Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 39

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 39
Sc&Lcjœtiócjer&in. *>A M Einkaumboð á Islandi fyrir BLUE BIRD vS c&icjGeti Melavöllum v/Rauðagerði MSlmar: 33560 & 33562 Pósthólf 838, Reykjavík HARRY VINCENT LIMITED HUNNINGTON HALESOWEN WORCESTERSHIRE • ENGLAND legur að ég fór að titra. Á næsta augnabliki þrýsti hann mér að sér og kyssti mig innilega. öðruvísi en ég hafði áður ver- ið kysst. Þetta var dásamlegt og ógnvekjandi um leið. Svo heyrðist hávær trumbuhljóm- ur og hann sleppti mér. — Þetta er marsúrki, sagði hann, — einhvern tíma skal ég kenna yður að dansa hann, en nú verð ég að fara. Hann stökk niður þrepin og hvarf í myrkrið. Það var eins og draumur, eins og hann hefði alls ekki verið þarna. Ég reyndi að jafna mig, andaði djúpt og gekk inn í danssalinn. Natasja var í hvítum silki- kjól með smaragða um háls- inn og í eyrunum. Hún stóð hjá greifanum, Jean Renard og nokkrum vinum þeirra. Greif- inn hafði lyft höndinni, til að gefa merki um að drekka af- mælisskálina, en þá heyrðust raddir frammi í salnum. Allir sneru sér við og inn um dyrn- ar kom maðurinn, sem nýlega hafði dansað við mig á svöl- unum. Við aðra hönd hans gekk Vera frænka, stolt eins og drottning, en við hina hönd hans gekk Marya, klædd gull- brókaðikjól með perluspöng í dökku hárinu. —■ Hélztu að við ætluðum ekki að koma, Dmitri? sagði gamla konan með hárri raust. — Ég hef átt svolítið erfitt með að fullvissa bróður þinn um að Arachino er ekki síður heim- ili hans en þitt og að við lát- um ekki loka okkur úti af illu umtali, hver svo sem stendur fyrir því. Hún leit beint framan í Na- tösju, sem varð eins hvít og kjóllinn sem hún var í. And- artak hélt ég að líða myndi yfir hana. Greifinn gekk til móts við þau og kyssti föður- systur sína innilega. Hann faðmaði líka bróður sinn að sér. — Andrei, kæri bróðir, mér var sagt að þú værir i Káka- sus. Ég er mjög feginn að sjá þig hérna! Framhald i næsta blaði. I HÚMI NÆTURINNAR Framhald af bls. 33. ég í skóla í Montreaux. Það er yndisfagur staður á öllum árs- tímum, jafnvel þegar föhn- vindurinn kemur ofan úr fjöll- unum og vatnaskrímslin þeysa um stöðuvatnið og manni verð- ur illt í höfðinu. Trén þarna í kring svignuðu fyrir stormin- um, þegar þau komu, og það var drepandi heitt. Mamma beið í móttökustofunni, fallegri en nokkru sinni áður. Við föðmuðumst og ég grét gleði- tárum.Y En þá kom ég auga á Timothy gegnum tárin og drep- andi höfuðverkinn. — Þetta er nýi pabbinn þinn, telpa mín. Ég vona, að ykkur komi vel saman. Mér sýndist Timothy mjög hár og mjög ungur, þegar hann rétti mér höndina, brosandi. — Kallaðu mig Tim, Vera. Ég er búinn að gifta mig falleg- ustu stúlkunni í heiminum. Ég vona, að þú fyrirgefir mér það. — Ég kallaði hann ekki Tim, heldur Timo, og ég fyrirgaf honum aldrei. Timothy Londale var næstelzti sonur Bennets lá- varðar, og hafði verið við mál- fræðinám í Þýzkalandi, þegar hann uppgötvaði auðvaldsríkið hennar mömmu og smeygði sér inn í það. Hann var níu árum yngri en mamma, svikari, alltaf á höttunum eftir auði og kon- um, blankur ævintýramaður og algjör landeyða. Og mamma, sem var svo falleg og vel gefin og eftirsótt, varð dauðskotin i honum. Hún hafði gifzt honum i kyrrþey þegar ég lá í bælinu i hálskirtlabólgu — annars hefði ég kannski getað hindrað það. Nú voru þau á heimleið úr brúðkaupsferðinni og ætluðu að taka mig með sér heim í skólafríinu. — Heim! Nei, það var sann- arlega ekkert heimili, ef Timo var þar. Hann var ráðríkur og allt var ætíð látið snúast í kringum hann. Hvað mér bauð við þessum manni, sem gerði allt betur en allir aðrir! Hann var bezti reiðmaðurinn, bezti sundmaðurinn, bezta skyttan — hann var glæsilegur í sam- kvæmum og dansaði guðdóm- lega — hann talaði þýzku og frönsku með aðeins ofurlitlum hreim, sem gerði ekki annað en auka á töfra hans, hann var fagur sem guð, hann var höfð- ingi og hámenningarmaður. í stuttu máli sagt: hann var óþol- andi og ég hataði hann! — En mamma var hamingjusöm, og það óþarflega áberandi, því að ef út í það var farið, þá var hún nú orðin þrjátíu og fjög- urra ára og gömul eftir aldri. Mig sveið það sárt að sjá hana gera sig hlægilega með þessum „drottningarmanni“ sínum. 22. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.