Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 26
Átta rithöfundar svara spurningunni: HVERJA BÓKA ÞIN HAFT MESTA ÁNÆ Flest höfum við nokk- urt gaman af bóklestri, og óvíða munu fleiri bækur vera gefnar út en á íslandi—sé miðað við fólksfjölda. Sumar bæk- ur lesum við aðeins einu sinni, gefumst jafnvel upp, áður enlestrinum er lokið, og leggjum þær frá okkur litt uppnæm. Þær gleymast okkur von bráðar rétt eins og soðn- ingin frá i gær. öðrum bókum bindumst við einhverjum undarlegum böndum, lesum þær æ ofan i æ, og þær eru stöð- ugt nýjar og ferskar i vitund okkar, verða eftirlætisbækur. Eins og góður félagi eru þær æ- tið reiðubúnar að stytta okkur stundirnar og veita okkur ánægju, þegar okkur er hollvinar vant. Á sama hátt verða einstakir höfundar okk- ur kærir, og hvert nýtt verk frá þeirra hendi 26 VIKAN 43. TBL. vekur spennu og eftir- væntingu. Tilfinning- unni er óþarft að lýsa, hana þekkja allir, sem unun hafa af bóklestri. Að baki hvers skáid- verks er höfundur þess, og af bókinni fáum við trauðla séð, hvað honum leið, meðan hann samdi söguna eða ljóðið. Oftast getum við okkur þó þess til, að ánægjulegt hljóti að hafa verið að setja saman þær bækur, sem okkur eru kærar, þvi hafi fylgt sannkallaður unaður. En ætli þessu sé svo varið? í von um að verða einhvers visari um þetta efni, leitaði Vikan á vit átta valin- kunnra rithöfunda og lagði fyrir þá spurning- una: Hverja bóka þinna hefurðu haft mesta á- nægju af að skrifa? Guðmundur Danielsson Spyrjandi góöur, — þú oröar spurningu þina eins og þaö sé sjálfsagöur hlutur, aö menn hafi ánægju af þvi aö skrifa bækur. Hver hefur sagt þér að svo sé? Ekki ég. Tala útgefinna bóka minna er víst komin upp I 36. Enga þeirra hef ég skrifað mér til ánægju. ,,Nú? Vegna ritlaunanna þá, eöa vegna vonar um frægö?” kynnir þú aö spyrja. „Þaöan af siður”, yrði svar mitt. „Engin verk á Islandi eru jafn lágu veröi greidd sem skáld- verk, Oröiö frægö er heiti hug- myndar, sem aö innihaldi og gildi svipar til sápukúlunnar — oftast. Svo er nú þaö. 'Nei, ástæöan til þessara þrálátu skrifa er einungis sú, aö ég á ekki annarra kosta völ. Ég gæti vafalaust vaniö mig af sigarettureykingum, ef ég reyndi þaö, hitt yröi mér vonlaust verk — aö venja mig af aö skrifa, ég gæti alveg eins prófaö, hvort ekki sé gerlegt aö leggja niöur andar- dráttinn.. Kannski geta sumir hrundiö af sér ásköpuðu Hfsformi — meöfæddu eöli, — ég get þaö ekki. Yfirleitt er mjög erfitt aö setja. saman nýtilegt skáldverk, þaö kostar mann langvinnar innisetur og linnulaus heilabrot. Ofan á þaö bætist hugboð og jafnvel vissa um, aö verk manns muni veröa ó- fullkomiö. Þaö var helst meðan ég var ungur og ógagnrýnin á sjálfan mig, að hugsýnir mlnar og útfærsla , þeirra á pappírnum vöktu I mér hamingjukennd. Til dæmis minnir mig, aö sllkt hafi stundum boriö við, þegar ég var aö skrifa skáldsöguna Eld, sem kom út 1941: Undarleg bylgja ókennilegra tilfinninga ris I brjóstinu, ásamt meö örum hjartslætti, stigur upp til höfuðs- ins og leysist út líkt og hrollur, eins og þegar eitthvaö mikilfeng- legt gagntekur mann. En hvað sem ööru llöur, þá hef ég frá barnsaldri ekki átt um nema eina leiö aö velja: leiöina aö skrifboröinu, til þess aö heyja þar strlö viö hugmyndir og orö. Óralangt er slöan ég vissi, aö sigurmöguleikarnir I þvl stríöi eru engir. En hverju breytti þaö: Alls engu: Eftir sem áöur skrifa ég og skrifa, þreyti glímuna af þeirri orku og Iþrótt, sem ég á framast yfir aö ráöa. Um annaö er ekki aö velja. Spyrjandi góöur, — ég get ekki svaraö spurningu þinni. Þú hefðir eins getaö spurt mig: „Hvaöa ár fannst þér ánægju- legast aö anda?”

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.