Vikan


Vikan - 11.07.1974, Page 25

Vikan - 11.07.1974, Page 25
hennar. Einn þeirra, sem veitti myndinni sérstaka athygli, var ungur maður að nafni Roger Vadim Plemianikoff. Hann klippti myndina út og limdi hana upp á vegg hjá sér. Hann varö stórhrifinn af þessari stúlku. Hún hafði eitthvað það við sig, sem var afar sjaldgæft hjá stúlkum á hennar aldri, en hvað þaö var, gat hann ekki gert sér ljóst. Hann vissi bara, að þarna var lifandi komin stúlkan, sem átti að leika aðalhlutverkið í kvikmynd, sem hannhafði nýlega skrifað handrit að fyrir Marc Allégret. Eftir mikla eftirgangsmuni lét Allégret það eftir Vadim, að Brig- itte væri kvikmynduö til reynslu. Allégret var meðal atkvæöa- mestu kvikmyndaframleiðenda i Frakklandi þá. Vitaskuld var Brigitte bæði uppveðruð og for- vitin vegna reynslumyndatök- unnar. En móðir hennar kærði sig ekki um, að dóttir hennar hefði nein afskipti af kvikmyndafólki. En nú sýndi Brigitte i fyrsta skipti, að hún hafði sinn eigin vilja. Reynslumyndatakan var ákveðin, en árangurinn þótti ekki góður. Ef Roger Vadim hefði ekki haft slika tröllatrú á Brigitte, hefði þetta sennilega veriö bæöi upp- hafið og endirinn á leikferli Brig- itte Bardot. Þrátt fyrir mis- heppnaða reynslumynd var hann enn yfir sig hrifinn af þessari stúlku og ákveöinn i að gefast ekki upp við að gera hana að stjörnu. begar Roger Vadim hitti Brig- Brigitte Bardot minnir óneitanlega á ljóta andarungann. í skólanum gat enginn umborið hana, i fyrsta lagi vegna þess að hún var snjallari flestum og i öðru lagi vegna þess að hún dansaði ballett betur en allar hinar stúlkurnar. Þar að auki gekk hún með gleraugu i stálumgerðum og hafði útstæðar tennur..en þær urðu seinna eins konar vörumerki hennar, framstæður munnurinn með viðkvæmnislegar varirnar. En timinn leið og andarunginn varð smám saman BB, heimsfrægt kyntákn og kvikmyndadis. FORSIÐUMYNDIN Tilviljunin átti eftir að hafa mikið að segja fyrir feril BB. Árið 1948 opnaði móðir hennar litla fataverzlun. Með þvi komst hún i samband við helstu framleið- endur i franska tizkuheiminum, sem var byrjaður að blómstra aftur eftir striðið. Einn tízku- kónganna var Jean Barrete. Þegar hann var að leita að hug- mynd aö fyrstu stóru tizkusýning- unni sinni, lagði Anne-Marie Bardot til við hann að byggja sýninguna á ballettsýningu. Og hver átti að dansa? Ja, þvi ekki Brigitte dóttir hennar? Sýningin tókst með afbrigðum vel. Rosine Delamare, sem seinna teiknaði föt fyrir margar franskar kvikmyndastjörnur, var yfir sig hrifin af frammistöðu Brigitte. Hún hafði eitthvað við sig, sem erfitt var að útskýra hvað var. Hún var á engan hátt eggjandi og það olli þvi, að hún gat hrifið konur ekki siður en karlmenn. Brigitte var fjórtán ára. Vinkona Rosine Delamare sá hana dansa og spurði ljósmynd- ara, hvort hún gæti ekki orðið af- bragös fyrirsæta. „Nei, hún hefur ekkert við sig.” svaraöi ljósmyndarinn. En fataframleiðandi, sem séð hafði sýninguna, vantaði stúlku i staðinn fyrir eina sýningarstúlk- una, sem lá veik i mislingum. Hún hringdi til Anne-Marie Bardot og spurði hana, hvort hún gæti ekki fengið Brigitte „lánaða”. Nokkrum vikum eftir að myndirnar af Brigitte voru birtar á táningasiðum Jardin de Modes lét h.ð útbreidda timarit Það var Roger Vadim, sem gerði BB að kyntákni. Hann stjórnaði kvikmyndum, sem hún lék f, striddi henni og kvæntist henni. Elle heyra frá sér. Það vildi fá mynd af Brigitte á forsiðu. En nú maldaði Anne — Marie Bardot i móinn. Hún var hrædd um, að maður hennar væri þessu andvigur. Það var allt annað að láta birta mynd af sér á forsiðu jafn viðlesins blaðs og Elle en láta mynda sig I tizkufatnaði fyrir Jardin des Modes. Orðið „fyrir- sæta” eitt saman hafði einhvern tviræðan hljóm. ÖRLAGAR! K SÍMTÖL c • En það var pessi forsiöumynd, sem réöi úrslitum um framtiö 28. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.