Vikan


Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 15.08.1974, Blaðsíða 17
í GE'GNUM SNJÓRUÐNINGINN Ég reyndi að fremsta megni að rétta bilinn af,en hann rann stöf- ugt utar á veginn, á snjóruðning- inn hægra megin og i gegnum hann. Þvl næst hélt hann áfram að renna niður bratta snævi þakta brekku. Hraöinn jókst stööugt þrátt fyrir það að ég hafði drepið á vélinni og haft bilinn þó i gir. Ég snerist i lausu lofti, þegar billinn fór tvær veltur og háfnaði loks á hliöinni. Ég var snarringl- uð og það blæddi úr vitum mér. Ég var nokkurn veginn viss um, aö vinstri handleggurinn á mér væri brotinn. Ég fann mjög til i brjóstinu og þá datt mér I hug, að liklega væru nokkur rifbein brotin lika, en ég vonaði þó, að svo væri ekki. Ég sá ekkert nema snjó og ályktaöi þvl sem svo, að billinn væri næstum grafinn undir snjón- um. Ég hvildi mig i nokkrar min- útur og fór svo að mjaka mér að vinstri hurðinni. Þaö var erfitt, þvi að billinn lá næstum alveg á hliðinni. Þegar ég reyndi að opna hurðina, gat ég ekki hreyft hana. Ég tók á öllu, sem ég átti til, en hún mjakaðist ekki. Mér var orð- ið þungt um andardráttinn inni I bllnum og reyndi þvi að vinda niöur rúðuna og tókst það með erfiöismunum. Mér tókst þó ekki að fá meira en eins og tuttugu sentimetra rifu. Snjór valt inn um rifuna. Mér tókst að opna rúðuna lltiö eitt til viðbótar og stakk hendinni út til þess að krafsa snjóinn burtu. tskalt loftið skall á andlitinu á mér eins og vatns- gusa. GRAFIN t SNJÓ Ég hvildi mig svolitla stund, áður en ég ruddi svolitlum snjó til viðbótar frá glugganum svo að ég gæti séö út um gluggann — til þess eins að sjá, að ég var grafin næstum á kaf i snjó i bilnum og litil von um, að mér yröi bjargað. Snjórinn lá á hurðinni að utan- veröu, svo að ég gat ekki með nokkru móti hreyft hana. Ég vissi ekki nákvæmlega hvað ég haföi lent langt frá veginum, en taldi vist, að það hlyti að vera töluverður spölur, þegar ég hugs- aöi um timann, sem það hafði tekið bilinn að stöövast. Sæist blllinn frá veginum? Það vissi ég ekki. Ég reyndi að hvila mig og kanna hvað ég væri mikið slösuð. Ég taldi, að handleggurinn væri ekki brotinn, en hefði aö öllum likindum brákazt. Mér fannst lika, að engin rifbein hefðu brotn- að, en ég kenndi mjög til I höfð- inu... Ég vissi, að kringumstæöurnar voru alvarlegar. Ég reyndi aö hrópa á hjálp, en innst inni vissi ég að það var bara sóun á kröft- um. Hver myndi heyra til min þarna I auðninni? Ég taldi mig vera nálægt Temiskamingvatni og ekki langt frá New Liskeard. En ef enginn sæi bilinn frá vegin- um, var ég búin að vera. Samt sem áður hélt ég áfram að hrópa á hjálp, þangað til nóttin skall yfir og mér fór að kólna. HJALPARVANA Ég hugsaði um hvort ég ætti aö loka glugganum til þess að halda kuldanum úti, en ákvað svo að gera það ekki, þvi að hann myndi kannski frjósa fastur um nóttina, svo að ég gæti ekki opnaö hann aftur um morguninn. Svo datt mér i hug að reyna aö setja bllinn i gang, en þá gerði ég mér ljóst, að ef eitthvaö bensin hefði runnið út úr geyminum, þyrfti ekki nema litinn neista til þess aö bfllinn stæöi i ljósum Jogum. Ég hugsaði um flautuna og bil- ana, sem færu framhjá. Ég reyndi að heyra einhver hljóö frá veginum, en allt var þögult sem gröfin. Ég ýtti á flautuna, en ekk- ert geröist. Ég reyndi hvað eftir annað að flauta, en án árangurs. Mér tókst ekki heldur að kveikja ljósin. Ég taldi vist, áð rafgeym- irinn hefði losnaö, þegar bfllinn valt. Nóttin leið — nóttin, sem ég var viss um, að ég myndi ekki lifa af. Það var hræðilega kalt og ég haföi enga ábreiðu I bilnum. En mér tókst að breiöa kápuna mlna ofan á mig og hnipraði mig svo saman I sætinu. Mér tókst að festa blund við og við. Ég beið þess að dagaði og vonaði, að þá myndi mér berast hjálp. Meöan ég lá þarna, rann það upp fyrir mér hvað ég haföi veriö heimsk. Enginn vissi, að ég haföi ekið þessa leið. Ég haföi engum sagt þaö. Þó að dóttir min reyndi aö hringja til min og ég myndi ekki svara, myndi hún bara halda að ég væri I heimsókn hjá kunningj- um minum. Ég var búin að vera og ég vissi það. HALTU ÞÉR VAKANÖI! Grá dagsskiman kom gegnum gluggann og ég vaknaði. Ég tók aftur að hrópa á hjálp, þó að ég vissi að það kæmi að engu haldi. Ég þreifaði eftir tveimur sælgætis pökkum, sem ég hafði tekiö með mér til þess aö hafa eitthvað að narta I á leiðinni. Ég borðaði of- urlitið og hvfldi mig svo, áður en ég fór að hrópa á hjálp á nýjan leik. Ég reyndi að gleyma von- lausri aðstöðu minni með þvi að hugsa um lif mitt. Ég var 48 ára gömul og haföi verið gift I 28 ár, þegar maðurinn minn lézt. Dóttir min var 26 ára og ég átti tvö barnabörn, Roland sex ára og Sylviu þriggja ára. Myndi ég nokkurn tima sjá þau framar? Hvernig á ég að geta lýst þvi, hvernig ég fór að þvi að láta þennan langa sunnudag liða? Við og viö sótti á mig svefn, en ég barðist á móti svefninum, þvl að ég óttaðist, að ég myndi ekki vakna aftur, ef ég sofnaði. Ég reyndi þvi hvað af tók að sofna ekki allan daginn, en þegar kvöldið kom og mjög var farið að draga af mér, var mjög freistandi að gefast upp og sofna. Ég blund- aði við og við um nóttina. Þegar ég vakti, reyndi ég aö hreyfa hendur og fætur til þess að örva blóðrásina. En hver smáhreyfing olli mér sársauka. Mér fannst óratimiliða, áður en fór að daga. Þegar ég loksins sá dagssklmuna, reyndi ég aö biðja I fyrsta skipti á ævinni. Ég skammast mln fyrir að viöur- kenna þaö núna, að ég hafði aldrei beðist fyrir áður, en þegar ég stóð þarna augliti til auglitis við dauöann, gat ég ekki annaö en beðiö. Ég baö guð að hjálpa mér; að bjarga mér. Framhald á bls. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.