Vikan


Vikan - 05.09.1974, Side 14

Vikan - 05.09.1974, Side 14
Hún var meö stór brjóst og haföi stóra fætur. Um það eru allir sammála. Mennirnir, sem henni voru kunnugastir, gátu um ýmsa aðra eiginleika i fari hennar I dagbókum sinum — hún var afar fögur, ljóshærð og svo- litiðilla gefin, og hún kunni vel að meta það að hafa peninga milli handanna. „Harðger og léttúöug stúlka, sem þótti góður sopinn og hafði augun hjá sér, ef hún sá sér færi á aö krækja i eitthvað,” skrifaöi til dæmis Elliot nokkur Coues. Hún hét Jane Barnes. Enginn veit, hvar né hvenær hún fæddist i þennan heim, hve lengi hún lifði né, hvar hún dó. Henni skýtur fyrst upp, svo vitað sé, I marz árið 1813 I Portsmouth i Englandi. Hún bar drykkjarföng á borðin i einni hafnarkránna þar, og sem slik fékk hún oft löðrunga og margar klipur. Hún færöi sig um set ■*- úr knæpunni og inn i mannkynssöguna. Jane Barnes varð fyrst hvitra kvenna til að stiga fæti sinum —• sinum stóru fótum — á jörð villt- asta vestursins. Hún kom til Ky rrahafsstrandar Banda- riicjanna, þar sem Kólumbiaáin fellur til sjávar klukkan 9,30 að staðartima þann 24. april 1814. Þetta var hvass sunnudags- KASAKA HRÓPAÐI SEM ÞYÐIR: ÉG EL morgunn. Feldkaupmaðurinn, Aixander Henry staöfestir þetta og getur þess, að „hún hafi veriö hið mesta augnayndi Indiánum, sem gleyptu hana með augunum.” Jane dvaldist aöeins i fjórar vikur þarna við ströndina. A þeim stutta tlma tókst henni þó aö eiga þrjá fullklædda elskhuga, en samt galt hún engum þeirra jáyrði við bónorðinu. Og hún tók ekki heldur kvonbænum hálf- nakins Indiána. Henni þótti svo vond lyktin af honum. Margir þeirra, sem nú er getið i alfræðibókum, urðu að leggja ýmislegt á sig til þess að komast á siður þeirra. Og sama er að segja um -Jane. Captain Cook, sæfarinn frægi, haföi lýst þvi yfir, að við Kyrra- hafsströnd væri gnægð sæotra. Hann hafði fengið geysihátt verð fyrir sæotraskinn i Kina og taldi góðar horfur á þvi, að mikils fjár mætti afla með sæotraveiðum. Þetta var árið 1778. Arið 1792 sigldi Gray skipstjóri á skipi slnu i Kólumbla frá Boston noröur með austurströnd Ameriku og suður rheö vestur- ströndinpi, unz hann kom með stórá, sem féll I Kyrrahafið. Þó að Gray hefði átt fullan rétt á þvi að skira ána i höfuöið á sjálfum sér, valdi hann þann kost að skira hana Kólumbiaá eftir skipi sinu. Hann sendi þegar skilaboð til Boston þess efnis, aö þarna væri gnægð sæotra og blómlegt til verzlunar. Bandarikjamenn, sem tlýst höfðu yfir sjálfstæöu riki fyrir niu árum, tóku að reyna að vinna sér skinnamarkaði, en yfir þeim mörkuðum réðu Bretar enn að miklu leyti, og sömuleiðis rikti brezka heimsveldið i Kanada, og aöalvigi þess var I Montreal. Þess vegna urðu þeir, sem ágirntust feldi sæotranna i Bandarikjunum að sigla suður fyrir odda Ameriku og alla leið til Kanton á vesturströndinni. Þetta var dýr sigllng, og kostnaðurinn dró mikið úr mönnum að leggja i hana. Það varð einnig að koma upp verzlunarmiðstöðvum á ónum- inni vesturströnd nýja heimsins. Arið 1810, þegar atvinnuskattur var lagður á I Prússlandi og » George III var úrskurðaður veikur á geðsmunum i London, stóö semsé kapphlaupið um það i Ameriku, hvor yrði á undan að fá yfirráöarétt yfir mynni Jane Bames varð fyrst hvitrá kvenna til þess að stiga fæti á Kyrrahafsströnd Ameriku. í þessari grein er ságt frá Jane og ævintýrum hennar.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.