Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 39

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 39
fara til hans. Og það rétt bráðum. Elgur stakk niður árinni hinu- megin og stundi um leið. — Kann að vera. En það geng- ur bara aldrei. Þú lifir i of miklu hatri.'Þér þykir ekkert vænt um lifið. Og ef manni þykir það ekki, verðurekkert gagn i þessu... Ekki einusinni I honum Latimer meö allt rikidæmið — Það getur þö haldið manni uppi, sagði Rósa. Þegar þau komu að háu rauðu leirbökkunum, benti Elgur Viktor að leggja að landi. Þau stigu öll fjögur upp úr bátunum og bröltu upp bakkann með byssurnar og farangurinn. Rósa var ekki með neina byssu, en bar aðeins sam- anvafið teppi og svefnpoka. Elgur sagði: — Grenin eru hérna beint fyrir vestan. Ef við flýtum okkur getum við náö þangað fyrir myrkur. Hann sneri svo inn 1 skóginn og hin á eftir honum i halarófu. Carol fyrst, siðan Rósa og Viktor aftastur. Þau gengu hratt gegn um þöglan skóginn, og stönzuðu ekki fyrr en þau höfðu gengið heila klukkustund. Þá stöðvaði Elgur þau. Hann renndi byrðinni af öxlum sér og sagði: — Við skul- um aðeins.blása mæðinni. Carol settist niður og hallaði sér upp að stórri eitursveppsrót og teygði úr fótunum. Rósa sneri sér að Viktor og sá, að hann var orð- inn sveittur á ljósleita andlitinu. Hún færði sig alveg að honum, tók vasaklút og þerraði svitann af honum. Meðan hún var að þvi, horfði hún fast i augu honum. Hún sagði: — Get ég fengið að drekka? Hann var með fóðraðan pela við beltið. Hann tók hann af sér og hún drakk, og þegar hún rétti honum hann aftur lét hún fingurna dvelja lengi við höndina á honum. Þá sagði Carol: — Við skulum halda áfram, ef við eigum að komast þangað i dag. Hún stóð upp. Rósa var fljót að koma sér á fyrra stað sinn i halarófunni. Nú var það oröið henni mikilvægast af öllu að halda Viktor á réttri braut. Það var nauðsynlegt millispor, áður en hún fengi hert upp hugann til að fara til Latimers. Framhald i nœsta blaði. Grafin lifandi Framhald af bls. 17 Ég bað lengi og innilega og á eftir leið mér svolitiö betur. ÞAÐ ER EINHVER 1 BtLNUM! Ég var orðin hálfsljó i augun- um, en tókst þó að sjá á úrið mitt, sem ég hafði gætt vandlega að draga upp. Klukkan var fjögur og ég reyndi að átta mig á hvort væri sunnudagur eða mánudagur. Ég komst að þeirri niöurstöðu, að þaö hlyti að vera mánudagur. Ég reyndi lika að reikna út hvað ég hefði verið lengi innilokuð I blln- um og mér taldist til, að það væru 48 klukkustundir. Og þegar ég var að velta þvi fyrir mér, hvað manneskja gæti lifað lengi við kringumstæður sem þessar, heyrði raddir, eða þóttist heyra raddir. Ég hrópaði örmagna: — Hjálp! Hjálpiö mér! Ég heyrði rödd segja: — Guð minn góður: Það er einhver I bilnum. Það er einhver i bilnum! Ég var of aöfram komin til þess að vita nákvæmlega hvað gerðist eftir þetta, en seinna var mér sagt, að fjórir ungir menn og ein stúlka hefðu veriö þarna á skiö- um. Unga stúlkan hafði séö glampa á eitthvað I snjónum og fariö nær til þess að kanna hvað það væri. Þá sá hún, að þetta var blll og kallaði á vini sina. Þau náðu mér út úr bilnum og báru mig upp á veginn, þar sem þau höföu skilið bilinn sinn eftir, og óku mér siðan á sjúkrahúsið i New Liskeard, þar sem læknarnir rannsökuðu mig samstundis. BJARGAÐ! Þremur dögum seinna var ég flutt á sjúkrahúsiö 1 North Bay, en dvöl min þar varð ekki löng. Þvi að þó að ég hefði meiözt svolitiö, voru meiðslin ekki alvarleg. Dótt ur minni var tilkynnt hvað hafði gerzt og hún og maður hennar komu akandi til North Bay. Rose ávltaði mig náttúrlega fyrir glannaskapinn. Ég hlustaði á ávltur hennar án þess að svara, þvi aö ég gerði mér vel ljóst, að feröalagið hafði verið glapræði. Hefði ekki unga stúlkan séð glampa á eitthvað undir snjónum, hefði ég aldrei getað sagt frá fyrstu bæn minni til guðs. Þ.á væri. ég dáin.... ífr Með lieimilistryggingu er innbú yóar m.a. tryggt gegn eldsvoöa, eldingum. sprengingu, sótfalli, snjóskrióum, aurskriöum, foki, vatnsskemmdum, innbrotsþjófnaói o.fl. í Heimilistryggiflgu er innifalin ábyrgóartrygging fyrir tryggingataka maka hans og ógift börn undir 20 ára aldri. enda hafi þessir aðilar sameiginlegt lögheimili. Tryggingarfjárhæöin er allt aó kr. 1.250.000.- fyrir hvert tjón. í Iflcimilistryggingu er örorku- og dánartrygging húsmóður og barna yngri en 20 ára, af völdum slyss eða mænuveikilömunar. Örorkubætur fyrir húsmóóur og börn, nema kr. 300.000.- fyrir hvert þeirra vió 100% varanlega örorku. Heimilistrygging Samvinnutrygginga er nauösynleg trygging fyrir öll heimili og fjölskyldur. SAMVINNUTRYGGINGAR ÁRMÚLA 3 - SlMl 38500 Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Nú bregður svo við, aö gamall ferðafélagi þinn skýtur upp koll- inum og vill vingast við þig. Þér þykir þetta grunsamlegt og það er rétt af þér að fara að öllu með gát i þessu sambandi. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Þú skalt ekki vera að flika áformum þinum, þvi aö það er til þess eins fallið að reynt verði að draga úr þér kjarkinn. Gættu eigna þinna vel og lánaðu þær ekki út i bláinn. Þú færð góðar fréttir á föstudaginn. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Þú verður að ákveða hvern hlut þú kýst þér i ákveðnu máli i þessari viku. Valiö er erfitt og þú ættir að leita til þér eldri og reyndari manna og fá álit þeirra á málinu. Vertu svolitiö ræktar- legri i garð fjöl- skyldunnar. Geitar- merkið 22. des. — 20. jan. Ef þér tekst að stöðva framgang ákveöinna mála, getur veriö að þú sleppir með skrekkinn. Að öðrum kosti verður þú að liöa enn um stund fyrir lydduskapinn og undirlægjuháttinn. Reyndu að lyfta þér upp um helgina. Vatnsbera- merkið 21. jan. — 19. fehr. Þú k y n n i s t einhverjum nýjum hópi fólks og þar telurðu þig finna félaga til lifstiöar. Gættu þess nú vand- lega, að þú verðir ekki til þess að splundra hópnum meö nærveru þinni eins og svo oft vill koma fyrir þig. Fiska- merkið 20. febr. — 20. marz 1 þessari viku býðst þér nýtt tækifæri, sem þú skalt umfram allt hagnýta þér sem bezt þú getur, þvi að óvist er hvenær þér býðst annað slikt tækifæri. Reyndu að vera sem mest heima við og búa þig undir erfiða gesta- komu um helgina. 33.TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.