Vikan - 18.04.1973, Side 40
fengið fullkomna stjórn á llfi sfnu,
eftir þessi þrjú ár.
„Við skulum dvelja við þetta
andartak”, segir hún glaðlega.
„Það eru aðeins þrjú ár siðan ég
þurfti að velta hverjum eyri, ég
þurfti að velja á milli hvort ég
vildi láta þvo þvottinn minn eða
kaupa mat. Ég veit að þetta lif
mitt uhdanfarin ár, er þaö líf sem
marga dreymir um, en þaö er
ekki minn draumur. Þaö getur
verið að ég sé vanþakkiát, en mér
finnst ég ekki hafa tima til að lifa
lifinu. Ef ég fæ ekki viður-
kenningu fyrir leik i Gatsby, —
sem ég reyndar trúi á, þá skiptir
það ekki svo miklu máli, mér er
alveg sama þótt ég leiki aldrei
framar i kvikmynd. Ég get ekki
hugsað mér að leika i tveim til
þrem kvikmyndum á ári, það
fyndist mér vera að afneita sjálfri
mér, ég þrái rólegt einkalif og
minna álag. Ég veit ekki hvort
'nokkur möguleiki er fyrir þvi, en
ég ætla sarpt að reyna.”
SEINHEPPNI
INNBROTS-
ÞJOFURINN
Framhaid af bls. 19.
brúnum. — Þér skiljið þe'tta ekki,
sagöi hann i simann. — Ég kom
hingað i heimsókn til hennar
frænku minnar og fann skápinn
opinn. Ég skellti hurðinni aftur
en þá heyrði ég kött
mjálma..........Ég sagði
kött . . . Já, það stendur
heima . . . .kattarbjálfinn er
þarna lokaður inni. Og nú get ég
ekki náð I hana frænku mina til aö
segja inér til um læsinguna.
. . . .Hann þagnaði en svo var
tónninn reiöilegur. — Já . . . .nú
jæja, ég skai þá kalla á lögguna,
ef þér viljið það endilega.
Hann skellti simanum á og
sneri sér að mér. — Hvað finnst
þér? sagði hann i grimmdartón.
— Þeir vilja ekki einu sinni
bjarga varnarlausu dýri út úr
járnskáp ....
— Hvaða dýri? sagði ég.
Hann lét sem hann heyrði ekki
til min. — Nú, ef ég get ekki náð i
lásasmið.þá næ ég bara i lögguna.
— Lögguna? æpti ég og skalf frá
hvirfli til ilja. — Það geturðu ekki
gert, Ruby.
— Þvi ekki það? Henrii er ætlað
að hjálpa fólki. Er hún ekki alltaf
að bjarga köttum upp úr
göturæsum og þessháttar? Og þá
ætti hún að geta bjargar ketti út
úr peningaskáp.
— Já, en það er bara enginn
köttur inni I skápnum, Ruby.
— Hvernig veiztu það? Ertu
kannski með röntgenaugu eða
eitthvað þessháttar?
— Já en lögguna, Ruby ....
— Það er ekki nema hennar
verk. Og þó að þeir finni engan
kött þarna . . . .Mér getur alltaf
hafa skjátlazt, er það ekki?
Enginn er alfullkominn, ekki
satt?
Hann gekk aftur að simanum
og sérhver varúðarkennd sálar
minnar skipaði mér að taka til
fótanna og leggja á flótta, en nú
var bara svo langt heim til min,
að ég neyddist til að standa kyrr
meðan Ruby hringdi I lögreglu
staðarins, sagöi til nafns sins og
sagði það sem satt var um
heimsókn okkar. Nema vitanlega
um þátt kattarins. Ég gat nú ekki
heyrt, hvað sagt var hinumegin,
en ég sá á svipnum á Ruby, að
hann ætlaði að hafa erindi sem
erfiði.
Ég held, að það sem hélt I mér
lifinu næstu tvo klukkutimana
hafi verið brúni vökvinn, sem ég
hellti fjórum sinnum i litla glasið.
Ég var orðinn það rólegur, þegar
lögregluþjónarnir komu að ég var
farinn að trúa þvi, að þarna væri
köttur inni i svarta skápnum i
svefnherbergi frú Herkimer. Ég
held ég hafi næstum verið farinn
aö gráta ,af eintómri vorkunn-
semi.
Mennirnirtveirsem komu, voru
báðir I venjulegum fötum, og
annar þeirra virtist vera talsvert
kunnugur frú Herkimer. Hann hét
Kelly og hann sagði: Ha? Er
þetta kötturinn, sem hún týndi
fyrir eitthvað tveimur
mánuðum?
— Týndi? át Ruby eftir eins og
bjáni, Hvaö eigið þér við?
— Það var hringt til okkar frá
frú Herkimer, fyrir eitthvað
tveimur mánuðum og tilkynnt, að
kötturinn hefði strokið og ekki
komið aftur. Henni þótti
afskaplega fyrir þessu og hún
bauð hundrað dala fundarlaun.
Og það finnst mér nú fjandans
mikið fyrir eitt kattarkvikindi.
Hinn maðurinn, ljæruskotinn
fimmtugur maður með dálitla
istru, skrikti. — Kannski fáum við
fundarlaunin ef okkur tekst að.
opna skápinn.
— Ef nokkur getur opnað hann,
sagði Kelly, - þá er það hann
Harris. Þú héfðir orðið snilldar
innbrotsþjófur, ekki satt, Al?
Jú sjálfsagt. Istrubelgurinn'
glotti. — En ég er bara of tauga-
óstyrkur. Ef þetta er venjulegur
gamaldags skápur, þá er það allt
i lagi, en þið megið ekki búast við
neinum kraftaverkum ef það er
eitthvert nýmóðins verkfæri. Þá
þarf sérstök áhöld, sem ég hef
ekki.
Við fórum allir inn i svefn-
herbergið og sá digri tók til við
verk sitt. Ruby fylgdist vandlega
með honum - hefur lfklega verið
að reyna að afla sér einhverra
fróðleiksmola, upp á framtlðina
til að gera, en sjálfur lagðist ég
niður á rúmið til þess aðhvila mig
og reyna að fá herbergið, sem
hafði verið að hringsnúast. til að
komast- aftur i réttar stellingar.
Ekki veit ég hversu lengi lög-
reglumaðurinn svitnaði og stundi
yfir læsingunni - liklega hefur það
ekki veriö nema tiu minútur en
mér fannst það vera margir
klukkutimar En fyrst þegar ég
sá skepnuna i svefnherbergis-
dyrunum, hélt ég að ég væri búinn
að fá delluna og ég settist upp og
deplaöi augunum, i þeirri von, að
sýnin hyrfi. En það gerði hún
bara ekki. Stóð þarna bara hin
rólegasta og horfði með áhuga á
það, sem fram fór. Eftir stundar-
korn varð mér ljóst, að þetta var
ekki nein missýning heldur raun-
veruleiki. — Hæ æpti ég. —
Kötturinn.
Þeir snarsneru sér allir við og
horföu þangað sem ég benti.
Bröndótti kötturinn i dyrunum
virtist ekkert skeyta um þessa
eftirtekt, sem hann vakti, en tók
að sleikja á sér loppuna, salla-
rólegur.
KjÖrorðiðer:
Blóm á borðið
¥
Höfum ávallt til úrval afskorinna blóma.
Einnig skreytingar með stuttum fyrirvara.
Svo sem: Körfur, borðskreytingar, brúðar-
vendi, kransa, krossa, kistuskreytingar og
m.fl.
Ath. Yfir fermingatimabilið höfum við opið
kl. 10-4 á sunnudögum á Skólavörðustig.
*
Blóm og Grænmeti h.f.,
Skólavörðustig 3 - simi 16711
Langholtsvegi 126 - sími 36711
40 VIKAN 16. TBL.