Vikan


Vikan - 02.09.1971, Page 43

Vikan - 02.09.1971, Page 43
var ekkert gefið upp um ástæð- una, en 10 ára samstarf ætti að segja sína sögu. Enn höfum við ekki heyrt plötuna með Mary, en bíðum með óþreyju, og þeir sem vilja heyra góða þjóðlaga- tónlist ættu til dæmis að kaupa sér „Peter, Paul & Mary: Ten Years Together", sem er úrval af LP-plötum þeirra frá upp- hafi. CLARK GABLE Framháld af bls. 19. að segja eitt einasta hlýlegt orð hvor við annan. Clark Gable, sem þá var tví- tugur, komst í ferðaleikflokk í nokkra mánuði. Hann var lát- inn setja upp tjöld, raða bekkj- um og hugsa um hesta, en hann fékk ekki önnur laun en mat- inn. En svo fór þessi leikflokk- ur á hausinn og þá lenti hann í sögunarmyllu, svo blásnauður að hann gat ekki einu sinni keypt sér vinnuvettlinga. Hann varð blóðrisa á höndunum, en hann varð sterkari í viðureign- inni við trjástofnana. Mörgum árum síðar áttu að- dáendur hans eftir að andvarpa í sæluvímu, þegar þeir sáu hann í „Á hverfanda hveli“, þar sem hann tók litla, fagra höfuðið á Scarlett milli gríðar- stórra hrammanna og hvíslaði: „Eg gæti molað á þér höfuðið eins og hnetu . . .“ Hann hefði líklega getað það, svo sterkur varð hann í sögun- armyllunni. Þrá hans rak hann áfram. Hann fór til Portland með þá einu hugsun að komast að hjá leikhúsinu. En hann hafði lært það af reynslunni að oft þurfti að taka á sig krók til að ná settu marki. Hann fór upp á eitt dagblaðið og bað um vinnu á auglýsingaskrifstofunni. I margar vikur sá hann um smá- auglýsingadálka, þangað til hann fann það sem hann leit- aði að. Það var símafyrirtæki sem óskaði eftir eftirlitsmanni. Sú auglýsing kom aldrei í blað- inu, en Clark Gable fór þang- að og fékk stöðuna. Og strax, þegar hann fékk laun í fyrsta sinn, sótti hann um upptöku í leikskóla. Þetta var árið 1924 og hann var tuttugu og þriggja ára. For- stöðukona skólans var Jose- phine Dillon, dómaradóttir og þrjátíu og sjö ára. Hún tók Willjam Clark Gable í skólann. Eftir árið varð hann eiginmaður hennar. Hann dáðist mjög að henni. Hún var leikkona og hafði leikið á Broadway, hún kunni allt, sem Clark langaði til að læra. í marga mánuði kenndi hún honum, kenndi honum að tala, sitja og að hreyfa sig á leiksviði; hann fékk að reyna allt, sorgarleik, gleðileik og söngleik. Og þau urðu mjög ná- komin, ekki eingöngu sem kennari og nemandi, heldur líka sem kona og maður, — elskendur. Og í árslok sagði hún honum að hún ætlaði að flytja til Hollywood, þar sem hún ætlaði að setja á stofn leik- skóla, þá hikaði hann ekki. — Ég fylgi þér hvert sem þú ferð, sagði Clark. Hann fylgdi henni til Holly- wood og upp að altarinu. Þá var hann tuttugu og þriggja ára en hún þrjátíu og sjö, en þau höfðu bæði sama brenn- andi áhugann fyrir allri leik- starfsemi og þau héldu að það dyggði þeim til halds og trausts í hjónabandinu. Það var brennandi áhugi og viljastyrkur Clarks, sem færði hann nær leikhúsinu, en það var Josephine Dillon sem skap- aði leikarann. Og það var hún sem útvegaði honum fyrsta hlutverkið í kvikmynd hjá Ernst Lubitsch. Hann lék her- mann í eina viku, án þess að segja nokkurt orð. Og enginn, nema Josephine Dillon, vissi að maðurinn í hermannsklæðun- um gat svo furðu margt gert. Hann fékk nokkur smáhlut- verk. Hann þeyttist á milli kvikmyndaveranna og fór til allra umboðsmanna í Holly- 35.TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.