Vikan


Vikan - 05.09.1974, Qupperneq 18

Vikan - 05.09.1974, Qupperneq 18
Kvenpresturinn Birgitta Lychou vigöi Leif Eriksson og Ingrid Eriksson hálfsystur hans saman i hjónaband i kirkjunni i smáþorp- inu Degerfors. Lena litla, sem er fimm ára og varð tilefni þess að foreldrum hennar var stefnt fyrir rétt, ákærðum um blóðskömm, krýpur við hlið móður sinnar, og vinkona Lenu litlu fékk einnig að vera brúðarniær. Erikssonshjónin höfðu beðið eftir brúðkaupsdeginum i fimmtán ár. HANN ER KVÆNTUR SYSTUR | [L ■ | ■ Ný hjónabandslöggjöf i Sviþjóð heimilar 11\| IVII hálfsystkinum að eigast og fyrstu hálf- ^ll ■ ! systkinin hafa þegar notfært sér þessa heimild. Presturinn, 'sem var kona, vandaöi sérstaklega til ræðunnar, sem hún hélt við vigsluna: ,,i fimmtán ár hafið þið orðið að berjast fyrir ást ykkar gegn með- bræðrum ykkar og lögunum, og þið hafið unnið sigur i þessari baráttu, þvi að ást allra manna er jöfn fyrir augliti guðs”. Þó hafa Svíar einir Evrópu- þjóöa til þessa viðurkennt ást allra manna jafna eins og prest- urinn segir guð gera. Sænsk syst- kih mega ganga aö eiga hvort annað — segir f nýjum sænskum hjónabandslögum — ef þaú eru hálfsystkin. Og fyrstu systkinin hafa gengið i hjónaband. Stálverkamaöurinn Leif Eriksson frá Mið-Svíþjóö hefur gengið að eiga Ingrid Eriksson hálfsystur sina. Þau hafa barizt fyrir leyfi til giftingarinnar f fimmtán ár, og vegna baráttu þeirra hefur lög- unum verið breytt. Hingað til hefur slikt hjónaband verið stranglega bannað, en bannið hefur einkum stafaö af „siðfræðilegum” orsökum, þvi að eins og lögmaðurinn Henning Sjö- strön, helzti liðsmaður Leifs og Ingrid i baráttu þeirra, sagði: „Eignist hálfsystkin barn, fá þau barni sinu i arf jafnskylda eigin- leika og systkinabörn fá börnum sinum, og I báöum tilfellum er jafn lítil hætta á sjúkum einstakl- ingum”. Sjöström benti á eftirfarandi fyrir réttinum, sem þau Leif og Ingrid voru ákærð um blóð- skömm fyrir: „Ef mig misminnir ekki, var Kleópatra 48. niðji sam- felldra svokallaðra sifjaspella. Alítið þér, herra dómari, aö hún hafi verið sérstaklega illa skap- aöur einstaklingur?” Leif og Ingrid voru sýknuð af ákærunni umblóðskömm, en þau fengu ekki að giftast. Sýknunin og stálvilji • Sjöströms i baráttunni þvinguðu þó yfirvöld loks til þess að endurskoða hjónabandslög- gjöfina. Nú verða hálfsystkin, sem óska eftir þvi að giftast, að snúa sér „till konungen” — til konungsins. Eriksons hjónunum er hjóna- vígslan meira en löggilding margra ára sambýlis, þvi aö þau hafa I fimmtán ár átt refsilög- gjöfina yfir höfði sér fyrir utan fordæmingu meðborgara sinna á „blóðskömminni”, og auk þess aö veröa að búa aðskilin I fjölda ára urðu þau að láta fyrsta barniö sitt frá sér. Upphaf sögunnar má rekja til ársins 1932, þegar bóndanum Olaf Varmbau og ráöskonu hans Kristina Oge i Þrándheimi i Noregi fæddist sonur, sem skirð- 18 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.