Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 16
Haf&i ég nokkurn rétt til þess aö biöja guö um aö bjarga lifijpiínu úr því aö ég haföi aldrei sinnt kirkjuferöum né lifaö bælfalifi? Ég veit ekki hvaö ég spuröi sjálfa mig oft þessarar spurningar meö- an ég lá innilokuö og deyjandi I bílnum, sem aö þremur fjóröu hlutum var á kafi f snjöskafli. Ég gat ekki lengur hrópaö á hjálp. Ég var of máttvana til aö gera nokkuö annaö en liggja og biöa þess aö miskunnsamur dauöinn bindi endi á kvalir min- ar. En samt sem áöur vildi ég ekki deyja. Lífsviljinn var sterk- ur og ég baröist á móti, þó aö næstum hver einasta taug líkama míns vildi hverfa í tómiö, sem er dauöinn. Mér fannst einhver rödd hvisla aömér: „Blddu! Kannski guö líti til þín f náö sinni þó aö þú hafir aldrei gefiö gaum aö honum.” Þaö var mín eigin rödd, sem hvislaöi. Upphátt sagði ég: ,,Góði guð, hjálpa þú mér. Geröu það!” Ég átti erfitt meö að biðja, þvi aö innst inni vissi ég, aö ég haföi engan rétt til þess. Þegar sóknar- presturinn okkar kom i heimsókn, tók ég vel á móti honum og kom fram viö hann eins og þjóni herr- ans sæmir, en það var lfka allt og sumt. Maöurinn minn fór til kirkju á hverjum sunnudegi, en ég var heima og sá um matreiösl- una. Nú, þegar ég stóð augliti til auglitis viö dauöann, vildi ég snúa mér til guðs, en vissi að ég haföi engan rétt til þess aö gera þaö. Ég haföi legiö þarna innilokuð I 46 klukkustundir og ég geröi mér ljóst aö engin von var fyrir mig aö komast af. Ég myndi deyja hægt og á sársaukafullan hátt og eng- inn myndi bjarga mér. Ég taldi vist, aö þessar bænir yröu mínar siöustu. ÓVÆNT HEIMSÓfcN Hvernig stóð á þvi aö svona var komiö fyrir mér? Ég sagöi viö sjálfa mig, aö ég gæti sjálfri mér um kennt, þvl aö ég var þannig gerö, a& ég taldi mig alltaf „vita betur” en aöra. Enginn var þess umkominn aö segja mér til um neitt. Mér fannst alltaf, aö ég gæti gert næstum hvaö sem var. Ég bý i North-Bay I N-Ontario I Kanada og föstudag einn I janúar 'ákvaö ég aö heimsækja Rose dóttur mina. Hún er gift og býr ásamt manni sinum og tveimur börnum I Norövestur-Quebec sem er þvl sem næst i tvö hundruð klló metra f jarlægö. Ég var hræöilega einmana. Fimm mánuöir voru liönir frá þvi maöurinn minn lézt og ég átti bara þessa einu dóttur. Ég geröi mér ljóst, aö feröin var ekki meö öllu hættulaus, en ég haföi ekiö bll I meira en tlu ár og var viss um, að ég væri fullfær um aö aka þessa leiö. Mér datt ekki I hug, aö neitt al- varlegt gæti komiö fyrir mig. Ég var nýflutt frá gamla heimilinu mlnu og þekkti engan I nágrenn- inu viö þaö nýja, svo aö enginn myndi sakna min. Ég sag&i held- ur engum af gömlu vinunum min- um frá fer&inni, þvi aö ég vissi aö þeir myndu ráöa mér frá þvi aö fara vegna þess hve hættulegt væri aö aka þessa leiö á þessum árstima. Ég sendi dóttur minni heldur engin boö, þvl aö ég ætla&i aö koma henni á óvart. Þess vegna vissi enginn aö ég fór né hvert ég fór. HRAÐUR AKSTUR Ég ákvaö að leggja af staö snemma aö morgni hins 12. janú- ar. Ég vonaöi, að ég næöi til Royn upp úr hádeginu, en ef ég yröi þreytt á akstrinum hugsafci ég mér aö gista I Earlton eöa Engelhart, en þaöan er þriggja tlma akstur til ákvöröunarstaö- arins. Þaö var kalt I veöri, þegar ég lagði af staö rétt eftir klukkan sex um morguninn. Þaö var þungskýjaö, en þaö var logn og ég taldi óllklegt aö færi að snjóa. Vegirnir höföu veriö ruddir og ég hélt góöum hraða á Chevroletin- um, sem ég ók eins og æfður öku- maöur. Um tluleytið áði ég viö lltið kaffihús og snæddi morgunverð, áöur en ég hélt áfram. Ég ók á um þaö bil áttatiu kílómetra hraða á ruddum veginum og beggja meg- in viö hann voru háir snjóruðn- ingar. Á stöku staö sá ég isingu á veginum, en billinn haggaöist ekki og ég reiknaöi meö því að ver&a komin alla leiö fyrir sólset- ur. Um klukkan eitt nam ég sta&ar til þess aö snæöa hádegisverö, en hélt svo áfram ferðinni. Þá veitti ég því athygli, aö vegurinn var oröinn háll, svo aö ég dró úr ferö- inni og ók meö urn þaö bil fimmtlu kólóm. hraða á klukkustund og reyndi aö varast Isuöu blettina á veginum. Um þaö bil fimm mln- útum fyrir þrjú, þegar ég tók beygju á milli fimmtiu og sextlu kólómetra hraöa, tók billinn að skransa Iskyggilega. Ég veit ekki hvers vegna, þvl að ég hvorki jók viö eldsneytisgjöfina né hemlaöi. GRAFIN LIFANDI 148 TIMA i ( Ung skíðastúlka sá glampa á eitthvað i snjónum. Hún gekk nær og sá þá, að þetta var bfll, sem grafizt hafði undir snjónum. í bflnum var kona, sem hafði verið grafin lifandi I tvo sólarhringa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.