Vikan - 18.04.1973, Síða 33
FRAMHALDSSAGA EFTIR
DOROTHY DANIELS
Sögulok.
Hver sem hefði verið
þarna á ferli
hlaut að hafa farið'út
úr húsinu um sömu
dyrnar, sem nú voru
að lokast á eftir mér.
Ég óskaði þess heitast,
að ég hefði ékki
farið út úr ganginum . . .
næstum aö kafna. Vefan, sem var
I svartri kápu, færöi sig nú aftur
aö arninum þegjandi. Ég sá
dyrnar opnast, en þær voru afar
mjóar, en þó nógu breiöar til aö
komast út og inn um þær.
Þaö heyröist ekkert i huröinni
þegar hún féll aö stöfum, og ég
hreyföi mig ekkert, nokkur
augnablik, en þá stökk ég á fætur
og flýtti mér aö klæöa mig. Ég
kveikti ekki á kertinu, vegna
þess, aö ljósiö mundi sjást gegn
um gluggann, og ég vildi láta
þessa dularfullu veru halda, aö ég
væri steinsofandi.
Ég gekk aö arninum til þess að-
athuga leynigöngin. Ég hafbi séö
óljóst þegar múrsteinarnir
hreyfðust, svo aö dyrnar gætu
opnazt, en ég vissi ekki, hvernig
ég ætti aö hreyfa hana og tók þvi
aö þukla á múrsteinunum.
Ég fann steininn, sem lét
ofurlitiö undan þegar ýtt var á
hann. Ég ýtti fast og þá heyrðist
ofurlitill smellur og horniö á
arninum færöist fram.
Ég fór inn i dyrnar og kom þá I
lltið herbergi, sem var litiö annaö -
en skápur. Þegar ég kveikti á
kertinu, blakti ljósiö ekki neitt,
svo aö liklega voru þarna engar
aörar opnar dyr.
Tröppurnar niöur úr þessu
herbergi voru svo brattar, að þær
liktust meir lausastiga og þegar
ég gekk niöur þær, varö’ég aö
styöja mig við vegginn til þess aö
halda jafnvægi, en i hinni
hendinni héltég á kertinu, sem ég
ýar tilbúin að slökkva á, ef ég
heyrði nokkra mannaferð i
ganginum.
Ég gekk niður liklega sem
svaraði hálfri hæö, og þá lá mjór
gangur til vinstri og enda þótt
tröppurnar lægju áfram niður, þá
kaus ég heldur að fara eftir
þessum gangi og kom þá i annaö
Htiö herbergi. Þá gekk ég niður
tilsvarandi tröppur, þangab til ég
kom aö múrvegg, sem lá að
arninum. Meö þvl aö athuga múr-
steinana fann ég, hvernig ópna
ætti þröngu dyrnar og ég ýtti
hurðinni ofurlitiö upp, og velti þvi
fyrir mér, hvar ég væri nú og
treysti mér ekki einusinni til aö
geta upp á þvi.
Og hissa varö ég, þegar þessar
dyr lágu inn i svefnherbergi
móöur minnar. Mér þótti. ekki
taka þvi aö fara þangað inn, afþvi
að hún var þar ekki, vissi ég. Ég
gat séö, aö enginn var i rúminu,
en skyldi hún vita um þessi
leynigöng?
Ég gekk niður næsta stiga, gekk
eftir samskonar gangi og svo upp
annan stiga. Þaö var greinilegt,
aö allar ibúöirnar i þessari álmu
vor samtengdar með þessum
slynglega útbúnu göngum og
herbergjum.
Ég fór inn um næstu dyr, sem
mundu liggja aö ibúö föður mins.
Ég opnaöi varlega, ef ske kynni,
að kvenmaöurinn þar væri
vakandi. En ég heföi ekki þurft aö
fara svona varlega, þvi aö enda
þótt rúmiö liti út fyrir aö hafa
verið skipað nýlega, þá var að
minnsta kosti enginn i þvi nú. Ég
gekk inn og svipaðist um.
Farangur kvenmannsins var
hvergi sýnilegur. Ég opnaöi tvo
skápa áöur en ég fann hann.
Kvöldkjóllinn, sem hún hafði
verið i, kvöldinu áöur, hékk þar
ásamt slopp og náttkjól. Ég var
fegin aö sjá þetta, þvi að það
auðveldaöi brottför mina úr
húsinu. Agengni móður minnar
oglauslæti fööur mins stuölaöi ekki
að hamingjusömu fjölskyldulifi.
En af ungfrú Wethering sást
hvorki tangur né tötur. Ég velti
þvl fyrir mér, hvert hún hefði
getaö fariö. Areiðanlega haföi
hún ekki aðgang aö öllu húsinu.
Og þó að frú Voorn vissi um
þarveru hennar, var jafnvist, að
stúlkurnar vissu þaö ekki.
Liklega heföi stúlkan orðið
óþolinmóö og væri á flandri^ um
húsiö, en þóáreiöanlega ekki eftir
leynigöngunum, þvi að þá hefði
ég heyrt til hennar. Ég fór út úr
herberginu og niöur einn stigann.
Ég þreifaði aftúr.eftir múrsteini,
sem mundi opnast inn i annað
herbergi. En hissa varö ég þegar
hann opnaöist beint út úr húsinu.
Ég gægöist út og sá, aö þettá var
aö húsabaki. Vindurinn slökkti
strax á kertinu og ég stóö þarna i
myrkrinu og gamla hræðslan
greip mig nú eins og áöur.
Hver sem hefði verið þarna á
ferli hlaut að hafa fariö út úr
húsinu um sömu dyrnar, sem nú
voru aö lokast á eftir mér. Ég
óskaöi þess heitast, aö ég heföi
ekki farið út úr ganginum. Ég
snarsneri mér viö og ætlaöi inn
aftur, en ég kunni ekki á
læsinguna, þvi að þarna var
veggurinn úr grófum steini en
ekki múrsteini.
Þaö var ekki annað að gera en
ganga kring um húsiö, framhjá
hesthúsunum, þangaö til ég kæmi
aö akbrautinni, og ganga svo upp
aö húsinu. Væru dyrnar læstar -
og það voru þær vafalaust - yrði
ég ab nota dyrahamarinn þangaö
til einhver vaknaöi til aö hleypa
mér inn. Mér var alveg sama þó
ég ónáöaöi frú Voorn og móögaöi
hana, þvi aö nú var ég ákveönari
en nokkru sinni áöur aö yfirgefa
Skuggagil eins fljótt og auðið
væri.
Ég óskaði þess, að ég hefði
skrifaö Mike daginn sem Bridey
var myrt og beðiö hann aö koma
og sækja mig. Bréfiö, sem ég
haföi sent i dag væri ekki komið I
póst og á leiö til hans. Ef lestar-
vöröurinn heföi sett þaö i póst,
eins og ég baö um, mundi Mike
ekki fá það fyrr en á morgun og
það kom mér aö engu gágni.
Ég gizkaöi á, aö komið væri
fram yfir miönætti og ég vissi aö
ég hafði eytt talsverðum tlma i
göngunum, þvl aö ég haföi gætt
þess aö hræöa ekki næturgestinn,
sem var þar alltaf á ferli.
Ég fann næturkuldann og þrýsti
örmunum aö likamanum, til aö
hita mér og gréikkaöi sporiö.
Þegar ég fót framhjá hesthúsinu,
heyröi ég hrotur. Þaö hlaut aö
koma frá þessum vara-næturstað
sem Hawkins notaði, þegar hann
þurfti að sofa úr sér vimuna.
Ég gægöist inn I litla herbergiö
og eins og áöur lá hann upp I loft
og hraut og tóm flaska stóð á
gólfinu, rétt utan seilingar hans.
t fyrra skiptiö haföi hann veriö
látinn finna fulla visklflösku, svo
að hann yröi ekki fyrir þegar hinn
dularfulli riddari væri reiöubúinn
aö fara út aö riða. Nú var
Hawkins enn fullur og meö flösku
viö hlib sér. Ég fann hræösluna
hrislast um mig alla. Eitthvaö
var I þann veginn að gerast. Eitt-
hvaö, sem stæöi i sambandi viö
þennan andstyggöar svarta fola.
Ég aögætti básinn hans. Hann var
tómur!
Ég þaut út úr hesthúsinu, til
þess aö komast inn I húsiö þar
sem mér mundi óhætt, nú altekin
hræöslu og sýndi hræöslu mina
með þvi aö llta um öxl I hverju
skrefi.
Ég fleygöi meira að segja
kertastjakanum frá mér til þess
aö geta haldið uppi kjólnum meö"
báöum höndum og hlaupiö
hraðar. Ég hljóp fyrir hornið á
hesthúsinu og hesthúsgaröurinn
var fram undan mér. Einhver var
inni I giröingunni - einhver i
ljósum kjól - grannvaxin kona!
Þá heyröi ég hófaskellina
nálgast. Þeir komu nær og nær.
Svo hættu þeir allt i einu, rétt eins
og tekið heföi verið i taumana.
Folinn veinaöi. Þegar ég sneri
mér viö, sá ég hestinn og riddar-
ann og skepnan prjónaði og
krafsaði út I loftið með sterkum
framfótunum.
Ég velti þvl fyrir mér, hvernig
riddarinn vissi, að ég var þarna
úti, og hvernig þessi gildra heföi
veriö egnd fyrir mig. En þá sá ég,
aö ég haföi aíls ekki sézt, heldur
var riddarinn i þann veginn aö
Framhald á bls. 35.
16. TBL. VIKAN 33