Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 12
SKIPSTJÓRINN Á SMÁSAGA EFTIR KNUT HAMSUN ' er slitin og bætt, Reiersen skip- stjóri má muna sinn fífil fegri; en á innsiglingunni er hann að- míráll á dreka sínum og skipar fyrir með þrumuraust. —• Akkerið út! skipar aðmír- állinn. Og akkerið fellur. Skarkalinn af akkerisfestinni glymur i kapp við raust sævík- ingsins. En tímarnir hafa breytzt. Póstskipin eru farin að reka við í kauptúninu, og fólk- ið metur nú ekki lengur gaml- ar og æruverðar fiskduggur að neinu. Þegar krakkarnar, sem voru að leika sér inni við nauts- in, heyrði að akkerið féll, litu þau sem snöggvast út á voginn, og héldu svo áfram leik sínum, alveg eins og þau hefðu sagt hvort, við annað, að það væri bara hann Reiersen með dugg- una sína. Þegar önnum dagsins var lokið, dugginni lagt og háset- arnir gengnir til náða, sat skip- stjórinn einn á þiljum og horfði út á voginn. Nóttin var björt og hlý, sólin brá gullnum glampa á vatnið. Hann þekkti hvert sker og átti sér endurminning- ar um þau öll; þegar til kast- anna kom hafði hann átt sína glöðustu æskudaga hérna, þessa þrjá sumarmánuði á hverju ári, er hann lá hér og þurrkaði fisk. Hér var hann mestur virðinga- maður, það sem hann vildi varð fram að ganga, ekkert var hon- um ófært. Hann fór til kirkju á sunnudögum til þess að sýna sig og sjá aðra, og ævinlega^var heill hópur af stúlkum í fylgd með honum á heimleiðinni. Þegar sjóara-æskan efndi til I. Það skríður inn voginn göm- ul, tjörumáluð saltfisksdugga með ofurlitla gaflkænu í togi. Duggan heitir „Suðurstjarnan", og skipstjórinn heitir Reiersen. Þau eru gamalkunn í Voginum bæði duggan og skipstjórinn, þau hafa verið hér áður árum saman og þurrkað fisk, saltfisk handa Spánverjanum, bacalaos. Það var enga mannaferð að sjá um holtin þarna í kring, bara innst inni í voginum, þar sem naustin stóðu, voru nokkur smábörn að leik. Öðru vísi var það hér áður, fyrir hér um bil tuttugu árum, þegar „Suður- stjarnan" varpaði akkerum i fyrsta skipti hérna fram undan stakkstæðunum; þá stóð gláp- andi kvenfólk og börn á hverju leiti, og einn sjóarinn af öðrúm reri út að „Suðurstjörnunni“ til þess að bjóða hana velkomna og spyrja tíðinda. Þeir eru fjórir á þiljum, en Reiersen stendur sjálfur við stýrið, það gerir hann ævinlega þegar eitthvað er um að vera. Eins og í gamla daga stýrir hann litlu fiskduggunni sinni með hátíðlegri alvöru, rétt eins og hún væri stóreflis eimskip. Hann er grár á hár og skegg, en sú var tiðin, að bæði og skeggið var svart, og það eru um tuttugu ár síðan, á fyrstu ferðum hans í Salten, meðan hann var ungur. Treyjan hans

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.