Vikan - 18.04.1973, Síða 36
ÞESSAR FERMINGAMYNDIR ERU FRA STUDIO GESTS,
LAUFÁSVEGI 18A
f Studio Gests eru i einni fermingarmyndetöku teknar myndir bæði i og in kyrtils eins og hér er
sýnt, og innifalin fullgerð stækkun. — Tökum einnig allar aðrar myndatökur. — Myndatökur alla
daga vikunnar og é kvöldin. — PantiÖ tima. — Studio Gests, Laufésvegi 18 a, simi 2-4028.
SKUGGAGIL
Framhald af bls. 33.
láta hestinn stökkva yfir
giröinguna. Og i þetta sinn var
veriB að beina honum gegn
stúlkunni, sem var þarna
innilokuð.
Hún stóð þarna lengst burtu i
girðingunni, grönn og veikluleg
stúlka og bar við girðinguna, sem
var feti hærri en hún sjálf.
Ég færði mig ósjálfrátt að
girðingunni, rétt áður en
hesturinn byrjaöi tilhlaupið til að
stökkva yfir girðinguna. Stúlkan
vissi sýnilega enn ekki, hvað var
á seiði eða hvaö var i þann veginn
að gerast. En allt i einu breyttist
myndin fyrir augum mér. Ég var
sjálf á baki þessum hesti. Ég var
að horfa á þetta, eins og þaö hafði
gerzt áður, en nú ekki neðan af
jörðinni. Ekki hundrað skref frá
girðingunni, heldur innan úr
girðingunni og af hestinum.
Allt virtist hringsnúast i sifellu
og öskur glumdi I eyrum mér. Ég
vissi, að þetta var kona, sem
öskraði af hatri. Ég vissi að þetta
mundi gerast, afþvi að þaö hafði
gerzt áður. Ég gat næstum fundið
sterkan arminn utan um mig,
sem hélt mér svo fast að ég náði
varla andanum, en ég sat á
hestinum fyrir framan
riddarann, meðan verið var að
riða konu um koll. Ég mundi
skelfinguna þegar hún datt og var
troðin undir fótum og andlitið og
kjóllinn hennar alblóðugt.
Nú vissi ég, hversvegna ég var
hrædd við hesta. Ég vissi, hvers-
vegna staöurinn haföi hrætt mig
frá þeirri stundu er ég steig þar
fæti. Ég vissi, hversvegna hesta-
girðingin minnti mig á eitthvað
skelfilegt, úr fortið, sem ég vildi
ekki muna. En nú mundi ég það..
Ég tók sprett að girðingunni.
Ég gat ekki búizt við að verða á
undan hestinum þangað, áður en
hann stykki yfir girðinguna, en ég
gat að minnsta kosti varað
innilokuöu stúlkuna við.
- Klifraðu yfir girðinguna!
öskraði ég til hennar. Varaðu þig
á hestinum. Komdu þér burt frá
honum!
Stúlkan heyrði til min. Hafi
riddarinn gert það lika, sýndi
hann þess að minnsta kosti engin
merki., Hesturinn var alveg
kominn að þvi aö stökkva og
fallegi hálsinn á honum teygöist
fram um leið og hann myndaði sig
til stökksins.
Og stökkið kom, hátt og létt og
hann komst fyrirhafnarlaust yfir
girðinguna. Hesturinn lenti fyrir
innan, án þess að stanza og þaut
nú aö lafhræddri stúlkunni, sem
var að reyna að brölta upp
girðinguna en án sýnilegs
árangurs.
Ég hljóp llka til og greip um
girðingarslána, dró mig upp og
lenti þunglamalega á jörðinni, en
gat rétt úr mér og tók nú að æpa
og veifa höndunum.
Þetta ruglaöi fyrir hestinum.
Nú virtist hann eiga sér tvö
fórnardýr. Og það kom llka á
riddarann, en svo rak hann upp
hatursfullt óp og beindi hestinum
að mér. En ég haföi komizt I þetta
áður. Ég skaut mér til hliðar og
hesturinn næstum renndi sér á
girðinguna, en þó var honum
snúið frá á slðasta augnabliki.
- Klifraðu! öskraði ég til
stúlkunnar. - Klifraðu!
Henni tókst að ná taki á efstu
slánni og draga sig upp.
Riddarinn hafði verið fljótur aö
ná valdi á folanum og var nú aö
ráða það viö sig, hvora okkar
hann ætti að ráðast á fyrst. Ég
veifaði aftur handleggjunum og
hljóp beint til hestsins, og vonaði,
að hann mundi hörfa undan.
Stúlkan rann niöur aftur, æpti I
angist og reyndi svo aftur. Ég sá,
að riddarinn ætlaði að fara að
beina hestinum beint á hana og þá
yrði hún algjörlega ósjálfbjarga.
- Nú man ég það! æpti ég upp. -
Mamma . . . .nú man ég það! Nú
er þaö allt að endurtaka sig. Þú
verður að drepa mig, annars
verður leyndarmáliö þitt uppvlst!
Mamma . . . .eg man það allt!
> Riddarinn hikaði. Ég var þarna
á bersvæði og alveg varnarlaus
gegn hestinum meö æðisgengna
augnaráðið. Ég tók að hopa á hæl,
eins og ég ætlaði að reyna aö
sleppa. Riddarinn hringsneri
hestinum, og hætti viö stúlkuna,
sem var nú næstum komin yfir
girðinguna. Hesturinn prjónaöi
einu sinni, hófarnir skullu niður á
jörðina, sem virtist næstum
skjálfa undir fótum minum. En
þá rak riddarinn hælana i
slðurnar á hestinum og hann þaut
áfram á harða spretti.
Það átti að drepa mig. Min
eigin móðir ætlaði að fara að
myrða mig, til þess aö binda enda
á hættuna, sem hún var I, afþvi að
nú mundi ég fýrri glæpinn
hennar. Ég var engin elskuð
dóttir þessar konu. Ég var ógnun
og hætta, og hún var brjáluð.
Álíka brjáluð og þetta kvöld fyrir
mörgum árum, þegar allt þetta
gerðist I fyrra skiptið . . . .þegár
ég var krakki og þetta hafði
ruglað mig svo, að ég missti
minnið.
Nú endurtók þetta
sig . . . .hvert andartak af þvl, en
nú haföi ég bara ekkert gagn af að
muna það, því að eftir nokkrar
sekúndur mundi hesturinn varpa
mér um koll og troöa mig til bana
undir fótum sér. Það var engin
undankomuleiö.Ég hafði engan,
sem gætl ruglað fyrir hestinum
meðan ég klifraði yfir girðinguna.
En þá heyrðist einn
skothvellur. Ég hafði enga
hugmynd um, hvaöan hann kom,
en allt i einu hallaðist stóri folinn
út I aðra hliðina. Og riddarinn
datt af baki og gaf um leið frá sér
skelfingaróp.
Ég sá kápuklædda konuna
veltast um hrygg og liggja siðan
hreyfingarlausa. Ég slagaði
nokkur skref áfram, en þá heyröi
ég nafnið mitt kallað. Ég leit við
og þarna var Mike að klifra yfir
girðinguna og stökkva niöur
innan hennar. Einhvernveginn
tókst mér aö standa á fótunum, en
fegin varö ég þegar sterkir armar
hans gripu utan um mig.
- Elskan mln, sagði hann. - Ég
var næstum orðinn of seinn. Er
allt I lagi með þig?
Ég var svo rugluö af nærveru
hans, að ég gat engu svaraö.
- Ég fékk skilaboöin frá þér
seinnipartinn I dag og þaut strax
af stað, ságði hann.
Jane . . . .elsku Jane . . . .Ég
verð að athuga, hvort nokkurö er
hægt að gera fyrir þessa veslings
konu.
- Já, gerðu það, sagöi ég
dauflega.
- Veiztu hver hún er?
Ég kinkaði kolli. - Móðir min.
Nú veit ég það.
- Er allt I lagi með þig?
endurtók hann.
Nú hafði ég mátt I mér til aö
svara. - Já, elsku Mike. Farðu til
hennar. Æ, farðu til hennar.
Hann hljóp þangaö sem móöir
min lá I hnipri á jörðinni.
Hesturinn var farinn aðhreyfasig
og virtist ekki verulega sár, en
eftir nokkrar tilraunir til að
standa á fætur, lá hann kyrr, til
þess að safna nýjum kröftum.
Mike gekk til móður minnar og
reif frá henni viöu kápuna. Ég gat
ekki séð hana og var þvi fegin.
Mike var ekki lengi hjá henni.
Þegar hann kom aftur til mln,
vissi ég, hvað hann ætlaði aö
segja.
- Hún er dáin, Jane. Hálsbrotin.
- Farðu með mig inn, bað ég. -
Ó, Mike faröu með mig inn og
yfirgefðu mig svo aldrei!
Stúlkan, sem ég haföi bjargaö,
elti okkur og var enn dauöskelfd.
Hún leit á konuna, sem lá inni I
girðingunni og greikkaöi svo
sporið þangað til hún náöi I okkur,
og þá fann hún sig öruggari. Ég
gat ekki láö henni það.
25. kafli.
Mike heimtaði, að ég drykki
konjak, til þess að koma skilning-
arvitunum mlnum i samt lag.
Ungfrú Wetherill fékk honum
bréf, sem hún tók úr barminum á
kjólnum slnum. Svo var hún svo
36 VIKAN 16. TBL.