Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 20

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 20
Framhaldssaga eftir Constance Heaven 2. hluti Hún sagði ekkert, horfði aðeins á mig. Það var eins og hún hefði afklætt mig og síðan fleygt mér til hliðar... Þrjár manneskjur biðu mín, þegar ég kom niður í matsal- inn, en ég sá aðeins eina, — greifafrúna. Natasja leit út fyrir að vera aðeins eldri en ég og hún var ákaflega fögur. Gljáandi svart hárið liðaðist í mjúkum lokk- um um grannleitt andlitið. Hún var mjög fölleit, stór og dökk augun sýndu engan áhuga á umhverfinu og það var óánægjusvipur um fagurlagað- an munninn. Hún var lítil vexti og grönn, fjólublár flau- elskjóllinn einfaldur í sniði en auðsjáanlega mjög dýr. Um hálsinn hafði hún margfalda perlukeðju, sem var læst með demantalás. — Aha, þarna er hún kom- in, sagði greifinn og benti mér vingjarnlega að koma nær. — Natasja. vina mín, leyfðu mér að kynna ungfrú Weston fyrir þér. Þessi elskulega unga stúlka er komin alla leði frá Englandi til að stytta þér stundirnar, sem þú kvartar svo oft yfir að séu lengi að líða. Það var eins og hann væri að tala við litla skólastúlku, en ekki við þessa fegurðardís, sem stóð við hlið hans. Hún leit á mig, dökkum augum, og það var eins og hún mældi mig út, gráa einfalda kjólinn minn og flauelsbandið, sem ég hafði bundið um hárið. Mér fannst eins og hún hefði afklætt mig og fleygt mér síðan til hliðar. — Gott kvöld, madame, sagði ég. Hún sneri í mig baki. — Hvað er orðið af öllu fólkinu? sagði hún. — Eigum við að bíða í allt kvöld eftir matnum? Greifinn leiddi mig hæversk- lega að stólnum, eins og hann vildi breiða yfir ónot konu sinnar. Þjónninn bar strax fram reykt svínakjöt og síld í súrum rjóma. Jean Renard sat á móti mér, glæsilega búinn í svörtum kjól- fötum. Hann sagði fátt, Natasja var jafn fámálug, en greifinn talaði eins og hann tæki ekki eftir því hve þögul þau voru. Þegar við vorum búin að borða fiskrétt og steiktan kjúkling og komin að ábætin- um, spurði hann hvort mér þætti gaman að hestum. — Ó, já, sagði ég innilega glöð. —- Ég hef alltaf verið hrifin af hestum og er eigin- lega uppalin á hestbaki. .- Við eigum mjög góða reiðhesta hér, en þeir eru að hlaupa í spik, vegna þess hve lítið þeir eru notaðir. Heyr- irðu þetta, Natasja, þá getur þú fengið félagsskap á reið- túrum þínum. Greifafrúin leit upp og horfði á mig að því að mér fannst hatursfullu augnaráði. — Ég kýs að vera ein á reið- túrum mínum, Dmitri. —• Ég veit það, sagði hann, — en þú veizt líka hve hrædd- ur ég er, þegar þú ert ein, hræddur um að þú kunnir að verða fyrir slysi. Þú ert alltof frökk, Natasja. Jæja, mademoi- selle, kannski við getum feng- ið Paul litla til að fara með yður. Hann er orðinn svo und- arlega hræddur við hesta. — Það er ekki undarlegt, tók greifafrúin fram í fyrir honum með reiðilegri rödd. — Þú veizt mætavel hvers vegna hann er hræddur. — Vitleysa, vina mín, þú veizt líka jafnvel og ég að þetta var óhapp. — Það var það ekki. Það var tilraun til að myrða hann. Barnið var alveg skelfingu lostið. — Natasja, þú ættir ekki að segja þetta. Greifinn leit á mig, eins og afsakandi. — Sann- leikurinn er að bróðir minn keypti smáhest handa drengn- um, í afmælisgjöf í fyrra. Þeir fóru svo að reyna hestinn. Paul datt af baki og meiddist svo mikið að hann var rúmfastur í hálft ár á eftir. Konan mín varð auðvitað mjög hrædd. — Það er vel skiljanlegt að Paul hafi þá orðið hræddur við hesta, sagði ég og reyndi að láta sem ég yrði ekki vör við spennuna í andrúmsloftinu. — Með yðar hjálp skal ég reyna að hjálpa honum yfir þetta . . . — Paul er sonur þinn og þú gerir auðvitað það sem þú vilt. sagði greifafrúin og sneri sér að honum. -—• Ég myndi ekki trúa fyrstu beztu manneskju sem kemur hingað fyrir syni mínum, eina barninu mínu. Það er nógu slæmt að Andrei skuli koma hingað eftir sem áður, eins og ekkert hafi gerzt. — Natasja, mundu eftir því að hann er bróðir minn. Greif- inn rétti út höndina og ætlaði að grípa um hönd hennar, en hún stóð hranalega upp. —■ Ég veit að það skiptir þig ekki máli hvað ég hugsa. Þú hefur aldrei hlustað á mig. En að láta þessa . . . þessa mann- eskju koma hingað, án þess að tala um það við mig fyrst, það finnst mér einum of mikið. Njósnara, sem á að vaka yfir hverju mínu skrefi. Ég læt ekki bjóða mér það. — Yður skjátlast, madame, ég er viss um að maður yðar hefur ekki gert það í slíkum tilgangi. sagði Jean Renard rólegur. — Bíðið þangað til einhver yrðir á yður, sagði hún kulda- lega. — Þér getið haldið yður að kassabókunum og skiptið yður ekki af því sem yður kemur ekki við. Hún fleygði munnþurrkunni frá sér og gekk út úr stofunni. Ég hafði ekki augun af borð- dúknum. Það var nokkuð strembið að sitja þegjandi og láta kalla sig njósnara og ég stóð upp eins fljótt og ég gat og flúði upp á herbergið mitt. Þar fann ég bréf frá móður minni, sem hafði beðið mín þar í nokkra daga. Ég komst í betra skap við að lesa bréfið og þegar ég lagðist til svefns, var ég staðráðin í því að láta ekki geðvonzku greifafrúarinn- ar hafa áhrif á mig. Vorið í Rússlandi' kemur snögglega. Annan daginn blæs 20 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.