Vikan

Tölublað

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 38

Vikan - 18.04.1973, Blaðsíða 38
meidd og slegin. Hún tók við mér. Það er allt, sem ég'man. En svo bilaöi minnið mitt. Mike kinkaði kolli. - Ellen sá, hvernig það gekk til. Það var tunglsljós þetta kvöld og bjart eins og um dag. Hún sá það allt og þegar þú komst til hennar, eins og þú hafðir gert svo oft áður, þá gat hún ekki fengið af sér að senda þig aftur til móður þinnar, sem var ekki einungis morðingi, heldur lika hálfbrjáluð af afbrýðissemi. Þessvegna tók hún þig að sér og ól þig upp eins og hún ætti þig sjálf. -En hversvegna sagði hún ekki frá þessu fyrr en nú, Mike? Hún hefði getað bjargað sér með þvi. Þetta var ekki barnsrán, heldur kærleiksverk, til þess að varð- veita lífið - og vitið - i mér. - Þú mátt ekki gleyma þvi, Jane, að hún hafði verið áhorfandi að morði. Én þú varst slelfingu lostið barn, sem hafði lika horft á morð. Og þú komst til hennar. Hún ól þig upp með ást og umhyggju og gat ekki fengið sig til að segja þér frá þessum glæp, sejn móðir þin haföi framið. Og það var ekki fyrr en ég hafði sagt henni, að svona brjálsemi gengur ekki i ættir, að hún sagði mér allan sannleikann. Ég fékk mér vopn og kom hingað eins fljótt og ég gat. Þegar ég heyrði þig æpa, hljóp ég að girðingunni. Og sem betur fór, kom ég nógu snemma. Ég miðaði á hálsinn á folanum og geröi hann máttlausan. Þetta er bragð, sem ég hafði lært á bú- garði hká frænda minum fyrir vestan, þar sem villtir hestar eru deyfðir þannig, svo að hægt sé að handsama þá. - Móðir min drap hana Bridey, sagði ég og fann til sársauka við endurminninguna um þessa yndislegu stúlku, sem hafði sætt svo grimmilegum örlögum. - Hun hélt, að hún væri ég afþvi að hún var i kápu af mér og fór upp i gamla húsið hennar Ellenar Randell. Móðir min varð hrædd um, að þá kynni ég að muna þetta, sem geröist fyrir fimmtán árum. Hún lifði i stöðugum ótta viö, að þaö kæmist upp, að hún væri morðingi. Ó, Mike! Mikill andstyggðar staður er þetta hérna! - Nei, Jane, það er ekki staðurinn, heldur fólkið, sem hann byggir, sem á sökina - faöir þinn, afþvi að hann leyndi glæpnum og gaf tilefni til hans, og móðir þin, afþvi að afbrýðisemi hennar kom henni til að fremja þessi ódæðisverk. - Hvað verður nú um hana móður mina, Mike? - Þú átt sjálfsagt við hana Ellen Randell, er það ekki? - Ég er fegin að geta aftur hugsað mér hana sem móður mina. Ég reyndi eftir föngum að láta mér þykja vænt um Noru Burgess, en nú veit ég bezt, hversvegna mér tókst það aldrei. Ég þakka guöi fyrir, að Ellen Randell skyldi stela mér. En hvað verður nú um hana? - Eins og allt er i pottinn búið, held ég ekki, að hún fái neina refsingu, sagði Mike. En það er ég hræddur um, að faðir þinn fái, og að minnsta kosti er stjórn- málaferill hans búinn að vera. - Hann gétur sjálfum sér um kennt, sagði ég. - Farðu með mig burt héðan i kvöld, Mike. Farðu með mig burt undir eins og við erum búin sð segjs lögreglu- þjóninum frá þvi, sem gerðist. - Já, sagði hann. - Ég skal fara burt með þig fyrir fullt og allt. Ég átti það Mike einum að þakka, að ég gat afborið eftirköstin af þvi sem gerzt hafði. Faðir minn viðurkenndi ávirðingar slnar og refsingin hans varð almenn óvild, sem spillti áliti hans, sem stjórn- málamanns og heiðursmanns. Hann hætti við framboðið, og að þvi er ég bezt veit lifir hann rólegu lifi i stóra húsinu með frú Voorn fyrir ráðskonu. Hún vissi vel, hvað gerðist þetta kvöld, þegar ég strauk burt úr Skuggagili, en tók þann kostinn að þegja, enda var trúmennska hennar við Noru og Sam Burgess takmarkalaus. Polly var rekin úr húsinu, án tafar, en hvert hún fór, vissi ég aldrei. Lance Devois hvarf af sjónarsviðinu með þvi að flytjast eitthvað burt, en faðir minn sá fyrir frænkunum hans elskulegu, sem bjuggu áfram i gamla húsinu. Ég fór ekki i jarðarför móður minnar. Afalliö þessa nótt var enn i of fersku minni, og Mike bannaði mér það lika. Hann fór með mig aftur til New York i litlu ibúðina okkar Ellenar Ra’ndell, og nokkru seinnaði sýknaði skilningsrikur dómari hana. Nú ætla ég bráðum að fara að giftast honum George Michael Wade og þegar ég verð önnum kafin að hjálpa honum að koma sér fyrir, vona ég að geta gleymt Skuggagili að mestu leyt. Með aðstoð Mikes og Ellenar Randell ætla ég að skapa mér - og okkur öllum þremur - nýtt lif og ég vona, að ekkert sé i blóði minu skaðlegt, sem börnin min geti erft. Mike er ekkert hræddur við það og hann er góður læknir, svo að ég er alveg róleg. I Inlake, á skrautlegu herra- setri meö útsýni yfir Hudson- fljótið, er gamall, uppgefinn maður, sem lifir lifi sinu einmana. Ég finn ekki til neinnar gremju i hans garð, og heldur ekki fyrirlitningu. Fremur vorkenni ég honum, þvi að hann átti sér eiginleika, sem nægðu til forystuhlutverks, en eyðilagði sig afþvi að hann var ofhrifinn af fallegum ungum stúlkum, og spillti þannig framtið sinni sem stjórnmálamanns. Einhverntima kann ég að fara til hans. En ekki strax. Líklega verður langt þangað til. Endir. ALI MAC GRAW OG HENNAR „LOVE STORY“ Framhald af bls. 17. Og að lokum, i ágúst siðast- liðnum, sótti Ali um skilnað frá Robert Evans, vara- framkvæmdastjóra Paramount- kvikmyndafélagsins, sem hún hafði gifzt rétt áður en hún hóf leik sinn i „Love Story” og varð heimsfræg. Blaðamaður, sem náði tali af henni á Beverley Hills, segir svo frá: — Ég talaði við Ali á Beverley Hills, nokkru eftir að hún hafði lagt fram beiðni sina um skilnað. Hún hafði sett það nauðsyn- legasta niður i töskur, tekið son sinn (sem nú er orðinn tveggja ára) og yfirgefið hina skartlegu Evans ibúð, með öllum þeim flækjum sem heyrðu henni til, yfirgefið hana fyrir fullt og allt. Hún bjó um tima hjá kvikmynda- leikk'.nunni Candice Bergen i húsi hennar við ströndina, meðan hún var að leita að húsnæði. Hún reyndi að slaka á, gekk i sand- inum, lék sér við son sinn, hugsaði og reyndi að finna sjálfa sig, þá hluta af sér, sem ef til vill höfðu orðið útundan. Ali bar Josuah son sinn á mjööminni, þegar hún kom inn á skrifstofu mina einn morguninn, ljómandi af gleði. Josuah hefir augu móður sinnar, dökkbrún og geislandi og dökkan, hrokkinn hárlubba og hann ber það með sér að hann er mjög forvitinn. Hann þaut um skrifstofuna, meðan við töluðum saman og Ali var mjög þolinmóð og elskuleg við hann, en hún gat lika veriö ákveðin þegar á þurfti að halda. Hún vildi sem minnst um hjónaband sitt ræða. ,,Ég ætla ekki að fara að rekja það hér, hvað var að sambúð okkar Bobs”, sagöi hún. „Bob er yndislegur maöur og á margan hátt fannst mér gott að búa með honum. En ég er oröin þrjátiu og þriggja ára og mér fannst það aðkallandi að vinsa úr það sem mér fannst náuðsynlegt, til að geta fundið sjálfa mig. Lifnaðarhættir minir voru alltof flóknir og ég eyddi alltof mikilli orku f þá hlutr, sem raunar komu mér ekki við.” Hún virtist sokkin niður i hugsanir sinar, þegar hún talaði, hreiðraði um sig á sófanum og dró undir sig fæturna. Hún er fögur kona, þrátt fyrir fram- standandi tennur, sólbrún og fagurlimuð. En horfi maður i augu hennar, er erfitt að lita af þeim aftur, þau eru svo dökkbrún og djúp, svo ótrúlega lifandi, þegar hún talar. „Bob hefir svo ómögulega vinnu”, hafði hún sagt mér nokkrum vikum áður. „Þegar ég var á kafi i einni kvikmynd, þá var hann með margar i huganum. Og hann er raunverulega á kafi i þeim, þvi að hann er mjög vand- virkur, vill aðeins framleiða það bezta og það kemur fram i dag- legu lifi hans. Ég lit öðrum augum á þetta. Mér finnst að fólkV flest eigi að geta gert það sem það vill, sérstaklega i mannlegum viðskiptum. Það er kannske ekki gott að gera sig skiljanlegan á þessu sviði. Margar manneskjur, sem virðast vera fórnarlömb, eru þaö alls ekki. Maður á ekki að vera þvingaður i sambúð. Ég held að mjög fá hjónabönd séu snurðu- laus og það er leitt. Ég er enginn sérfræðingur og get ekki sagt hvað það er, sem gerir hjónabönd góð, en ég held að vinátta og sam- heldni verði aö vera i fyrirrúmi. Og lika möguleiki á að geta þroskazt og breyzt saman, að minnsta kosti að geta sveigt sig hvort eftir öðru, til að möguleiki sé á þvi að fylgjast að”. Margar þær breytingar, sem hafa dunið yfir Ali á siðustu þrem árum, hafa verið svo gersamlega andvígar eðli hennar sjálfrar. Sigurförin varðhenni raun, vegna þess að hún er sjúklega heiðar- leg...... Hún nýtur þess alls ekki að vera i sviðsljósinu og vill fá að njóta einkalifsins. Hún er andvig blaðaviðtölum, en lét undan i þessu tilviki, vegna þess að hún er að leika i nýrri kvikmynd, sem hún vill aö al- menningur sjái. Og hún vill það, vegna þess að hún lagði sig það fram við hlutverkið, að henni fannst það vel þess virði að hafa eytt i það þrem mánuðum af lífi sinu. Eftir að hún hafði séð nokkrar svipmyndir úr kvik- myndinni, var hún ákaflega óviss um að hún hefði getað sýnt brot af þvi sem hún óskaði. Þannig var þaö lika með „Love Story”, hún var ekki viss þá og er það ekki enn. Þessi nýja kvikmynd er „Getaway” og i henni reynir leikstjórinn, Sam Peckinpah aö kryfja til mergjar sálarástand tveggja þjóðfélagslegra uppreisnarmanna. Ali leikur eiginkonu Steeve McQueen og þau gera samning við vafasaman rikisstarfsmann um að ræna banka og skipta þýfinu, en lenda á örvæntingarfullum flótta undan réttvisinni og bjargast. Hvað var þaö, sem vakti áhuga 38 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.