Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 33
Athugið Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. LITAVER GffflSÁSVEGIZZ-a SMAR: 30280-3ZZ6Z BARN ROSEMARY Framhald af bls. 22. Hún lézt að vísu gleypa þaer, en laumaði þeim þess í stað undir dýnuna. Henni fannst hún verða styrkari og frískari með hverjum degi sem leið. Stattu þig, Andy, ég kem! Hún hafði lært sína lexíu af skiptunum við Hill lækni. í þetta sinn skyldi hún ekki leita til nokkurs, ekki gera sér von- ir um að nokkur tryði henni eða brygði við henni til bjarg- ar. Ekki lögreglan, ekki Joan eða Dunstan-hjónin eða Grace Cardiff, ekki einu sinni Brian. Til þess var Guy of góður leik- ari og Sapirstein of frægur læknir. í sameiningu gæti þeim jafnvel tekizt, að telja Brian trú um að hún þjáðist af ein- hvers konar brjálsemi, sem dauði barnsins væri orsök að. í þetta sinn skyldi hún taka ein til sinna ráða, fara þangað inn, sækja hann og hafa að vopni lengsta og beittasta eld- húshnífinn til að halda brjál- æðingunum þeim arna í skefj- um. Hún var einum leik á und- an þeim. Hún vissi — og þau vissu ekki að hún vissi það — um leynidyr á milli íbúðanna. Keðjan hafði verið fyrir dyr- unum nóttina þá — hún var jafnviss um það og að höndin sem hún horfði á var hönd en ekki fugl eða orrustuskip — og samt sem áður höfðu þau öll komið vaðandi inn. Svo að það hlutu að vera leynidyr. Sögulok í næsta blaði. ÉG VIL SPILfl MEÐ ÖLLUM Framhald af bls. 8. trúi því að hann sé mikill lista- maður, ótrúlega skapandi, ótrú- lega klár, og hann veldur mér vonbrigðum með plötunum sínum. Mér finnst til dæmis ekki eitt einasta gott lag á ,,Ram“. Ein og ein lína, það er allt og sumt. Það er allt of flókið fyrir mig. Mér finnst hann hafa sóað tíma sínum; mér finnst þetta bara. Mér finnst það sorglegt að hann skuli ekki fara í stúdíóin til að gera það sem ég veit að hann getur gert og ég er viss um að hann veit það líka. Hann er orðinn svolítið skrítinn, farinn að gera undarlega hluti. Það er eins og hann vilji ekki viður- kenna að hann getur samið frá- bær lög. Hann vill gera eitt- hvað snúið og flókið rokk sem er enginn vandi fyrir hann. • Ég meina ... Paul er frábær, en hann viðurkennir ekki fall- egu lögin sem hann getur sam- ið. Ég veit ekki almennilega ... það er eins og hann sé farinn að skammast sín fyrir þau, hann er að reyna að skapa sér aðra ímynd. Hann velur þá ímynd sem honum dettur helzt í hug, þú veizt. Mér finnst einfaldlega að hann hafi svikið mig. — Ykkur kemur samt vel saman núna, er það ekki? — Það varð strax betra eftir réttarhöldin (þar sem Bítlarn- ir voru leystir upp). Við hringdum hvor í annan og töl- uðum svolítið saman. Þetta var svolítið skrítið á meðan við stóðum í málaferlunum. Ég var alltaf að hugsa með mér: „Hvers vegna er hann að gera mér þetta?“ en svo varð mér ljóst að hann varð að gera það. Til að fá út það sem hann vill fá út, var þetta eina leiðin. Þess vegna lítillækka ég hann ekki fyrir þetta. — Voru einhver leiðindi á milli ykkar eftir þetta. mál? — Eiginlega ekki. Einu leið- indin voru þau, að þetta var svo bindandi. Þetta varð til þess að við gátum ekkert spil- að á meðan. Þú veizt, lögfræð- ingar á eftir manni alltaf stöð- ugt, daga og nætur, milljón smáatriða sem ég vildi ekkert hafa með að gera, því ég vil bara spila. Samt sem áður urð- um við að ganga í gegnum þetta. Maður verður að standa upp og ganga í gegnum þetta allt saman ef einhver þröngvar manni inn í það og bað var það sem skeði. Við urðum dálítið meinlegir við hvern annan á tímabili en við því var ekkert að gera. Auðvitað var það órétt- látt, en það var ekkert hægt að f?era í því. Allt í einu er allt öfugsnúið í kollinum á manni og maður gerir skrítna hluti. Sem persóna er hann mér ákaf- lega kær, ég get ekki komist hiá því að elska hann, annað væri mér ómögulegt. Hann er mér mjög mikilvægur. — Hittist þið oft? — Nei, hann er alltaf í Skot- landi. Ég sá hann siðast þegar Mick (Jagger) gifti sig. Það var undarleg t.ilfinning, því þá höfðum við ekki hitzt í meira en ár en við vissum báðir að aUt var í lagi. Ég mun aldrei. . . enginn okkar mun nokkurn tíma kfila nokkurn okkar eða neitt slíkt. Við höfðum einfald- lega ekki sézt í heilt ár og þá var þetta undarlegt; halló og allt það. Við urðum að ná al- mennilega saman og gerðum það. Við slítum aldrei samband- inu við Paul. — Hvað um söguna um að John og George hefðu sent þig til Pauls til að biðja hann að bíða með að senda frá sér „Mc- Cartneysvo hún kæmi ekki út um leið og „Let It Be“ og eyðileggði fyrir sölunni á þeirri plötu? — Þeir sendu mig alls ekki, það er misskilningur. Bréfin voru tilbúin. Þeir, sem forstjór- ar fyrirtækisins — við erum allir forstjprar einhvers fyrir- tækis — skrifuðu honum bréf um þetta og mér fannst ekki réttlátt að einhver skrifstofu- drengur færi með það til hans, svo ég bauðst til þess. Ég var að tala við þá á skrifstofunni í símanum og þá fóru þeir að segja mér um þetta allt saman og ég sagði: „Sendið mér það, ég skal fara með það. „Ég gat ekki hræðst hann þá. En hann varð reiður vegna þess að við vorum’að biðja hann að bíða með plötuna og platan var hon- um mjög mikils virði.' Eftir að ég var farinn frá honum — jæja, þetta hefur allt komið fram áður, í réttinum. Hann skipaði mér að koma mér út. Hann varð vitlaus, hann varð alveg stjörnuvitlaus. Mér fannst það allavega. Ég varð ægilega niðurdreginn, því ég gat ekki trúað að þetta væri að koma fyrir mig. Ég kom bara með bréfið og sagði honúm að ég væri sammála hverju orði í því, vegna þess að þá reyndum við að starfa saman eins og fyr- irtæki en ekki eins og einstak- lingur. Ég sendi mína plötu frá mér hálfum mánuði áður og jafnvel þótt það geri það að verkum að ég virðist góði strákurinn, er það ekki rétt, því ég varð að senda mína plðtu frá mér áður en Paul sendi sina á markaðinn. Að öðrum kosti hefði hún kafnað í fæðingunni. —. Það er þá ekki satt að hann hafi ráðizt a þig? — Nei, hann bara æpti og benti á mig. Það er fyndið núna. Allt verður fyndið tveimur ár- um síðar, en ég er næmur fyrir svona hlutum. Það hefur mikil áhrif á mig og í mínum augum 40. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.