Vikan


Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 05.09.1974, Blaðsíða 21
— yið förum þangað aftur i kvöld! sagði hann nú og þeir gláptu á hann, fullir efa .og tor- tryggni. I flöktandi hugskoti hans, fannst honum þeir vera sveit djöfla, trampandi yfir þá gröf, sem þeir voru búnir að grafa handa honum. Hann strauk með hendinni um enni sitt og fann að þaö var blautt af svita, en svo hvessti hann á augun og eggjaði þá til að fjdgja sér. Þeir leita aö góssinu, ekki okkur, við verðum að láta til skarar skriöa, nú eða aldrei. • — Hvað var i kössunum? Ég fer ekki fet, nemaí ég viti það, sagði einn mannanna. Nú hrópuðu þeir allir i kór og enÖurtóku spurninguna. Paco beið kyrr, með kuídasvip, þangað til þeir þögnuðu. — Gull! sagðh hann þá og sá græðgina strax skina úr augum þeirra. Gull! Bernadino hafði aldrei gefið þeim gull. Þeir störðu hljóð- ir á Paco. Hann treysti græðgi þeirra og að lokum sá hann, að hún réði úrslitum. Nú var honum ljóst, að hann gat yfirgefið hellinn i kvöld og hann brann i skinninu að komast af stað, fylla lungum af tæru fjalla^ loftinu. Hann reyndi að ná valdi á rödd sinni, en þegar hann skipaði þeim fyrir, fann hann að rödd hans var hás. — Við förum strax og vörðurinn géfur merki um að komiö sé myrkur. Þegar hann var komipn út, fann fjalialoftið leika. um sig og stjörnurnar lýsa upp himin- hvolfið, gat hann varla haldið aft- ur af sér. Hann hljóp niður bratta hllðina, fram fyrir menn sina, eggjaði þá og smitaði þá af lifs- orku sinni: skoraöi á þá að trúa sér og treysta og lofaði þeim gulli og grænum skógum. Þegar þessi dreifða fylking yfirgaf dalinn, var ekki einn einasti þeirra, sem tortryggði hann á nokkurn hátt. Þaö var ekki fyrr en þeir voru komnir hátt upp I f jöllin I myrkr- inu, að þeir fóru að stinga saman nefjum, fyrst tveir og tveir sam- an og siðan allur hópurinn og loksins varö þeim ljóst, að Paco var alls ekki með þeim. Hinum megin við fjallið, rétt fyrir ofan stiginn, hafði Nando kveikt eld. Hann var þreyttur. 1 hverri ferð til fjallanna i viðar- leit, varö hann aö höggva svo mikið brenni, að ráðsmaðurinn yrði ángæður, en samt átti hann að gefa sér tíma til að gá i kringum sig og skyggnast eftir mannaferðurri. Hann var nú bú- 1 irin aö fara þarna i kring og á ferðum sinum hafði hann órðiö var við ýmislegt, sem vakti meö honum grun. Það var um vorið, að hann háfði rakið blóðferilinn eftir þessum stigum, þegar Bernadino var skotinn til bana. t kvöld haföi hann séö eftir- mann Bernadinos og riú vissi hann,_að grunur hans var á rök- um byggður. Hann sat þárna viö ilmandi viöarbálið og hugsaði um ÞEGAR ÉG ER HORFINN það sama og menn Pacos: — gull. Myndu hernaðaryfirvöldin greiða honum i gulli, ef hann gæti komið þeim á sporið eftir stiga- mönnunum? Eða myndu þeir bföa með greiðsluna, þangað til þeir væru allir hengdir við brúar- stöplana i Ronda? Allir hengdir! í huga sér sá hann aðeins eina á sjónu og hann starðisorgmæddum augum inn I eldinnn. í kjölfar vonarinnar um gull, fylgdi lika einhver angi af hefndarþorsta.'en nú, þegar stundin nálgaðist, var það önnur tilfinning, sem stangaðist á við þaö, sem hann varð aö gera: — gömul minning um stoltan dreng, sem hafði elskað vin sinn. En það leiö hjá, stóð aöeins andartak. 'Nando hrinti öllum slikum hugsunum frá sér og leit upp i stjörnubjartan himininn, ákveðinn á svip. Hann spennti múldýrin fyrir vagninn og rak þau áfram niður götuna til Ronda. Þegar hann tölti þarna á eftir þeim, varö honum hugsað til Winifred. Gull myndi ábyggilega veita honum öll heimsins gæði. Hún myndi lika láta heillast af gullinu: þessi stúlka, sem hvorki átti skyldmenni né heimili. Hann hugsaöi til vinsamlegra brosa hennar og mildinnar, sem ætið skein úr augum hennar. — Winifred! Hann hvislaði nafn hennar lágt. A svip hans mátti sjá efablandna þrá, ef einhver hefði mætt honum I 'birtu. Honum fannst þessi gamla leiö til Ronda alltof seinfær I kvöld. I gegnum klettinn lágu viða gömul göng og troöhingar, hellar, sem smyglar- ar og stigamenn höfðu haldið til i. Ein göngin, sem voru vandlega falin, lágu frá þröngu dalverpinu og alla leið upp I birgðaskemmu fyrir ofan hestagöngin. Nando og vinur hans, höfðu fundið þessi' göng fyrir langa löngu, en sögðu aldrei neinum frá þvi. Það var stórkostlegt I þeirra apgum, að eiga sjálfir stað, þar sém hægt var aö fela sig , þár sem engum dytti I hug að leita þeirra. 4. HLUTI Eftir Madeleine Á. Polland Þegar hann hafði tjóðrað múl- dýrin, skreiö hann gegnum runna, sem huldu þröngt op. Þeg- ar hann var kominn alveg inn I hellinn, nam hann snögglega staöar. Hann stóð grafkyrr og hlustaði og þegar hann heyrði ekki neitt hljóð, smeygöi hann sér meöfram hrjúfum klettaveggnum, að sillu, þar sem hann geymdi tinnusteina og tundur og llka ljósker, sem hann gat kveikt á og lýsti sæmi- lega. Hann fann þetta ekki á sin- um staö, það hafði eínhver hreyft það. Hann renndi fingrunum hægt eftir sillupni 'og innzt I horninu fann hann það sem hann leitaði að, en sá sem hafði notfært sér þetta, var ábyggjlega eins kunnugur þarna og hann sjálfur. Þaö heyrðist ekkert annaö en hans eigin andardráttur og hann vissi, aö ef harin kveikti á ljósker- inu, yröi hann standandi skot- mark annars manns og hann vissi hver sá maður var. Það gat ekki veriö neinn annar. Kann kraup á hellisgólfiö til aö kveikja á ljóskerinu. Sá, sem leitaöi hans, myndi beina augun- um ofar. Heillaga guðsmóðir, tautaði Nando I barm sér um leið og hann neri saman steinunum. Það leíö elfki á löngu, þar til hann var búinn að kveikja á ljóskerinu. Það var engin þarna, hellirinn var mannlaus. Geislinn frá ljós- kerinu leysti upp leifar af viðar- báli, sem hafði verið troðið niður, á miðju hellisgólfinu og hann sá blika á eitthvað lltið og gyllt, viö hliöina á öskuhrúgunni. Nando skreiö varlega að þvi og tók þaö upp. Göngin bak við hellinn voru lika mannlaus og sömuleiðis hin erfiðu þrep, sem voru höggin gróft I steininn. Það var heldur ekki neinn i birgðaskemmunni, við endann á þrepunum, þar sem hann beið stundarkorn, áöur en hann skreið I gegnum einskonar fellu bak við gamlan hlera. Hann var skjálfandi og æstur, slökkti á ósandi ljóskerinu og setti það á gólfið. Hann gat verið rólegur og hann ætlaði aldrei framar að fara þessa leið. Fyrir dögun yrðu allar götur þarna I grenndinni fullar af hermönnum. Fyrir utan birgðaske.mmuna, voru járngrindur yfir klettaþaki hesthúsganganna og þaðan barst svolitil skima. Nando fanh ekki lengur til hræðslu, hann átti ekki von á aö hitta neinn, nema ef til vill einhvern árrisulan hestasvein og hann gæti gefiö honum ein- hverja skýringu á nærveru sinni og erindi. Hann opnaöi þvl dyrnar rösklega. Grá morgunskima féll á óhreint og þreytulegt andlit vinar hans, sem beið hans þ;..ia og hallaði sér upp að veggnum, með bros á vör. Andartak varð Nando i alveg mállaus og hinn gerði heldur enga tilraun til aö hefja máls. Það var Nando, sem byrjaði samtalið. — Hvað ert þú að gera hér? sagði hann hranalegu með hásum rómi, en svo mundi hann eftir stöðu sinni og varð fljótlega auð- mjúki þjónninn, Judas, sem starði I augu þess vinar, sem hann var um þaðbil að framselja. Hann kreppti hnefann utan um litla gullhringinn, til að styrkja sig. Vinur hans talaði, rólega og yfirvegaö. — Hvi skyldi ég ekki vera hér? Hver hefur .meiri rétt til þess en ég? Gráu augun virtu ’Nando fyrir sér, hve mikið Nando vissi. Nando fannst hann vera ab missa allt úr greipum sér. Hver myndi trúa honum? Hvort myndu þeir trúa betur orðum hans eða þessa 36. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.