Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 28

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 28
en svo, að ég verði ekki þreyttur á því. Og í gegnum kennsluna kynnist maður fólki. Það er mjög ánægjulegt að kynnast því, sérstaklega því yngra, sem er ferskt og með nýjar hug- myndir. Ég varast alltaf að þvinga nokkrum ákveðnum for- múlum upp á nemendur, heldur reyni að fá það bezta fram í hverjum einstaklingi. —• Þú leggur líka fyrir þig að krítisera kollegana á prenti. — Já, ég hef skrifað mynd- listargagnrýni í Vísi frá því um áramót, fékk frí frá því í sumar og byrja líklega ekki aftur fyrr en um næstu áramót vegna anna. En ég tel óæskilegt að myndlistarmenn skrifi hver um annan. Það stafar af skorti á sérmenntuðum listfræðingum eða bara einstaklingum með næga þekkingu og vilja til að gera þetta. Og gagnrýni er auð- vitað nauðsynleg í myndlist eins og öðrum listgreinum. — Hvað kemur til að þú hneigist svo mjög til natúral- ismans? — Ég get nú ekki alveg út- skýrt það, en mér finnst þetta henta mér bezt. Ég held til dæmis að þessi lýriska abstrak- sjón, sem var hér svo einráð um tíma, sé búin að lifa sitt fegursta nema þá hjá þeim beztu. Ég held að nú stefni að aukinni könnun á umhverfinu og mann- eskjunni sjálfri. Þetta er stefna sem er ríkjandi í fleiri list- greinum einmitt um þessar mundir. — Hefurðu orðið fyrir mikl- um áhrifum frá erlendum mál- urum? — Ekki frá einum frekar en öðrum, svo að ég geti gert mér grein fyrir. En ég hef orðið fyr- ir áhrifum frá popplistinni sem hefur gengið yfir nú undanfar- inn áratug. Ég hef notað mér sumt úr henni, og það kemur kannski í ljós, sérstaklega í sambandi við uppsetningu á myndum. En ég get ekki bent á neinn ákveðinn mann í því sam- bandi. Þeir eru sjálfsagt fjöl- margir, og eins og yenjulega, þegar svona umrót verður, lendir megnið af þessu á ösku- haugunum, en topparnir standa alltaf upp úr, eins og margoft hefur sannast. —• Það er svo að sjá að þú hafir einnig orðið fyrir tals- verðum áhrifum frá súrrealist- unum. — Já, það hafa sumir þóst sjá skyldleika við Magritt, og það má vel vera þótt ég finni það ekki sjálfur. — Þú notaðir lengi vel fyrst og fremst daufa og eins og matta liti. Koma þar fram áhrif frá íslenzku landslagi, sem ekki . . . at Geirríðr mun hafa riðit honum . . ." „ . . . börðu þeir Kötlu grjóti í hel . . ." áttunda einkasýning, auk þess sem ég hef verið með á sam- sýningum bæði hér heima og erlendis. — Hver kennara þinna tel- urðu að hafi haft mest áhrif á þig? —• Ég býst við að ég hafi orð- ið fyrir einna mestum áhrifum frá Sigurði, í sambandi við teikningu. Og svo komu til vita- skuld áhrif frá umhverfinu, og því sem maður sá í kringum sig. — Þú sækir mótíf þín aðal- lega út í sveit? — Já. Þegar ég byrjaði að mála fór ég aðeins út í abstrak- sjón, en féll það ekki; var með tilraunir í þá átt í einn vetur eða svo. Síðan hef ég að mestu haldið mér við natúralisma, tekið oft fyrir lítil mótíf, þann- ig að um tíma jaðraði við ljóð- ræna abstraksjón, fyrir svona fjórum—fimm árum. En núna aftur hneigist ég meira til nat- úralisma, nákvæmari natúral- isma. Má kannski segja að eit- hvað votti fyrir poppáhrifum, og jafnvel súrrealisma. Ég byggi myndirnar nokkuð knappt upp, svo að þetta getur komið dálítið einkennilega fyrir stundum. — Þú hefur málað mikið fyr- ir norðan? — Já, ég hef yfirleitt farið norður á hverju sumri og gert krítarmyndir og smáskissur, en núna síðustu þrjú árin hef ég einnig málað þar stærri verk, sérstaklega þó núna í sumar, þar sem ég er búinn að koma mér upp góðri aðstöðu í Haga í Að- aldal, en þar er ég fæddur. Þar er ég með prýðilega vinnustofu, sem ég er búinn að innrétta með rekaviðardrumb sem burðarás í lofti og allskonar skemmtileg- heitum. Þar á ég að geta verið eina þrjá mánuði á hverju sumri, ef fjárhagurinn leyfir. f sumar málaði ég þar í tvo mán- uði. — Og þú ert kennari með- fram? — Já, ég kenni við Mynd- listarskólann í Reykjavík, er búinn að kenna þar síðan 1962, teikningu aðallega. Ég hef ánægju af að kenna, enda gætt þess að taka ekki meiri kennslu 28 VIKAN 40. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.