Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 33

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 33
— Já, það hef ég, svaraði hann, alveg grandalaus. — Sem stendur vinnum við að stóru fjársvikamáli, sem snýst um milljónir. — En eru ekki morðmálin áhugaverðust? spurði ég. Ro- bert lyfti brúnum, rétt svo að ég sá það. — Við höfum nú ekkert slíkt haft lengi. Hans tók að ókyrr- ast. — Vitanlega, sagði ég með minni blíðustu rödd. — Síðasta stóra morðmálið ykkar var fyr- ir um það bil sjö árum. Hans sletti ofurlitlu úr glas- inu og Robert rétti úr sér. — Ég ... ég man það ekki almennilega, stamaði Hans. Konurnar sátu eins og stein- gerðar. Ég vorkenndi Evu, af því að ég kunni svo vel við hana. Eric sat þarna með gal- opinn munninn, og kertaljósið glitraði á gullinu í tönnunum í honum. Mér var vel skemmt við þetta. — Nú jæja, ertu þá svona minnissljór? Ég skal hjálpa þér ofurlítið. Þú varst nú rétt að byrja þá, og nafnið þitt kom hvergi fram, en rannsóknin þín hlýtur að hafa verið afskaplega gagnleg fyrir skjólstæðinginn þinn. Þú varst iðinn ungur maður, Hans. Sannast að segja var þarna þitt gullna tækifæri. Það var leiðinlegt, að þú skyld- ir ekki vinna málið, finnst þér ekki? Mikið hefði mér þótt gaman að eiga frægan mág! Það var skömm, hvernig þetta fór! í þögninni, sem nú varð, lyfti ég glasinu mínu. — Jæja, svona gæti það enn farið. En hvað sem öðru líður gaztu gefið Robert nákvæmar upplýsingar, var það ekki? Og hvað er fegurra en sönn bróð- urást? Við skulum skála fyrir velgengni þinni í framtíðinni! Ég tæmdi glasið mitt. Robert stóð upp, gekk kringum borðið og lagði höndina á öxlina á mér í aðvörunarskyni. — Þetta er nóg, Vera. Ég hló. — Já, engillinn minn. Kvarn- ir guðs mala hægt, en þær mala sérlega smátt. Gamla konan reis úr sæti sinu. Rósirnar í kinnum henn- ar höfðu dökknað. Köldu aug- un skinu eins og klakamolar og drógu ofurlítið úr sigri mínum, en þó ekki nema lítið. Helga hvíslaði, að hún yrði að koma krökkunum í rúmið, og safnaði síðan saman hræddu afkvæmi sínu. Eva afsakaði sig, og sagð- ist ekki vera vel hress. Svo hurfu þau öll. Við gátum heyrt einhvern krakkann væla, uppi í stiganum: — Hver framdi morð, mamma? Æ, segðu okkur hver gerði það. Ég sagði: — Þetta dugar ekki fyrir fjölskyldu, sem er að skemmta sér. Eigum við að fá okkur siag af bridge? Ég spilaði með Eric hinum gildvaxna, móti Robert og Hans og við unnum þrjár rúbertur. Að því er ég bezt gat munað. vann ég hvert einasta spil. Þetta var afskaplega velheppn- að kvöld og njósnaskrifstofan hafði unnið vel fyrir þóknun- inni sinni. Ég bjóst við, að Robert hellti sér yfir mig, þegar við værum orðin ein í svefnherberginu, en hann minntist aldrei orði á það, sem gerzt hafði, og jóladagur- inn leið slysalaust. Við buðum krökkum einhverra starfs- bræðra Roberts og leigðum galdramann, sem hélt ágæta sýningu. Kvöldið varð fremur leiðinlegt, en því lauk þó loks- ins. Þegar gestir okkar fóru, daginn eftir, gat ég ekki stillt mig um að segja við Hans: — Taktu það ekki illa upp, kæri mágur, en ef ég frem ein- hverntíma morð, verður þú að verja mig. — Já, já, Vera frænka, morð! æptu krakkarnir. Húrra, morð! Bang! Bang! Bang! Svo hopp- uðu þau kringum bílinn. Þau horfa óþarflega mikið á sjón- varpið, hugsaði ég. Svo óku gestirnir burt og við Robert vorum ein eftir. Við gengum inn í húsið og ég fór að leika mér við hundana. Robert stikaði um gólfið, álút- ur, en þykka teppið dró úr skó- hljóði hans. Það var farið að dimma úti. Bjarminn af sígandi sól skein á gluggakistuna og á tíglagólfið, og lýsti upp kopar- inn í arninum. Stóra klukkan tifaði letilega — óþolandi hægt. Loksins sagði Robert: — Til hvers varstu að verða þér til skammar, Vera? — Ég hef gaman af því. — Hvernig komstu að því? — Ég hef aldrei spurt þig, hvar þú heyrir þér allan þinn fróðleik. — Nei, það hefurðu aldrei gert, sagði hann þreytulega og bætti síðan nokkrum kubbum á eldinn. Þetta var alveg csjálf- ráð hreyfing hjá honum, en eitthvað svo vesældarleg. Hann er einmana, hugsaði ég. Guð minn góður. Hann er einmana. — Robert? — Já, elskan. — Fyrirgefðu mér. — Það er ekkert að fyrir- gefa. Ég hefði gjarna viljað hlífa þér. Það er ekki nema satt að Hans sagði mér frá því. Ég verð að þekkja alla þessa at- vikakeðju þína, áður en ég get slitið hana. — Og nú þekkirðu hana alla, eða hvað? — Nei, nei, þarna hlýtur að vera eitthvað fleira. Mér hefur sést yfir eitthvað. Eitthvað vantar inn í, og ég leita og leita. Hann kraup á kné íyrir fram- an mig og lagði höfuðið í kjöltu mína. Ég strauk úfna hárið á honum, sem liðast ofurlítið neðst á hnakkanum. — Við skulum nú byrja á byrjuninni, Vera min. Djaga stakk trýninu í mig og umlaði eitthvað af afbrýðis- semi, því að hann elskar mig takmarkalaust. Hann spyr engra spurninga, og er ekkert annað en óeigingjörn ástin og hollustan. — Segðu mér... Það þýddi ekkert að þrjósk- ast. Hægt, hikandi og reiðilega fór ég að tala. Varnarhjúpurinn minn var kominn í tætlur. — Ég var fimmtán ára þeg- ar mamma giftist Timo. Þá var Framliáld á bls. 39. Framhaldssaga eftir Adrienne Mans Fjórði hluti Gamla konan reis úr sæti sínu. Rósirnar í kinnum hennar höfðu dökknað. Köld augun skinu eins og klakamloar og drógu ofurlítió úr sigri mínum, en þó ekki nema lítið. Helga hvíslaði að hún yrði að koma krökkunum í rúmið... 22. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.