Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 11
... Og hann talaði svo hratt og í síbylju, eins og hann hefði leigt einhverja vél til að þylja þetta yfir mér... hann var að bauka. Ástaræv- intýri hans, tilviljunarkennd ævintýri með þessari og hinni. Já, ég vissi um þau, en ég hélt að þetta væri aðeins slæmur ávani, sem mér fannst óþol- andi, á sama hátt og konum Viktoríutímabilsins fannst óþol- andi að mennirnir þeirra reyktu; nokkuð alvarlegri þó, en samt aðeins ávani . . . umburðariynd. Robert . . . ja, Robert, elskulegi, fallegi Ro- bret minn og hún, þessi stúlka, þessi ameríska stúlka, „hún heitir Candice“, hún þekkir ekki þann Robert, sem ég þekkti . . . og þó. Hún hlýtur að vera yndisleg (Candice hljómar svo vel að það eitt ætti að nægja), og mjög — ég veit ekki — kvenleg. ÍÉg sé dregið þetta allt upp fyrir mér likast sorgarleik, en þannig kom það mér fyrir sjónir. Og mér fannst að ég myndi verða brjáluð af sorg. Ég býst reynd- ar við að ég sé það. En þetta er samt ekki sú voðalega eymd, sem ég hafði málað upp fyrir mér. Svo fannst mér líka and- styggileg sú hugsun að ég ætti erfitt með að lifa lífinu án lians. Það getur líka verið að það verði ekki svo örðugt . . . Ef ég hefði aðeins getað átt barn, en það var ekki svo vel. Þúsund innilegar óskir mínar og bænir höfðu aldrei fengið hljómgrunn, eins og það hefði getað orðið dásamlegt. Ég held að eitthvað í mér hafi dáið núna . . . að einu leyti held ég að ég sé búin að vera dauð í mörg ár. Skyldi ég lifna við á ný? Á ég eftir að lifa einhverju lífi? Ég er hrædd. Já, ég er hrædd við allt . . . Og svo fór ég úr lestinni í Brússel. Ég var í náttkjól og Lifðu lífinu Það er leitt að ég skuli vera svona smámunasöm. Því að nú, á okkar tímum, vitum við allt um ástasamband, þorum að tala um það og vitum hvernig ást- arinnar verður bezt. notið. Og við tvö . . . sem þekktum svo vel hvort annað, við vissum það. En svo var þetta allt horf- ið .Þessi þekking öll, horfin. Einmitt núna, þegar við viss- um hve dásamlegt það getur verið að elskast, hve fögur og unaðsleg ástin er, þá er þetta allt orðið öfugsnúið. Rétt eins og ég hafði misskilið einlægni mína og trúnað, þannig hafði honum farið viðvíkjandi ásta- sambandi okkar. En þetta gat verið mér að kenna, — já, raunverulega var þetta mér að kenna; ég vildi að ég hefði ekki verið svona örugg í réttlætis- kennd minni . . . því að nú veit ég að ég get ekki séð hann aft- ur. Ég hef glatað síðasta tæki- færinu til að „sjá“ hann aftur, raunverulega. Og ég sem hélt að ég væri svo veraldarvön og hana fyrir mér sem mjög kven- lega konu, kvenlega og undir- gefna, aðallega kvenlega. Allt sem ég er ekki. 'Já, ég mátti vita það að einhvern tíma kæmi að því að Robert yrði mér ótrúr fyrir alvöru, já, fyrir fullt og allt. og ég hélt að ég myndi aldrei geta afborið það. Að ég hyrfi, einskis nýt og óljós eins og ský. É'g hafði l'KAMHALDSSAGA KFTIR H. SHEFFIELD peysu og hafði aðeins kápuna og handtösku til að leyna aumu ástandi mínu. En ég var ákveð- in. Það hafði ég verið strax um morguninn, þegar mér voru ljós svik Roberts. Þá var ekk- ert hik á mér. Það er hægt að deyja á svo margvíslegan hátt . . . og þá er það annaðhvort eilífðin eða endurfæðing . . . Framhald í næsta blaði. 40. TBL. VIKAN 1 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.