Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 11

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 11
ur og haföu það sem allra bezt um ævina. S.A. Það er slæmt aö mega ekki birta allt bréfið, það hefði einmitt getað orðið þeim aðvörun, sem freistast til að leika sér með til- finningar ungiinga á viðkvæmum aldri. Auðvitað gekk þér ekkert illt tit, ástæðurnar til framkomu þinnar og tilfinningar þinar til stúlkunnar voru nákvæmlega þær sömu og ég gat mér til i svari minu til hennar, sem sagt ósköp eðlilegar og venjulegar. Það er bara mannlegt að finna til yfir- burða sinna og neyta þeirra, og i þessu tilviki gerðir þú það áreið- anlega i mesta meinleysi. Þar sem ég sé á öliu að þú ert vænsti strákur og að þér þykir leitt að hafa komið þessum grillum inn i kollinn á stúikunni, þá legg ég til, að þú svarir bréfi hennar og reyn- ir að koma svolitlu viti fyrir hana, gerir henni skiljanlegt, að á milli ykkar geti aldrei orðið neitt. En i öllum bænum reyndu að særa hana ekki meira en orðið er. Er hún ejiki nógu hugguleg til þess að þú getir svona i leiðinni sagt henni það álit þitt, að hún tnuni geta valið úr strákum, þegar hennar timi er kominn? Annars skaltu ekki ásaka þig sjálfan um of, sumt fólk er svo rómantiskt og ástfangið af ástinni á þessum aldri, að það gleymir allri skyn- semi. En ritvélin? Ætli ég gizki ekki á Olivetti. Of feit Elsku Póstur! Viltu gefa mér eitthvert gott ráð til þess að grenna mig, þvi mér finnst ég of feit. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara i megr- un, þó ég hafi oft reynt það, þvi ég má ekki sjá kökur og svoleiðis, þá... þú veizt! Grennist maður við það að reykja? Ég reyki ekki. Hvor finnst þér sætari Donny Os- mond eða David Cassidy? Hvað lestu úr skriftinni, hvernig finnst þér hún, og hvað heldurðu, að ég. sé gömul? Og ef þú vogar þér að birta nafnið. .. Bolla Min kæra, þú verður einmitt að láta kökurnar i friði og raunar ýmislegt fleira. Þú þarft fyrst og fremst viljastyrk, og ef þú raun- verulega vilt megra þig, þá sneyddu hjá öllu sætu, farðu I al- gjört bindindi á sælgæti, kökur og sætt braut, hættu að borða sæt- súpurnar og grautana hjá mömmu, borðaðu frekar smjör en sósu með kjötinu, slepptu kart- öflunum, spaghettiinu og rauð- kálinu, og láttu tómatsósuna eiga sig. Borðaðu sem mest grænmeti og smjör með fiski og kjöti, borð- aöu egg og ost og ferska ávexti og vertu dugleg að hreyfa þig: Reykingar eru ekkert grenn- ingarmeöal, enda stórskaðlegar, ekki sizt fyrir unga stúlku eins og þig, sem ert varla meira en svona 14 ára. Skriftin er snotur, en frá- gangur bréfsins er ekki góöur, svo að sennilega ertu ekki nögu vandvirk að eðlisfari. En ég segi það alveg satt, að ég veit ekki, hvernig þeir líta út, þessir tveir herramenn, sem þú viit fá álit mitt á, og mig skortir áhuga til að afla mér vitneskju um þá. Gabi Seefeldt, 311 Ucher, Amsel- stieg 4, Germany. 17 ára þýzk stúlka, sem óskar eftir isl. penna- vinum. Hún hefur áhuga á allsk. iþróttum, lestri og tungumálum. Talar ensku, frönsku og sænsku, auk þýzkunnar. Mrs. Jill Brockway, 10 TURKS CLOSE, Motocombe, Nr. Shaftes- bury, Dorset, England SP7-9PG. Húsmóðir, 31 árs, sem hefur verið gift i 13 ár og á unga dóttur. Hún skrifar aðeins ensku og vill gjarn- an skrifast á við Islenzkar konur. Mrs. Deborah Seidel, 2901 Delsa Drive, Salt Lake City, Utah 84117, -U.S.A. Oskar eftir isl. pennavin- um. Ahugam. Safnar brúðum, minjagripum, póstkortum og hef- ur áhuga á útsaum og hekli. Silvio Rodolfo Qunaratone, Via Cavoun 69 (Maseila Postale) I 27049 Stredella, Pavia, Italia. Ungur Itali, sem hefúr mikinn áhuga á að skrifast á við fsl. stúlku. Skrifar ensku. Patrice Salmon, 8 karen Rpad, Glen Cove, N.Y. 1542. Fimmtán ára stúlka,sem vill gjarnan skrif- ast á við fsl. pilta og stúlkur. Mrs. John Bramley, 237 Stevens Ave. Law. Twp. Trenton, N.J. 08638.59 ára kona, gift og vinnur úti, á 3 börn og 2 barnabörn. Hún vill gjarnan komast i bréfasam- band viö isl. fólk af báöum kynj- um. Charles Uzor, Aja Njokui, Rex Alohi og Achilies Law Idam.allir i Izi High School PMB 16, E.C.S., Nigeria. Ahugamál piltanna er söfnun frimerkja, tónlist og svo vilja þeir gjarnan komast i bréfa- samband við Islendinga. Mr. Lon Asman, P.B.I., Three llills Alberta, Canada. TOM 2AO. Hann er 18 ára gamall og langar til að skrifast á við íslending, sem getur skrifað ensku. Hann hefur mikinn áhuga á aö kynnast Is- landi. HORNSÓFASETT Hentar alls staðar. Settið getur meðal annars samanstaðið af stól, tveggja sæta sófa og þriggja sæta sófa ásamt hornborði og sófa- borði. SVEFNBEKKIR ýmsar stærðir og gerðir. SKRIFBORÐSSETT fyrir börn og unglinga. 2 stærðir. Úrvaláklæða, hagstætt verð og greiðsluskil- málar. Sendum gegn póstkröfu um allt land. 33. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.