Vikan


Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 50

Vikan - 02.09.1971, Qupperneq 50
MIG DREYMOI Þrjár peysur, járnsmiður og ánamaðkar Kæri draumráðandi! Eg var stödd í gömlu húsi, en ekki kannaðist ég við mig þar. Mér fannst ég þurfa út til að vinna eitthvert ákveðið verk, en gat ekki gert mér grein fyrir hvað það var. Eg fór að klæða mig og var komin í pils. Síðan tók ég peysu út úr skáp en sá þá að hún var gömul og skítug. Ekki fannst mér ég geta farið í skítuga peysu, svo ég tók aðra fram, en þá var hún alveg eins. Þriðju peysuna tók ég fram, og var hún einnig gömul og óhrein, græn að lit. Allar voru peysurn- ar þó heilar. Ég hugsaði með mér að ekki þýddi þetta, ég hefði ekkert annað til að fara I, svo ég klæddi mig í þá þriðju. Þegar ég var komin í peysuna, tók ég eftir því að í henni hékk járnsmiður (paddan). Líkaði mér það vita- skuld ekki og tók til að hrista peysuna til að losna við hann, en kvikindið hékk sem fastast. Lét ég það þá gott heita, fannst ég þurfa að flýta mér út. Inni í herberginu, þar sem ég var að klæða mig, sá ég allt í einu í svefnsófanum mínum hrúgu af ánamöðkum. Ekki voru þeir þó skríðandi, heldur lágu þeir í hrúgu, máttvana að sjá. Illa lík- aði mér að sjá maðkana þarna, en gaf mér ekki tíma til að reka þá í burtu. Á leiðinni út úr húsinu mætti ég konu sem ég kannaðist við. Ég segi við hana: „Viltu ekki hreinsa fyrir mig ánamaðka undan svefnsóf- anum mínum?" Síðan hélt ég áfram út úr húsinu og gekk beint að gripahúsi og inn. Mér fannst ég verða að fara inn, en til hvers vissi ég ekki. Ég stóð í dyrunum og sá þá að ég var á háhæluðum skóm. Vitaskuld fannst mér það ekki gott, en ekki þýddi að væla út af því, svo inn fór ég og að sjálfsögðu óð ég kúamykju upp í ökla. Enga gripi sá ég þarna inni, en gekk bara í gegnum fjósið og síðan sömu leið til baka og út. Þegar út kom, mætti ég manni sem ég þekki frá fornu fari. Gekk hann til mín og stillti sér upp við hægri hlið mína. Var hann sparibúinn, mjög snyrti- legur, velgreiddur og nýrakað- ur. Fannst mér ég þá skammast mín fyrir útganginn á sjálfri mér, með kúaskít á fótunum og járnsmiðinn í peysunni. Maðurinn varð eitt sólskinsbros 'og heilsaði mér mjög innilega. Gekk hann svo við hlið mér (fast upp við mig) inn í gamla íbúðarhúsið. Þar fyrir innan mætti ég aftur sömu konunni og ég hafði beðið að verka ánamaðkana. „Ertu búin?" spurði ég hana. „Nei," svaraði hún, „það gerir ekkert til þótt þeir séu þarna." Kata. Það á töluvert eftir að ske í lífi þínu á næstunni og munu þar skiptast á skin og skúrir. Þú munt komast yfir fé og til aS byrja með verður þú ekki full- komlega sátt við það. Um síðir hugsar þú þó með þér, að bezt sé að nota þetta fé og að öllum likindum ferð þú út í einhvers konar verzlun. Þú munt eiga i einhverjum erfiðleikum, því margir vilja njóta góðs af vel- gengni þinni. JEANNE D’ARC ... Framhald af bls. 47 sinni vegna barns. En málið lít- ur öðruvísi út, þegar litið er á málið frá sjónarhóli hennar sjálfrar; þetta gat orðið örlaga- ríkt og komið í veg fyrir að hún gæti haldið áfram á þeirri braut, sem var henni dýrmæt- ari en sjálft lífið. Þetta hefur hún eflaust haft í huga, þegar hún fékk vissu fyrir ástandi sínu í febrúar. Hún hlýtur að hafa gengið í gegnum vítis- kvalir. Sálusorgari ungrú Devlin í Norður-írlandi hefur eiginlega haft í hótunum: — Ég segi ekkert við blaða- menn. En ég hef því meira að segja henni, þegar hún kemur til skrifta. • Bernadette sjálf vilí ekki viðurkenna iðrun og hún neit- ar að segja hver sé faðirinn. Hún situr fyrir blaðaljósmynd- urum, þrjózkuleg á svip og heklar barnaföt. Og svo segir hún: — Ég hef alltaf beðið kjós- endur mína að gefa málstaðn- um atkvæði sin, ekki mér per- sónulega. En nú er spurt: munu kjós- endur snúa baki við hinni ,,ber- syndugu“, munu hinir hrjáðu Norður-írlendingar glata hinni rauðu hetju sinni? Eða viður- kenna sína Jeanne d‘Arc -— með kúlumagann? ☆ inœstu VIÐTALVIÐ SIEGLINDE OG SIGURÐ BJÖRNSSON 9 Óparusöngvararnir Sieglinde og Sigurður Björnsson eru öilum Islendingum kunn, ekki sízt úr sjónvarpinu, en þar hafa þau sungið nokkrum sinnum að undanförnu. Þau eru búsett í Þýzkalandi, þar sem þau hafa getið sér góðan orðstír. Þau voru stödd hér á landi í stuttri ferð í sumar, og þá notaði VIKAN tækifærið og heimsótti þau og spjallaði við þau eina dagstund. Viðtalið birtist í næsta blaði ásamt möigum myndum. GREINAFLOKKUR UM FRÆGA ÍÞRÖTTAMENN ® I næsta blaði hefst nýr greinaflokkur eftir Örn Eiðsson, sem fjallar um fræga íþróttagarpa. Fyrst er sögð sagan af sænska sundkappanum Arne Borg, sem setti 31 heimsmet. Kann var sérkennilegur persónuleiki, skapheitur með af- brigðum og gleðimaður mikill. Stundum vann hann beztu afrek sín, eftir að hafa svallað fram á rauðanótt daginn áður. EFTIRLÆTI RÍKA FÓLKSINS VAR AFBROTAMAÐUR • Hann umgekkst fyrirfólkið í Kaliforníu; var hrókur alls fagnaðar i samkvæmum þess og naut mikillar aðdáunar, ekki sízt hjá kvenþjóðinni. En að nokkrum tíma liðnum tók að bera á því, að í þeim veizlum, þar sem hann hafði ver- ið, hurfu dýrmætir skartgripir og fleiri verðmæti. Einnig vakti það grunsemd, að hann var aldrei einn við hátíðleg tækifæri, heldur í fylgd með fjórum félögum sínum. Hann hét Jack Murphy og reyndist vera óforbetranlegur afbrota- maður, þótt honum tækist svona snilldarlega að villa á sér heimildir. 50 VIKAN 35.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.