Vikan


Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 01.06.1972, Blaðsíða 37
band var á milli hennar og An- drei Kuragin? Ég hafði haldið að ég fengi aðeins að virða fyrir mér há- tíðlegheitin frá einhverri gætt- inni, en um morguninn á há- tíðisdaginn kom greifinn til mín og sagði að ég ætti að taka þátt í dansleiknum eins og aðr- ir gestir. Ég tók því glaðlega og skipti mér ekkert af því þótt Natasja sendi mér reiði- legt augnaráð. Ég var í góðu skapi þegar ég framkvæmdi öll þau skyldustörf, sem hún lagði mér á herðar. Það átti að vísa gestum til herbergja sinni, sjá um að blóm væru í öllum vösum. Ég þurfti líka að klæða Paul í sparifötin. Klukk- an var því farin að ganga tíu, þegar ég komst loksins til að skipta um föt. Ég opnaði klæðaskápinn og sá þá fyrst dásamlegan kjól. sem ég hafði keypt í London í gleði minni yfir peningunum, sem ég hafði fengið í hendur. Þetta var ballkjóll úr grænu silkitafti, allur útsaumaður með silfurþræði. Þetta var eig- inlega konungleg flík og alls ekki ætluð kennslukonu, sem ætti að láta lítið á sér bera. En ég stóðst ekki freistinguna. Natasja fyrirleit mig, sá mig yfirleitt ekki, en í kvöld skyldi hún fá að sjá! Ég fór í græna kjólinn og hugsaði ekkert um hvaða afleiðingar það kynni að hafa. Það var hrein hending að greifinn kom inn í salinn i fylgd með mörgum herramönn- um, þegar ég kom niður stig- ann. Ég varð dálítið vandræða- leg, þegar þeir horfðu allir á mig. Greifinn kynnti þá fyrir mér og sagði að ég væri vin- kona fjölskyldunnar, Rilla Weston frá Englandi og þann- ig vildi það til að ég gekk inn í danssalinn við hlið hans. Þjónarnir báru kampavín um og ég drakk eitt glas í flýti, til að herða upp hugann. Svo var byrjað að leika fyrir dansi. Tveir ungir menn hneigðu sig samtímis fyrir mér og ég dans- aði við annan þeirra og þá sá ég Boris Kepler bregða fyrir, unga liðsforingjanum, sem hafði ónáðað mig á götunni í Pétursborg. Ég sá að hann þekkti mig og að undrunin skein úr augum hans, svo var hann horfinn innan um pörin á gólfinu. Þetta var eins og draumur. Ungu mennirnir flykktust í kringum mig og ég dansaði, hló og tók á móti gullhömrum, eins og ég hefði ekki gert ann- að alla ævi. Ég fann að ég vakti aðdáun. En þegar ég sá Kepler liðsforingja nálgast, flýtti ég mér að smeygja mér út á svalirnar, ég vildi ekki láta hann eyðileggja. gleði mína. Þetta var dásamlegt kvöld, hlýtt og kyrrt og ég hallaði mér yfir svalariðið og Virtr fyrir mér töfrandi trjágarðinn. Þá heyrði ég hljóðlegt fótatak fyrir aftan mig og dökkur skuggi kom í áttina til mín. Brún hönd greip um hönd mina og ég leit upp og þekkti hann strax. Ég þekkti hroka- fulla reisnina og fagurmótaðan vangasvipinn — það var hann sem ég hafði aldrei búizt við að sjá aftur. — Hvers vegna eruð þér hér? hvíslaði ég. — Hví skyldi ég ekki vera hér. Ég sagði yður að ég þekkti Kuragin greifa. — En ég skrifaði boðskort- in. —• Þá hafið þér örúgglega skrifað mitt kort líka. Hann virti mig vandlega fyrir sér. — Jæja, ungfrú Weston, sagði hann, — hafði ég á röngu að standa? Eruð þér hamingju- söm hérna á Arachino? — Já, mjög hamingjusöm. — Ég hefði mátt búast við því svari. Heyrið mig, nú spjla þeir vals, viljið þér ekki dansa við mig? Án þess að bíða eftir svari tók hann mig í arma sér og við svifum í dansi eftir hljóð- falli frá fiðlunum. Þegar hann sleppti mér að lokum, stóð ég á öndinni og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. É'g rétti út höndina, til að styðja mig við svalariðið, en hanri greip mig aftur í faðm sinn og kyssti mig létt á kinnina. Svo leit hann niður á andlit mitt og hann var alvarlegur nú, svo alvar- 22. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.