Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 25
yfirburði i báðum kosningunum 1942 i viðureign við frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins Helga Hermann Eíriksson, skólastjóra og síðar bankastjóra. Gnnnar Bjarnason virtist ætla að verða honum liættu- legur keppinautur, því að mjóu munaði i Austur-Skaflafellssýslu við kosningarnar 1946 og 1949, en þá gerðist Gunnar afhuga hnossinu eða Sjálfstæðisflokkurinn vonlaus um að hann sigraði Hnappavalla- bóndann. Réðst þá Sverrir Júlíus- son, útgerðarmaður i Keflavik og síðar alþingismaður, til atlögu við Pál Þorsteinsson og gat sér góðan orðstír í kosningunum 1953, en fór ærnar hrakfarir 1956 og enn sum- arið 1959, og var Páll þá endurkjör- inn þingmaður Austur-Skaftfellinga í sjötta sinn. Skipaði hann svo þriðja sæti á framboðslista Framsóknar- flokksins í Austfjarðakjördæmi haustið 1959 og náði kosningu auð- veldlega og var endurkjörinn í þeim sessi 1963. Hann erfði annað sæti framboðslistans 1967, er Halldór Ásgrímsson, kaupfélagsstjóri og siðar bankaútibússtjóri, lét af þing- mennsku, og skipaði ])að einnig í sumar, er lcið. Hefur Páll Þorsteins- son þannig verið kosinn á þing ell- efu sinnum alls. Af þingmennsku Páls Þorsteins- sonar mun helzt til frásagnar, að hann sé maður samvizkusamur, stundvís, iðinn og heiðvirður. Páll er lítill vexti og í framgöngu líkari þreyttum smala á heimleið úr fjall- göngu en héraðshöfðingja og stjórn- málaforingja. Tæplega stækkar hann af því að stíga í ræðustól, en veldur heldur naumast vonbrigðum. Hann er óáheyrilegur, röddin eins og slitið skilvinduliljóð og undan- rennubragð að málflutningnum. Maðurinn heldur smámunum til haga, tínir þá til af hógværð og trú- mennsku og raðar þeim kirfilega. Þó vekur stundum athygli, hvað hann er glöggur á aukaatriði og ólatur að velta þeim skipulega fyrir sér. Páll Þorsteinsson er því ennfremur eins og lítill en haglegur skj alaskápur, þar sem aðeins smátt rúmast, en sérhver hlutur telst á sínum stað. Kjörfylgi Páls Þorsteinssonar staf- ar annars vegar af hlýðni eða tryggð kjósenda hans við Framsóknar- flokkinn og hins vegar af þægð og trúmennsku smábóndans á Ilnappa- völlum. Maðurinn er einstaklega bóngóður og þolinmóður i útrétt- ingum, þó að hann virðist stuttstíg- ur og sporstirður í fljótu bragði. Páll annast fúslega þau mörgu og litlu erindi, sem umbjóðendur hans fela honum, gleymir engu, skilar öllu og finnst virðingu sinni aldrei misboðið. Hann gengur um þing- tímann milli manna og stofnana í höfuðborginni að skila orðsendingu, biðja um fyrirgreiðslu eða vitja úr- lausnar. Dettur engum í hug, að þar sé á ferð arftaki Svínfellinganna fornu, en samt fer Páll sjaldan er- indisleysu. Hann er tryggur og dyggur. Dugmiklum bændum mun óliægt um vik að komast að heim- an og sitja á alþingi eins og háttar nú á dögum. Austur-Skaftfellingar gera sér þetta Ijóst og sætta sig við að fela Páli á Hnappavöllum að fara með umboð sill i Reykjavík og greiða atkvæði á löggjafarsamkom- unni. Stórlátir eru ])eir ekki, en þó telst fulltrúavalið héraðinu varla ámælisvert, og Framsóknarflokkur- inn er sannarlega fullsæmdur af Páli Þorsteinssyni, því að svik verða aldrei fundin í hans munni, hvað þá að hann brjóti af sér með at- höfnum. Framháld á bls. 37. 40. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.