Vikan - 05.09.1974, Qupperneq 7
AVIbNUN
Það hvin i þakskeggjunum á
miðaldahúsunum, þegar land-
áttin blæs. Karlmennirnir panta
sér einn drykk til viðbótar til
þess að reyna að vinna bug á
dapurleikanum, sem sækir á þá.
Dökk ský byrgja næstum bláma
himinsins og gráma slær á ána á
leið hennar til sjávar. En þar
fyrir er loftið óvenju tært og út-
sýnið gott. Það blæs sjaldan
lengi i einu af landi — mest frá
þremur til sex daga i senn. Og
allt i einu er sólin farin að baða
allt i ljósi sinu: ljósinu, sem allt-
af hefur dregið fólk til þessa hér-
aðs. Það er næstum eins og vofa
hafi farið hjá.
Saga Avignon er eins marg-
breytileg og veðráttan. Hennar
BABYLON
OG BABEL
er fyrst getið sem rómverskrar
nýlendu undir nafninu Avenio
árið 48 f. Kr. Borgin varð áhrifa-
mikil á miðöldum, þegar páfinn
var gerður útlægur frá Róm og
settist þar að. Og Avignon bar
sterkan svip af stjórnmálaátök-
unum i Evrópu á 14. öld. Þar var
hvort tveggja til — gifurleg auð-
legð og geigvænleg fátækt.
Þangað sóttu jafnt vitringar frá
Austur-löndum og léttúðugar
konur.
í fyrndinni mátti þvi segja, að
Avignon væri miðpunktur
heimsins. Þar var blómleg
verzlun, fólk hrakyrtist, baðst
fyrir, hló, elskaði og hataði þar.
Þar var babyloniskt samsafn
kardinála, munka, skottulækna,
Á fjórtándu öld var blómaskeið
Avignon i S-Frakklandi, en það
stóð stutt. En borgin hefur ekki
glatað neinu af töfrum sinum.
Rabelais kallaði hana „ville
sonnante” (hringjandi borgina)
vegna hinna mörgu kirkju-
klukkna.
36. TBL. VIKAN 7