Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 32
7. Um þessar mundir var ég ó - venjumikið á stjái. Jörðin var gaddfreðin svo að ekki kom til mála að fara neitt á hestbak. Karl liðkaði hrossin það sem þau þurftu. Ég ók til Hamborg- ar einu sinni eða tvisvar og leitaði uppi njósnaskrifstofu. Ég hafði haft vandlega auga með póstinum, en enda þótt engin nafnlaus bréf kæmu, lét vit- undin um þau mig ekki í friði. Ég bað skrifstofuna að grennsl- ast eftir tilteknum atriðum fyr- ir mig, en gætti þess að vera varkár í orðum og sagði aðeins, að mig langaði að ná sambandi við tilteknar persónur, sem ég hefði misst sjónar af fyrir mörgum árum, og vildi nú biðja skrifstofuna að finna fyrir mig nöfn þeirra, bæði skírnarnöfn og ættarnöfn, svo og heimilis- íöng, nánustu ættingja þeirra og vina, einnig fyrrverandi bjónustufólks og svo framvegis. Ég er viss um, að manninum þótti eitthvað búa undir þessu — hann leit fast á mig, og mér leizt ekki á hann. En það var ekkert að marka — verzlun er verzlun. Hann kvað þetta mundu taka talsverðan tíma, en ég sagði honum, að ég mundi hringja til hans á vissum fresti, og þá gæti hann sagt mér, hvernig gengi. En ég lagði áherzlu á, að hann mætti undir engnm kringumstæðum snúa sér t.il mín að fyrra bragði, og loks bætti ég við einu skilyrði sem gerði hann órólegan: Ég skyldi gera upp við hann á til- teknum degi og bæta þá við aukaþóknun fyrir fljótan og góðan árangur. A næstu vikum hringdi ég til hans öðru hverju, til að leita frétta. Ég fékk að heyra, að þetta mjakaðist nokkuð, en kvenfólkið væri erfiðast viður- eignar, vegna þess, að það breytti svo oft nöfnum sínum. Það skildi ég vel. Skráin yfir karlmannanöfnin var fljótsam- in, og ég fór til að ná í hana. Hún var löng, og að því er ég bezt gat séð, sæmilega ítarleg. Þegar heim kom lokaði ég mig inni í stofunni minni og athug- aði hana. Flest nöfnin virtust mér ómerkileg, en eitt þeirra fékk mig til að roðna. Þetta hefði mér aldrei getað dottið í hug — það var alveg furðuleg uppgötvun! Líklega var það nú í engu sambandi við fyrirætl- anir mínar, en ég varð að rekja sporið, engu að síður. Ég merkti við tvö önnur nöfn og faldi svo skrána í leynihólfi í skrifborð-' inu mínu. Robert vissi ekkert um þetta hólf, en til enn frek- ara öryggis, lét ég setja á það þjófalæsingu og skildi lykilinn aldrei við mig. Ég sagði Robert, að á jólunum langaði mig til að bjóða heim, ekki einungis móð- ur hans, heldur og bróður hans og systur. Hann varð bæði hissa og feginn. Ekki gat ég nú verið viss um, hvort hann langaði raunverulega til að hitta þau, eða hvort hann kannski hélt, að þessi löngun mín að hit.ta fólk, væri góðs viti. Við settum upp heljarstórt iólat.ré í setustofuna, létum taka til í gestaherbergjunum og keyptum gjafir. Ég var spennt, þvi að enda þótt ég hefði engan sérstakan tilgang með þessu, lofaði ég sjálfri mér, að nú skyldi eitthvað skemmtilegt gerast. Djarfar hugdettur stungu mig í höfuðið, eins og nálar, ég var öll á lofti og kaf- rjóð í kinnum. Robert lagði höndina á ennið á mér. — Hvernig líður þér, krakki? — Ágætlega, sagði ég og í þetta sinn var ég engu að ljúga. Móðir Roberts kom tveim dögum fyrir jól, velbúin og dömuleg útlits. Hún var með rauðan lit í kinnum og á mjó- um öxlunum var herðaslag úr minkaskinni, sem ég hafði gef- ið henni, árinu áður. Hún taldi nauðsynlegt að gefa mér þurr- an koss. Þetta var heldur hlé- drægt hjá okkur báðum og eft- ir svipnum á Robert að dæma, ekki sérlega sannfærandi. Systkini Roberts komu ásamt íjölskyldum sínum, á aðfanga- nagskvöld. Helga, systir Ro- berts var blóðlaus kona og aug- un Ijósleit og gleðisnauð. Hún kom með þrjá andstyggðar krakkaorma, sem byrjuðu strax að hrekkja hundana. Eric, mað- urinn hennar, málflutnings- maður með mikið af gulli i tönnunum, talaði ekki um ann- að en afsöl og samninga og reykti digra vind'a. Hann skoð- aði veggteooin mín, gömlu mál- verkin. siikiteopin og aðra dýr- grioi með auga kunnáttumanns- ins og vitnaði í UDDboð, sem hann hafði tekið þátt í, em- bættislega. Ég ákvað að bjóða honum aldrei aftur. En sá, sem vakti eftirtekt mína var Hans, yngri bróðir Roberts og lögfræðingur. Með- an litla konan hans, Eva skraf- aði í ákafa, virtist hann vera að gefa Robert auga og Robert honum. Ég leit aldrei af honum eitt augnablik. Við sýndum gestunum allt húsið og þeir hrósuðu því auðvitað. Ég hafði ætlað Hans og Evu herbergið þar sem myndin af mömmu var. Robert var eitthvað tregur á þetta, en hvað gat hann eig- inlega sagt? — Kanntu vel við herbergið þitt, Hans? spurði ég og þegar honum varð litið á myndina af mömmu, þóttist ég viss. Við gjafaúthlutunina síðdeg- is, var allt í háalofti. Bibi og Djaga, fjárhundurinn, geltu að trénu, krakkarnir átu sér til óbóta af sælgæti og voru á sí- felldum þeytingi, æpandi, um allar stofurnar. Hávaðinn ætl- aði alveg að æra mig. Ég var fjörug við kvöldverð- inn — sleppti mér alveg. Ég daðraði við Hans, var altileg við tengdamömmu og góð við krakkana, sem rifu sundur blómin á borðinu og ötuðu borðdúkinn út í sósu. Ég lét meira að segja langa sögu mál- færs'umannsins um flókna ’agaglímu leika um mig, án þess að hreyfa andmælum. En svo ákvað ég, að nú væri mín stund upp runnin. — Þú hlýtur, sem glæpalög- fræðingur, að hafa mörg áhuga- vekjandi mál til meðferðar, sagði ég og sneri mér að Hans með uppörvandi brosi. I húmi nœturinnar 32 VIKAN 22. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.