“. Við stóðum úti á Dunster-svæðinu. Það var eitt af þessum aprílsiðdögum, þegar maður lieldur, að nú sé vorið loksins að koma til Cambridge. Tónlistar- félagar liennar reikuðu hjá (þ.á.m. Martin David- son, sem varpaði ósýnilegum haturssprengjum í átt- ina til mín), svo að ég gat ekki rökrætt leiktækni við hana. Við fórum yfir Memorial Drive og ætluðum að ganga meðfram ánni. „Reyndu nú að átta þig, Barrett. Ég spila þokka- lega. Ekki stórkostlega. Ekki einu sinni eins og ég væri í meistaraflokki. Bara þokkalega. Er það ekki í lagi“? Hvernig gat ég þrætt við hana„ þegar hún vildi gera litið úr sjálfri sér? „Allt í lagi. Þú leikur þokkaléga. Ég á bara við, að þú ættir alltaf að halda þvi áfram“. „í guðs bænum, liver segir, að ég ætli ekki að halda 35. TBl. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.