Vikan


Vikan - 05.09.1974, Side 35

Vikan - 05.09.1974, Side 35
r SKOGINN Framhalds saga 11 hlutl þess aö hata hann ef hann bara léti hana i friði. Hún heyrði til hans, þar sem hann sat á rúmmstokknum og var að klæða sig: — Jæja, i dag er þinn stóri dagur. Skemmtu þér nú ^almennilega meðan þú ert að heiman. En vertu bara ekki of lengi. — Ég ætla nú ekki að þjóta heim strax. Farðu ekki að búast við, að ég verði komin aftur eftir fáa daga. Og hafðu engar áhyggjur þó að ég verði dálitið lengi. — Það getur nú varla orðið mjög lengi. Þú hefur ekki svo mikla peninga. Hún steypti kjólnum yfir sig og sléttaði hann á sér. Hún gekk til hans, svo að hann gæti lokað rennilásnum á bakinu. Hann gerði það samt ekki alveg strax. Hann lagði höndina á bert bakið á henni og þrýsti það fast. Hann sagði: — Þú hefur óendan- lega gott af þessu. Þú kemur aft- ur ný og betri manneskja. — Lokaðu lásnum, sagði hún. Hún heyrði i lásnum og fann kjól- inh þéttast að sér. — Billinn er úti Þú getur skotið mér á stöðina. Lew brosti ánægður á leiðinni. Rósa horfði bara á strætin og húsin.. Nei, hún sá sannarlega ekki eftir aðyfirgefa þennan stað. Slikur bjánaskapur átti ekki við hana. Veiklaðar, e^faldar annars- flokks manneskjur eins og maðurinn hennar, áttu ekki við hana. I þeirra augum var þetta hálfgert himnariki. En hún var öðruvisi gerð. Nú var hún að framkvæma það, sem hún hefði átt að vera búin að, fyrir mörgum árum. Þá hefði lifið hennar ekki oröiö svona innantómt, heimsku- legt og innilokað. Nú var hún loksins að fara og átti ekki aftur- kvæmt hingað. — Ég hef ekki séð hann pabba i heila viku. Heilsaðu honum frá mér. Ég skal skrifa honum. — Hafðu engar áhyggjur af þvi. Ég skal sjá um hann. Þessi vingjarnlega rödd hansog óbrigðul tillitssemi var það, sem hafði fengiö hana til þess að halda áfram að vera hérna kyrr, löngu eftir að hún hefði átt að vera farin. Þessi hlýja og umhyggju- semi hjá föður hennar og Lew og öðrum hafði svipt hana öllu hugrekki til þess að stiga þetta stóra spor. Núna langaði hana mest til að vera hörkuleg og hreyta i hann ónotum. En hún sagði ekki orð. Hún hugsaði reiði- lega: Ég er ekki að brenna allar brýr að baki mér, heldur skilja eftir opna leið til þess að geta komið heim aftur. Þá langaði hana mest til aö æpa framan i hann, að hún hefði sofið hjá Latimer og Viktor, og nú væri hún að fara með öðrum þeirra á fund hins. Að hún skyidi aldrei, •aldrei koma aftur.1 Fyrr mundi hún skera sig á háls. En það var nú sama, hversu mjög hana langaði að öskra þetta allt upp, þá gat hún ekki komið upp arðunum. Hún brosti bara til hans og skammaöist sin fyrir það. Þau komu á stöðina nokkrum minútum áður en lestin átti að fara. Þarna var enginn annar á stöðvarpallinum. Samkvæmt umtali átti Viktor ekki að láta sjá sig og þegar lestin kæmi átti hann að skjótast inn i aftasta vagninn, öfugu megin. Handan við stöðina hafði járnbrautarstokkum verið hlaðið upp i stóra laupa. Rósa sagði við sjálfa sig, aö Viktor mundi vera i felum bak við ein- hvern laupinn. Hún renndi aug- unum yfir járnbrautardótið, sem þarna var. — Ertu að gá að einhverjum? sagði Lew. Hún hristi höfuðið. Hún var orðin hrædd. Það gat vel skeð, að Viktor væri hérna alls ekki. Hún gæti þurft að fara ein sins liös. Það setti að henni skjálfta. — Þú ert svo föl, Rósa. Er þér illt? Reiðin gaus upp i henni. — Mér liöur ágætlega. Dásamlega. Ég er bara svo óþolinmóð að komast burt héðan. Hann stóð kyrr og axlirnar sigu. Þegar hún leit enn einu sinni yfir að stokkahlöðunum, sann- færðist hún um, að Viktor væri þarna hvergi. Hann ætlaði ekki að koma. Hún yrði aö fara þetta ein. Nú greip hana skelfing. Henni datt jafnvel i hug, að nú yröi hún að snúa við og fara heim með manninum sinum. En hún kvaö þá hugdettu niður. Hún skyldi framkvæma þetta. Til þess að róa MÁLNINGARVÖRUVAL ÚRVAL GOLFDUKA EGE GÓLFTEPPIN DÖNSK GÆÐAVARA I MIKLU ÚRVALI 36. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.