Vikan


Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 07.10.1971, Blaðsíða 4
Þórir Baldursson leíkur vinsæl íslenzk lög á HAMMOND - ORGEL Átta lagasyrpur, 27 lög: Blítt og létt — Selja litla — Viltu me8 mér vaka í nótt — Söngur jólasveinanna — Bláu augun þín — Hún var svo sæt — Þú og ég — Ship-o-hoj — Vertu sæl mey — Þórður sjóari — Ljósbrá — Sveitin milli sanda — Ást í meinum — Gvendur á eyrinni — Laus og liðugur — Fyrsti kossinn — Brúna- Ijósin brúnu — Mikið var gaman að því — Játning — Við bjóðum góða nótt — Sjómannavalsinn — Síldarvalsinn — Síldarstúlkan — Landleguvalsinn — Ágústnótt — Við eigum samleið — Bjartar vonir vakna. Sérstaklega vönduð stereo hljóðritun Þetta er hljómplata fyrir fólk á öllum aldri. Þetta er sérstaklega heppileg gjöf fyrir Islendinga og íslandsvini erlendis SG-HUÖMPLÖTUR P0STURINN Hressingarskálinn aftur á dagskrá Kæri Pósturl Ég get ekki orða bundizt og tek undir með bréfi Valda, sem skrifar um Hressingarskálann. Ég er utan af landi og þurfti því oft að borða á matsölustað og lá því beinast við að fara þangað inn, því þetta er stærsti mat- sölustaðurinn í miðbænum. Eins og við vitum öll, þá eru þarna upp á hvern einasta dag túristar að skoða landið. En þessi stað- ur er örugglega sá lélegasti sem til er hér í höfuðborginni. Geng- ilbeinurnar (eins og Valdi kallar þær) eru mjög dónalegar og af- skiptasamar og hefur það geng- ið svo langt. að ein fann að við mig — á mjög dónalegan hátt — er ég fékk mér kartöflur af diski unnusta míns. Einnig ætti almenningssími að vera þarna afdráttarlaust en er varla við því að búast þegar salernið er svo skítugt, og dónalegt krot upp um alla veggi, með brotnum speglum á báðar hliðar, eða svona var þetta nú fyrst þegar ég kom þangað inn. En svo einu sinni, er ég átti leið þarna um, var allt lokað og læst á W.C., og verið að bora og berja. — Jæja, hugsaði ég, — nú á að fara að gera flnt á Hressó. En viti menn, næst þegar ég þarf á W.C., fer ég þangað inn, en mikil voru vonbrigði mín, því að þó komnir væru nýir speglar, vaskar, flísar upp um alla veggi og allt eins og á að vera á mat- sölustað, þá voru engar W.C.- rúllur á básunum, ekkert Ijós þar inni og úti I einu horni stóð ruslafata, svo yfirfull af græn- um handþurrkum, að út úr flæddi og var pappírinn út um allt gólf, og auðvitað ekkert til að þurrka sér á, nema ef maður vildi tína upp notað blað af gólfinu. Eflaust hafa allir sem inn á Hressó koma hlustað á gengil- beinurnar taka á móti pöntun- um af ferðafólki, sem ekki talar íslenzku og hefur oft komið vandræðasvipur á fólkið er það uppgötvar, sér til mikillar skelf- ingar, að stúlkan kann ekki ann- að en íslenzku. Ekki þarf nú mikinn lærdóm að læra að bera fram á ensku það helzta sem til er, t. d. „Thank you" og „Here you are". Þessar setningar ættu þær að læra að bera fram á íslenzku. Ekki ganga bara að borðinu og standa þar og glápa á mann. Ef maður er nú niðursokkinn í eitthvað, þá heyrir maður sagt: „Hvað vilt þú?" Þakka birtinguna. Þóra Sveinsdóttir. Hróp úr biðstofu ástariiinár Kæri Póstur! Ég þakka fyrst innilega fyrir þá unaðslegu birtu sem Pósturinn veitir inn í lif mitt með öllum þeim lesendabréfum, því fátt er frokostulegra en að lesa alvöru- þrungin bréf varðandi örvar Amors; þ. e. hvort hann eða hún eigi að hætta við hann eða hana vegna einhvers annars/ annarrar, sem hún/hann er hrifnari af. Hann/hún hefur tek- ið eftir því að hann/hún er allt- af að glápa á sig og svo ert þú spurður hvort það geti VIRKI- LEGA verið, að þessi sæti strák- ur eða sæta stelpa, sem alltaf er að glápa, sé HRIFIN af henni eða honum og þar fram eftir strætum. Hræðilega flókið! Mér fannst mjög gaman að lesa þessi bréf og furðaði mig blátt áfram á því að fólk skyldi skrifa Póstin- um um svo persónuleg vanda- mál, sem það svo sannarlega ætti að leysa sjálft. En nú sit ég sjálfur í sömu súp- unni. Ég er dauðástfanginn upp fyrir haus og þegar maður er í þess háttar ástandi þykist maður enga raunverulega lausn hafa á málinu og leitar því eftir að- stoð annarra og sér reyndari manna eða kvenna. í mínu til- viki ert þú, ágæti Póstur, sá eini sem ég get leitað til, og þar sem komið hefur fyrir að þú hefur gefið skynsamleg svör við óskynsamlegum spurningum, þá áræddi ég að skrifa þér um sáluhjálparatriði mitt. Vöxtur málsins er sá, að ég er 17 ára piltungur og er vægast sagt mjög ástfanginn af 19 ára gamalli stúlku, sem ég kynntist fyrir nokkrum vikum. Um leið og ég sá hana og talaði við hana, sá ég að þarna stóð Ijós- lifandi dís drauma minna. Ég hef oft verið smáskotinn en 4 VIKAN 40. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.