Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 39
ekki íþrótt máls og stíls um- fram það, sem gerist og gengur á íslandi, en hann nýtur hins vegar kostgæfni sinnar og ná- kvæmni. Lesandinn sér heldur ekki greinarhöfund fyrir sér, og á því græðir Páll Þorsteinsson í málflutningi sínum, er hann rekur kotroskinn landsins gagn og nauðsynjar í Tímanum. Hann er drjúgur meðalmaður, en eng- inn kappi. Ýmsir ætla, að Páll á Hnappavöllum sé smávaxinn til sálarinnar, en sú ályktun er hæpin. Maðurinn er gæddur góðum almennum gáfum og reynist útsjónarsamur og nask- ur og vel verki farinn við frið- samleg störf. Páll er og víðles- inn og fróður. Ókunnugum finnst hann einrænn og fáskipt- inn og jafnvel hjárænulegur, en málvinir hans hafa aðra sögu að segja. Þeir una ágætlega ná- vist mannsins og eiga oft með honum skemmtilegar stundir, þó að engar nautnir séu þar framdar. Loks er þrautseigja Páls aðdáunarverð. Hún er slík og þvílík, að hann hefur gætt hjarðar sinnar af stakri sam- vizkusemi, þó að þoka skylli á eða óveður færi um landið, hvað þá í sólheitri blíðu í smá- ríkinu þokkasæla við rætur jöklanna miklu og á bökkum vatnanna ströngu. Páll Þorsteinsson er eins og melurinn í Skaftafellssýslum. Aðkomufólk hyggur hann óæt- an, en héraðsbúar vita af reynslu, að þetta er sæmileg- asti mannamatur, sem oft hef- ur bjargað í hallæri. Kjósend- ur Framsóknarflokksins á suð- austurhorni landsins telja sig heldur ekki hafa ráð á að hrækja út úr sér því, sem einu sinni er upp í þá komið. Lúpus. HNEFALEIKAMAÐUR ALDARINNAR Framhald af hls. 15. við, „þú skalt berjast, aðeins berjast. Þú verður að hlýða öllum reglum fullkomlega. Ef þú getur ekki unnið á þennan hátt, eftu einfaldlega ekki nógu snjall.“ Þannig voru Joe settar lífs- reglurnar. Hann varð að hlýta öllum úrskurðum dómaranna, hvort sem þeim urðu á mistök eður ei, hann mátti ekki gefa höggstað á sér í éinkalífinu. Hann átti ávallt að koma fram sem sannur íþróttamaður, að öðrum kosti var hann glataður vegna litarháttar síns. Joe Louis fylgdi í öllu sett- um reglum Black og Roxbor- ough, framkoma hans vakti alls staðar athygli, og hann var með réttu nefndur heiðursmaður hringsins. Framkoma hans í hringnum sem utan hans var óaðfinnanleg og hann neytti hvorki áfengis né tóbaks. Umsagnir hans um afrek sín og keppinautana að keppni lok- inni, einkenndust ávallt af virð- ingu og hógværð. Árið 1939, er Joe hafði sigrað Bob nokkurn Pastor, spurði útvarpsmaður, hvernig högg Pastor hefðu ver- ið. Tja, svaraði Joe, ég fann svo sannarlega að hann hitti mig. Mjög svo „diplomatiskt" svar, þegar þess er gætt, að Pastor þótti ekki höggfastur. Útvarpsmaðurinn hélt áfram: „Varstu nokkurn tíma hrædd- ur?“ Joe hugsaði sig aðeins um. „Eitt af því góða við að vera meistari er, að maður er ávallt svolítið hræddur.“ Negraprest- ur frá litlum bæ í nágrenni New Orleans sendi honum eft- irfarandi bréf: „Ég held að þú eigir eftir að verða heimsmeist- ari. Ef svo verður, reyndu þá ávallt að vera meistari okkar, hinna þeldökku, svo að sagt verði um þig, þegar þú hættir keppni: Hann var svartur hið ytra, en hvítur hið innra og umfram allt í hjarta sínu.“ Stjarna Joe Louis fór stöð- ugt hækkandi og eftir langan umhugsunarfrest tók J ack gamli Blackburn að sér þjálf- un hans, en hann krafðist fastra mánaðarlauna. „Munið að hann er negri," sagði Black- burn. Þegar Joe hafði fengið fyrstu milljónina í hagnað, gat hann ekki stillt sig um að stríða Jack, sem þó hafði feng- ið mikla hækkun á mánaðar- launum sínum. En launin hefðu orðið mun hærri, ef hann hefði tekið venjulegan hundraðs- hluta sem þjálfari. Eitt sinn braut Joe reglurn- , ar um að móðga ekki fulltrúa hvíta kynstofnsins. Blackburn bauð Joe með sér á keppnina Max Baer — Jim Braddock. Hann var spurður hvort hann áliti sig nógu góðan til að berj- ast við annanhvorn þessara toppkalla. „Átt þú við að þeir séu beztu hnefaleikamenn heimsins?" spurði Joe. „Ja, það stendur a. m. k. í auglýsingun- um.“ Joe fannst þetta svo snið- ugt, að hann veltist um af hlátri, án þess að hugsa um, að á þann hátt gat hann móðgað hvíta kynstofninn. Tæplega tvítugur — 4. júlí 1934 hóf Joe feril sinn sem heimurinn segirja við hinum logagyíitu BENSONand HEDGES kr.52 hafið þið sagt Já ? 40. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.