Vikan


Vikan - 05.09.1974, Síða 36

Vikan - 05.09.1974, Síða 36
sig, hugsaði hún sér Latimer vera að biða eftir henni á stöðinni i Chicago. Hún hugsaði sér simtöl við hann, þar sem röddin i honum skalf af þrá eftir henni. Og út frá þessum imyndunum, hleypti húu I sig dálitlum kjarki. En samt fann hún enn örvæntingarfulla þörf á að hafa einhvern með sér. Hún snerti handlegginn á manninum sinum. — Lew, mér þykir afskaplega leitt, að ég skyldi vera að þjóta upp. Reyndu að gleyma þvi. Hún kreisti á honum handlegginn. Hlustaðu nú á. Komdu með mér til Chicago. Þú getur fengið þér tannbursta og náttföt þar. Við skulum taka okkur þetta fri saman. Þegar hún heyrði sjálfa sig segja þetta, varð hún skelf- ingu lostin. Hefði hún bara beðið hann pabba sinn að koma með sér. Það hefði verið dásamlegt. Maöurinn hennar hallaði sér að henni og andlitið ljómaði af fögnuði. Aldrei hafði hún séð augun i honum ljóma svona. —Rósa, elskan min. Og ég sem hélt alltaf, að þú værir að fara i þetta ferðalag til þess áð losna við mig. — Ég vil fá þig með mér. Ég vil ekki fara alein. Hann hristi höfuðið. — Ég get það ekki. Ekki einu sinni i eina viku. Ég þyrfti þá að fá annan lækni frá Ashwood. Það eru mörg flensutilfelli og i einu þeirra er hætt við lungnabólgu. Langt úti á brautinni heyrði hún lestina nálgast. Hún horfði á svarta eimreiðina með gufustrók- um upp úr. Hún heyrði, að hann hélt áfram að tala, glaðlega og hlakkandi: — Þú hefur ekki nema gott af þvi að losna við mig og bæinn. Jafna þig svolltið. Og kannski verðurðu ekki eins lengi og þú ætlaþir. Einhvern veginn eins og ósjálf- bjarga, svaraði hún dauflega: —Ég ætla að vera lengi, lengi burtu. Lestin kom þjótandi. Maður hennar rétti henni farangurinn. Lestarvörðurinn snerti handlegg- inn á henni og hjálpaði henni upp i vagninn. Lestin fór af stað og hún stóð i ganginum, leit út um glugg- ann og sá manninn sinn veifa stórri hvitri hendi. Vagninn var hálftómur. Hún setti töskuna sina á sætið, en sett- ist ekki niður. 1 stað þess gekk hún eftir ganginum og aftur i aft- asta vagninn. Þegar þangað kom, sá hún þar nokkra farþega. Viktor var ekki þeirra meðal. I rigningunni sýndist Chicago einna likust skógi, en þó aðeins villugjarnari og einmanalegri en skógurinn, sem hún hafði hingað til búið við. Henni fannst sem hér væri hægt að villast, án þess aö rata nokkurntlma á rétta leið aftur. Þessi einmanaleiki, sem var állka kuldalegur og rigningin, settist að henni. Þetta var sárs- auki, sem fór um hana alla. Hana langaði mest til að gráta. Hún þráði einhvern. Pabba sinn, eða Lew eða jafnvel Viktor. Leigubillinn staðnæmdist og hún var komin að dyrunum á Lakewater-hótelinu, sem var fint, framandlegt og fráhrindandi. Hún varð reiö við sjálfa sig og hugsaði sér að hún væri að haga sér eins og sveitastelpa. Þessi sjálfsásökun hressti hapa ofur- litið við. Hún steig út úr bílnum, borgaði farið. Þjónn i einkennis- búningi flýtti sér að taka töskurnar hennar, og gekk svo á undan henni inn i forsalinn. Þegar þangað kom, staðnæmd- ist hún til þess að ná andanum. Hún leit kring um sig i loftháa salnum. Stærð hans og búnaður og svo öll ljósadýrðin, eyddi að nokkru kviða hennar, og hún var gripin þeirri tilfinningu, að á svona skrautstað ætti hún raun- verulega heima. Hún leit á fina fólkið, sem hvildi sig þarna I skrautlegu stólunum. Það var velbúið og sýnilega rikt og ver- aldarvant. Konurnar virtust geisla þvi frá sér, og karl- mennirnir virtust lika vera einhverjir burgeisar og stóriðju- höldar. Henni fannst þeir álika sterklegir og öruggir um sjálfa sig og Latime var. Þetta var hennar staður og hann skyidi hún aldrei yfirgefa. Hún sneri sér, örugg og einbeitt, að afgreiðsluborinu. 1 þeirri trú, að Latimer mundi koma hingað og vera hjá henni, fékk hún sér heila ibúð, með setu- stofu, svefnherbergi og baði. Það skipti engu þó að verðið stæði ekki i neinu hlutfalli við fjárráðin hennar. Þvi aö undir eins og þau Latimer væru komin saman, þyrfti hún ekki lengu að horfa i kostnaðinn. Hún stóð á öndinni af spenningi þegar hún elti piltinn með töskurnar, og nú fannst henni hún vera drottning. Þykka teppiö undir fótum hennar var likast þvi Megrunar Fæst i öllum apótekum KEX Trimetts' savotiries Ðu^flmrQflr fUwotJr tMncuHa 3 Trimetts crunch crecms Vanftty flavour biw.ufts jLimmíís Í:W' MEGRUN ÁN SULTAR a, SUÐURLANDSBRAUT 30 P O. BOX 5182 REYKJAVlK - ICELAND Krahba- merkiö Hrúts merkið 21. marz — 20. april Þú virðist mjög vinsæll og eftirsóknar- verður þessa dagana, en þú færð þig fljótt fullsaddann. Vendu þig á að vera ákvenari og blttu frá þér, erþér þykir keyra um þver- bak. Nauts- merkið 21. april — 21. m aI Þú verður fyrir happi, en þú mátt ekki spilla þvi með galgopahætti og kæruleysi. Haltu fast um þitt. Þú hefur mikil samskipti við ákveðinn kunningja- hóp. Vertu heima um helgina. Tvibura- merkiö 22. mai — 21. júni Þú hefur gerst of frek- ur og ráðrikur með ákveðinn hlut og kann það ekki góðri lukku að stýra. Varastu aö treysta ákveðnum aöila — honum er ekki sjálfrátt eins og er. 22. júni — 22. júll Þú hefur tekið á herð- ar þér allmikið verk- efni og stendur með undraveröum ágætum I skilum á þvi. Helgin verður mjög skemmtileg, tilvalin til feröalags. Láttu ekki ákveðin mál dragast á langinn. Ljóns merkið Meyjar merkið 24. júll —-r 24. ágúst Þú kemst aö einhverju ráöabruggi, sem gerir þig mjög spenntan. Varastu samt að láta bendla þig við það. Margt ber á góma og eru eftirmiðdagarnir fjörugastir. Þú verður I skemmtiiegu heim- boði. 24. ágúst — 23. sept. Þú gerir eitthvaö, sem þú verður mjög hreyk- inn af og þú munt fá hrós fyrir. Dagarnir verða hver öbrum lik- ir, en kvöldin hafa til- hneigingu til aö verða dálltið óþjál. 36 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.