Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 10
Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 tDósturinn Fyrirsæta (i fötum) Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga, sem mig hefur lengi langað til að vita svör við. 1) Til hvers get ég snúið mér, ■ þvi mig langar til að veröa ljós- myndafyrirsæta (i fötum) og tizkusýningardama? 2) Þarf maður að fara á nám- skeið eða i skóla til þess? 3) Hvernig getur maður fengið unglingshlutverk i Þjóðleikhúsinu eða Iðnó, án þess að vera þekkt- ur? 4) Er maður of þungur, ef mað- ur er 1,69 m á hæð og 58 kg? 5) Þarf stúdentspróf til aö geta stundað nám i sjúkraþjálfun? Hvar getur maður fengið upplýs- ingar um þetta nám? 6) Hvaöa framtið eiga stelpa i nautinu og strákur i meyjunni (8 árum eldri)? En stelpa i nautinu og strákur i vatnsberanum? 7) Eru ekki til konur hér i borg- inni, sem spá um framtiðina? Ef svo er, nefndu mér þá einhverja, þvi ég hef áhuga á að fá að vita um framtiðina. 8) Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með fyrirfram þakklæti, og ég vona, að bréfið mitt lendi ekki i ruslakörfunni frægu. Hanna spurningamerki 1 og 2) Svör við þessum spurn- ingum birtust reyndar nýlega, en það sakar ekki að endurtaka þau, þar sem nokkur áhugi virðist á þessum störfum. Módelsamtökin, Karon og Pálina Jónmundsdóttir eru þeir þrir aðilar, sem hafa sýningarfólk og fyrirsætur á sin- um vegum, og til þeirra er bezt aö snúa sér með fyrirspurnir -Að því er ég bezt veit, þjálfa ölí þessi samtök sitt fóik á námskeiöum, sem standa I nokkrar vikur. 3) Það er nú varla hlaupið að þvi. Þú getur náttúrlega reynt aö koma þér á framfæri viö leikhús- stjórana, þau Svein Einarsson I Þjóðleikhúsinu og Vigdisi Finn- bogadóttur I Iönó, en ég held þaö sé nóg af ieiklistarlæröu fóiki að gripa til, svo að þú hafir litla möguleika, nema þú drifir þig I leiklistarnám sjálf. 4) Nei, árciöanlega ekki. Það, sem gildir, er að hafa kilóin á réttum stöðum, hvort sem þau eru mörg eða fá. 5) Já, það þarf stúdentspróf. Sjúkraþjálfun er þriggja ára nám, sem flestir islenzkir sjúkra- þjálfarar hafa numið á einhverju Norðurlandanná, en nánari upp- lýsinga skaltu leita hjá Styrktar- félagi lamaöra og fatlaðra, sem hefur styrkt nokkra til náms gegn þvi að þeir starfi vissan tlma á vcgum félagsins að loknu námi. 6) Naut og meyja eiga heldur vel saman, en samband nauts og vatnsbera er ekki talið alveg jafn hagstætt. 7) Það er eitthvað dálitiö af fólki, sem telur sig geta lesið framtið manna I bolla, lófa eða spilum, en ég get ekki visað á neinn með nafni. 8) Skriftin er snyrtileg, og ég þykist geta lesið út úr henni, að þú sért samvizkusöm og prúð stúlka, sennilega svona 14 ára. Yfirvofandi skalli Kæri Póstur! Ég er mjög áhyggjufullur út af hárinu á mér, og mig langar til að fá upplýsingar hjá ykkur. Ég er með hárlos og mjög þunnt hár, og ég held, að ég sé að fá skalla. Ég er 15 ára gamall strákur. Hvað er til við skalla, ég meina meðal, og er það til á^Akureyri og hvaö kos- ar það? Mér finnst svo leiðinlegt þegar strákarnir eru að segja við mig: „Hann er með skalla.” Einn strákur var að gera at i mér meö þessu, og ég braut tönn i honum með kjaftshöggi. Alltaf þegar ég er að bursta á mér hárið fara mörg hár með. Ég get orðið svo reiður út af þessu, að ef ég fæ skalla innan 20 ára aldurs, þá gæti ég drepið mig. Viltu vera svo góður að segja mér, hvar ég get fengið meðal við þessu. Ég vona að þetta birtist mjög fljótt. Hvaö lestu úr skriftinni? Hvað eru margar villur? Ég bið að heilsa þér, kæri Póstur. Tjaldi B-vItamin er gott við hárlosi, og það geturðu keypt I hvaða apóteki sem er. Hins vegar lýsir þú vandamáli þinu þannig, að ég ráðiegg þér eindregiö að fara undireins á læknisfund og helzt áður en þú brýtur fleiri tennur I félögum þinum, þvi að þó tann- læknir geti bætt þeim tannmissi (fyrir ærinn pening að vísu), þá vaxa engin hár á þinu höfði við slikar aðgerðir. Og blessaður taktu þetta ekki svona nærri þér, það hefur margur orðið að striða við meira og verra um ævina en hárlos og skalla. Skriftin bendir til þess, að þú sért nokkuö dugleg- ur, en ekki að sama skapi vand- virkur. Enga stafavillu fann ég I bréfi þinu, en þú beygðir vitlaust einu sinni, og stillinn er svolitið hroðvirknislegur, ég tók mér það bessaleyfi aö iagfæra hann ögn. Og enga útúrsnúninga Herra Póstur Vikunnar! Ekki datt mér i hug, að ég ætti eftir aö biðja þig um ráð. En samt get ég ekki orða bundizt og biö þvi um ráð og enga útúrsnúninga. ...en ég vil biðja þig um að birta ekki bréfið. En endilega hreint vil ég fá svar. Og af þvi þú ert alvitur, þá segðu mér á hvern- ig ritvél ég pikka. Vertu blessað- 10 VIKAN 33. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.