Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 6
MIG DREYMDI í FULLRIALVÖRU RAUÐAR ROSIR Kæri draumráðandi! Ég hef skrifað áður og ef til vill er þetta ósköp vitlaus draumur eins og þá, en sá fyrri var ekki ráðinn. Svona er þá draumurinn: Mér fannst sem ég væri á þjóðveginum hérna og var veg- urinn ósléttari en hann er venjulega. „S“ systir mín var með mér. Beggja vegna vegarins fannst mér vera kartöflu- gras, en kartöflugarðurinn er þarna skammt frá. Nú voru grösin hins vegar alveg upp að vegarbrún. Voru þau ekki fullvaxin, en græn og falleg, litu vel út. Mér fannst ég taka tvo tréstampa og bað systur mína að taka annan og voru þeir eins og hálfir af mold. Tók ég þá blómapott og sagði við systur mína: „Ég henti þessu hérna í haust, en sjáðu: þetta hefur ekki verið ónýtt.“ Þá voru rauðar rósir, heldur lágvaxnar, í pottinum og voru þær reglulega fallegar en ég man ekki eftir neinum grænum blöðum með þeim, svo ég tók annan pott og voru einnig rauð blóm í honum. Voru þetta allt dökkrauð blóm. Svo gengum við af stað og ég með blómapottana og fleira í stampnum, en það sem ég man var laukur er ég hafði einnig hent um haustið — að mér fannst. Úr báðum endum hans uxu blöð. Sem við gengum þarna sá ég túlípana á milli kartöflu- grasanna og sagði ég þá: „Sjáðu hvað ég á fallega túlípana líka.“ Voru þeir rauðir og hvítir, en laukurinn sem ég var með í balanum var með líkum blöðum. Við settum balana niður og beit ég þá blöðin sem voru styttri á lauknum af, svo ég gæti sett hann í mold. Systir mín var búin að missa alla moldina úr sínum bala, en hjá mér hafði hún ekki haggazt. Fór ég að athuga hvað ég sé með fleira. Þá er þar rauð flauelskápa af systur minni, sem hún segist aldrei fara í. Sagði ég þá: „Hún er svo síð, að hægt er að búa til úr henni vesti. Ég skal hjálpa þér við það.“ Sá ég þá að ég var með stórar, rauðar rósir, afskornar, og minntist ég á, hve dásamlegur ilmur væri af þeim. Bar ég eina upp að vitum mér, en þær voru, að ég held, 4 eða 5 á löngum stöngli og var ég alveg hissa, að ekkert skyldi sjá á þeim eftir allt hnjaskið. Meira man ég ekki, en ég vonast til að fá drauminn ráðinn. Guðrún. Sennilega mun verða breyting á högum þínum fyrr en þig grunar og verður það ekki átakalaust. Þó boðar þessi draumur þér hagsæld og heppni, en ekki er útilokað að bústaðaskipti eigi sér stað hjá þér. En ykkur systrunum á líklega eftir að lenda saman innan skamms, en það verður smávægilegt og samkvæmt öllum sólarmerkjum hefur hún þig fyrir rangri sök — eða þá að hún fellst ekki á þína skoðun, sem í þessu tilfelli verður sú rétta. VÍSA VIKUNNAR Þó að bindi vetrar vá vorsins myndun tregu, sunnan vindar sögðu frá sumri yndislegu. R. G. BARÁTTAN VIÐ EITURLYFJASMYGLARA Þá er eiturlyfjavandamálið enn komið á dagskrá og það af ærnu tilefni: Komizt hefur upp um um- fangsmikið smygl á liassi og LSD og er rannsókn málsins í fullum gangi, þegar þetta er ritað. Magnið, sem smygla átti inn í landið í þetta sinn, virðist hafa komið mörgum á óvart, enda bendir það til mikillar útbreiðslu eiturlyfja hér á landi. Þeir sem eitthvað hafa kynnt sér málið, gátu þó séð fyrir, að eiturlyfin hlytu að berast hingað til lands fyrr eða síðar. Okkur var vel kunnugt um vandamálið hjá nágrannaþjóðum okkar — áður en það var að nokkru marki komið hingað til lands. Á þeim tíma var unnt að gera ýmsar ráðstafanir, en því miður héldu menn að sér höndum, ypptu öxlum og töldu sér trú um, að eiturlyfin yrðu al- drei vandamál hér eins og í öðrum löndum. Það er löngu ljóst, að alþjóðlegir glæpahringir með margra ára reynslu í smygli og eiturlyfj asölu annast sölu og útbreiðslu á hassi á nýjum mörkuð- um í Bandaríkjunum, Kanada og Vestur-Evrópu. Ekkert skal fullyrt um það, hvort slík starfsemi hefur teygt anga sína hingað til lands, en hættan er vissulega fyrir hendi. Yfirmaður heilbrigðiseftirlitsins í Noregi, Karl Evang, var formaður nefndar, sem rannsakaði eit- urlyfjamál á vegum Sameinuðu þjóðanna. í bók, sem hann hefur skrifað, segir meðal annars, að þegar maður kynnist hinni miklu þekkingu eitur- smyglaranna á eðli og viðbrögðum ungmenna, verði maður hvort tveggja í senn undrandi og óttasleg- inn. Ef útbreiða skal hass meðal stúdenta, þá er sölumaðurinn valinn úr þeirra hópi. Sé um jazz- leikara að ræða, er hljómlistarmaður eða menn valdir til sölunnar. Á sama hátt er unnið, þegar um aðrar stéttir er að ræða. Allt fer þetta fram með nokkrum dýrðarljóma. Gildir það jafnt um hinn kæna sölumann sem hið trúgjarna fórnardýr. Ungu kaupendurnir eru ginntir af áróðri sölu- mannanna. sem er á þá leið, að hass sé ekki hættu- legt og engin hætta á því, að menn venjist á notk- un þess og verði háðir því. „Allar þessar fullyrðingar, sem settar eru fram á mismunandi hátt af eiturlyfj asölum, hafa ekki við rök að styðjast samkvæmt vísindalegum athugun- um,“ segir Evang. „Marijúana og hass myndu eyði- leggja allt samlíf og leggja atvinnuvegi Norður- landanna í í-úst, ef þessi eiturlyf væru notuð í sama mæli og tóbak og vín í þessum löndurn." Yfirlýsing eins og þessi frá manni, sem hefur kynnt sér málið rækilega, er ofurlítil vísbending um, hversu alvarlegt vandamál er hér við að glíma. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.