Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 4
t rauninni er gull gersamlega verðlaust. Það er glansandi málmur, sem efnafræðingar tákna með Au og bráðnar við 1063 gráðurá Celsius. Ameriski rithöf- undurinn Timothy Greene segir: „Ég get ekki imyndað mér neitt verðlausara en gull. Væri það allt sett á eina eyju, til hvers gætu eyjaskeggjar þá notað það?” Samt ásælist allur heimurinn gullið — oliufurstar og fjármála- ráðherrar, borgarar og bændur, sparifjáreigendur og atvinnurek- endur. Nýtt gullæði hefur gripið um sig á hnettinum okkar og æðisgengnara en nokkru sinni fyrr. Gjaldeyrishrunið og orku- kreppan juku enn á gullæðið. Verðhækkanirnar á oliu juku mjög tekjur arabisku oliufurst- anna og talið er, að þeir hafi varið gróðanum til gullkaupa. En eng- inn veit hve miklu fé þeir hafa varið til þeirra, þvi að þeir kaupa ekki sjálfir gullið, heldur stað- genglar þeirra. Þegar egypzki faraóinn Tutench- Amun dó, fékk hann þessa tákn- mynd með sér i gröfina. Hún á að tákpa hina ódauðlegu sál, sem Forn-Egyptar trúðu, að byggi i hverjum mannslikama. Myndin er úr tjörguðum viði rfg skreytt gulli og bronsi. Grafhýsi Tutench- Amuns fannst árið 1922 og var mestur fundur fornra gullmuna til þessa. En það eru ekki oliufurstarnir einir, sem valdið hafa hækkandi verði á gulli. Mörg riki hafa grip- ið til gullsins til þess að vernda sig með gegn verðbólgunni og til þess að borga oliuna með. Meira að segja lát Pompidous Frakk- landsforseta olli verðhækkun á gulli. Gullna musterið i Amritsar er 200 ára gamalt og er mikill helgistaö- ur pflagrima. Allt þetta hefur orðið til þess, að verð á gulli er nú hærra en nokkru sinni fyrr — um og yfir hálfa milljón króna kilóið. Fyrir tveim- ur árum kostaði sama magn ekki nema rúmlega hundrað og sextiu þúsund krónur. Sumir fjármálasérfræðingar segja, að ásóknin i gull verði ekki skýrð nema með sálfræðilegum skýringum. Bæði rikisstjórnir og einstaklingar álita, að gull sé ör- ugg fjárfesting. En það er fyrst og fremst eftirspurnin eftir gullinu, sem veldur verðgildi þess. Þar við bætist að sjálfsögðu, að gull er varanlegra flestum málmum. Fæstar sýrur vinna á þvi. Það varðveittist öldum sam- an I fornum gröfum og i sokknum skipum. Auk þess er tiltölulega Meira að segja fátækustu bændur i Indlandi fá dætrum sfnum gull- skartgripi til þess að þær eigi auðveldara með að finna sér mann. Vopn hafa lengi verið gulli prýdd. A myndinni má sjá sverð frá Húnum, Persum, Bandarikja- mönnum og Frökkum. litið framboð af gulli, þvi að vinnsla gulls úr námum verður stöðugt erfiðari og kostnaðar- samari. Tæpast hefur nokkuð leikið mannkynið eins grátt undanfarin sex þúsund ár og þessi mjúki eðalmálmur. Hjörð Móses dans- aði kringum gullkálfinn. Faraó- arnir i Egyptalandi skreyttu hof sin og grafir gulli. Fyrir gull voru rán framin og morð drýgð, strið háð og þjóðir kúgaðar. Miþridates Persakon- ungur lét hella munn rómverska sendimannsins Aquiliusar fullan af gulli 90 árum fyrir Kristburð til þess að sefa „sólarmálmsþorst- ann” i eitt skipti fyrir 611. Róm- verski söguritarinn Gaius Cae- cilius Plinius segir „gullhungrið’’ hafa valdið ránsferðum Róm- verja til Galliu og Spánar. Eins og Rómverjar ásældust spænskt gull, sóttu Spánverjar siðar i ameriskt gull. Gullgræðgin var aðalorsök þess, að Hernando Cortez og Francisco Pizarro lögðu undir sig riki Azteka i Mexikó og Inkarikið i Perú. Þó aö Atahualpa, siðasti Inkinn, feng' Spánverjum 11.000 pund gulls skálar, diska og guðalíkneski og helmingi meira silfurs, drápU þeir hann. Aztekarnir lýstu græögi Cortezar og manna hanS svo: „Þeir þrifu eftir gullinu einS og apar og hlógu að ásjónum guð- anna. Þvi að svo mjög þyrsti þ4 og hungraði i gullið, að þeir rýttu eins og svin”. í kjölfar spænsku ævintýrannu kom gullæðið i N-Ameriku. Ari6 1848 fann James Wilson Marshall sex hnefastóra gullmola i Sacra- mentodalnum i Kaliforniu. Eftif það streymdu ævintýramenn þús- undum saman til villta vestursinS til að freista gæfunnar. FjörutiU árum siðar endurtók sama sagaU sig i Alaska. Amerisku gullgrafaraborgirn- 4 VIKAN 33.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.