Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 20

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 20
1 Rosemary settist upp. Þeir komu og tóku sér stöðu rétt hjá henni. Andlit Guys var sviplaust, líkt og höggvið í stein. Hann starði á vegginn, likt og hann sæi í gegnum hann, en ekki á hana. Sapir- stein læknir sagði: — Komdu nú með okkur, Rosemary. Gerðu ekki uppsteit, því að ef þú segir eitthvað meira um nornir og galdra, neyðumst við til að fara með þig á geðveikra- hæli. Og aðstæðurnar þar til að fæða barn eru ekki sem beztar. Þú kærir þig vonandi ekki um það? Farðu þá í skóna. — Við ætlum bara að fara með þig heim, sagði Guy og leit nú loksins á hana. Enginn skal gera þér mein. — Og ekki heldur barninu, sagði Sapirstein læknir. — Komdu nú í skóna. Hann tók upp glasið með vítamínhylkj- unum, leit á það og stakk því í vasa sinn. Hún fór í ilskóna og hann rétti henni veskið. Þau gengu út. Þeir Guy og Sapirstein læknir gengu sinn við hvora hlið henni og héldu um handleggi hennar, studdu hana. Hill læknir hélt á tösku henn- ar. Hann rétti Guy töskuna. — Þá er það í lagi, sagði Sapirstein læknir. — Nú förum við heim og hvílum okkur. Hill læknir brosti við henni. — Svona gengur það til í niu tilfellum af hverjum tíu, sagði hann. Hún leit á hann og svaraði engu. — Þakka yður fyrir alla fyr- irhöfnina, sagði Sapirstein læknir, og Guy sagði: — Skammastu þín ekki fyrir að koma hingað og . . . — Mér þykir vænt um að ég gat orðið að liði, sagði Hill læknir við starfsbróður sinn og lauk upp dyrunum. Þeir voru á bíl. Herra Gil- more ók. Rosemary sat á milli Guys og Sapirsteins læknis í aftursætinu. Þau steinþögðu öll. Ekið var til Bramford. Lyftuvörðurinn brosti til hennar er þau gengu yfir and- dyrisgólfið í áttina til hans. Diego hét hann. Hann brosti af því að honum geðjaðist vel að henni, betur en að hinum leigjendunum. Brosið minnti hana á eigið sjálf, vakti eitthvað í henni, hleypti nýju lífi í eitthvað í henni. Hún fitlaði við veskið, stakk fingri gegnum lyklahringinn og hvolfdi úr veskinu rétt við lyftudyrnar, svo að allt datt úr því nema lyklarnir. Vara- litir, smámynt, fimm- og tí- kallar rúlluðu og flögruðu um allt. Hún leit dauflega á gólf- ið. Hún stóð þögul, þunguð, ósjálfbjarga meðan Guy og Sa- pirstein læknir tíndu upp inni- hald veskisins. Diego kom út úr lyftunni og var allur á hjól- um af hluttekningu. Hann beygði sig og hjálpaði til. Hún þokaði sér aftur á bak inn í lyftuna svo sem til að verða ekki fyrir, gaf þeim gætur og þrýsti um leið á hnappinn. Ytri hurðin rann fyrir, og hún lok- aði þeirri innri. Diego seildist eftir hurðinni, en kippti hendinni að sér og bjargaði fingrum sínum. Hann barði að dyrum. — Halló, frú Woodhouse! Fyrirgefðu, Diego. Hún þreif í stöngina og lyft- an skókst í gang. Hún ætlaði að hringja í Bri- an. Eða Joan eða Elsie eða Grace Cardiff. Það er ekki öll nótt úti enn, Andy! Hún stöðvaði lyftuna á ní- undu hæð, síðan á sjöttu, síð- an mitt á milli sjöundu og átt- undu og síðan mátulega nærri sjöundu til að geta opnað dyrn- ar og stigið tíu sentimetra nið- ur. Hún hraðaði sér sem mest hún mátti niður bugður gangs- ins. Hún fann til verkjar, en gaf honum engan gaum og hægði hvergi á ferðinni. Lyftuljósið hrökk frá fjórum upp á fimm, og hún vissi að Guy og Sapirstein læknir voru þar á ferð til að komast í veg fyrir hana. Og auðvitað vafðist fyrir henni að opna, þegar hún stakk lyklinum í skrána. En loksins tókst henni að opna og komast inn. Hún skellti aftur hurðinni samtímis því að lyftudyrnar opnuðust og festi keðjuna fyrir samtímis því er Guy stakk sínum lykli í skrá- argatið. Hún rak slagbrandinn fyrir og lykillinn færði hann aftur frá. Hurðin opnaðist en stöðvaðist á keðjunni. — Opnaðu Ro, sagði Guy. — Farðu til helvítis, sagði hún. — Eg vil þér ekkert illt, elskan. — Þú hefur lofað þeim barn- inu. Farðu. — Eg hef ekki lofað þeim neinu, sagði hann. — Hvað ertu eiginlega að tala um? Lof- að hverjum? — Rosemary, sagði Sapir- stein læknir. — Einnig þér. Burt með yð- ur. — Þú virðist ímynda þér að samsæri hafi verið gert gegn þér. — Farið þið, sagði hún, skellti hurðinni aftur á ný og ýtti slagbrandinum fyrir. » í þetta sinn var slagbrandur- inn látinn vera. Hún gekk aftur á bak frá hurðinni, starði á hana, þokaði sér þannig inn í svefnherberg- ið. Klukkan var hálftíu. Hún var ekki viss um hvort símanúmer Brians og vasabók hennar væru í forstofunni eða vasa Guys, svo að henni var nauðugur einn kostur að hringja í upplýsinganúmerið. Þegar hún loksins fékk númer- ið og hafði hringt í það tók enginn undir. Á ég að reyna aftur eftir tuttugu mínútur? spurði símastúlkan. — Já, ef þér vilduð gera svo vel, sagði Rosemary, — eftir fimm mínútur. Hún hringdi í Joan, en Joan var ekki heldur heima. Númer Elsie og Hughs mundi hún ekki. Það leið drykklöng stund áður en svarað var í upp- lýsinganúmerinu, en síðan fékk hún umbeðið númer umsvifa- laust. Hún hringdi og síma- vörðurinn svaraði. Þau voru fjarverandi yfir helgina. — Næ ég einhvers staðar í þau? Það hefur orðið slys. — Er það ritari herra Dun- stans? — Nei, en ég er ein af beztu vinum beirra. Eg verð að fá að tala við þau. — Þau eru á Fire Island, 20 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.