Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 30
Janúarmorgun einn, áriö 1962, klöngraöist horuö stúlka upp á sviöiö i einu af leikhúsunum viö Broadway, til aö láta prófa sig i hlutverk ungfrú Marmelstein, ósköp venjulegrar skrifstofu- stúlku i söngleiknum ,,Ég get fengiö þaö handa þér i heild- sölu”. Andlit hennar var hvitt af faröa og taugarnar spenntar til hins itrasta. Hún var I drusluleg- um samkvæmiskjól, tötralegri loökápu og ljósum satlnskóm meö glitrandi spennu. „Hvaöa klæöskera skyldi hún hafa?”, hvislaöi aöalleikarinn. ,,En sú örlagadrusla”. „Já, þaö er ekki annaö aö sjá en þarna sé enn ein misheppnuö leikkonan”, samþykkti fram- kvæmdastjóri leikhússins, Herb Ross. Þegar stúlkan. var búin meö sinn þátt, gekk hún fram á sviöiö og kallaöi simanúmer sitt fram i myrkvaöan salinn. „Vill ekki einhver þarna frammi hringja I mig?”, sagöi hún biöjandi. „Þaö skiptir ekki máli, hvort ég fæ hlutverkiö eöa ekki. Mig langar bara til aö ein- hver hringi”. Simi haföi veriö lagöur inn I litlu ibúöína hennar i austurhluta borgarinnar þennan sama morg- un. „Ég varö allt I einu skelfingu lostin, þvi ég hélt, aö siminn myndi aldrei hringja”, sagöi hún siöar. Um kvöldiö hringdi leikstjórinn og sagöi: „Þú vildir, aö einhver hringdi, svo ég geröi þaö. Annars varstu alveg stórkostleg I morg- un”. Daginn eftir fékk hún hlutverk- iö. Lof gagnrýnenda dundi á al- menningi. Verölaun og auöæfi voru lögö aö fótum hennar. Kenn- edy forseti bauö henni til Hvita hússins, og fyrirfrúr I New York tóku múmiufaröa hennar og háa, kúlulaga hárgreiösluna til fyrir- myndar, og sagt var, aö sumar heföu látiö breyta nefi slnu i Streisand-nef. Druslubúöir spruttu upp og uröu aöal tizku- verzlanirnar. En hver var hún eiginlega, þessi nýja stjarna? Hvaöan kom hún? Ahorfendur voru litlu nær, þott þeir læsu ævisögubrotin (sem Barbara haföi skrifaö sjálf) i fyrstu leikskránni. „Ekki félagi I leikarasamtök- unum. Ungfrú Streisand er 19 ára, og þetta er fyrsta hlutverk hennar á Broadway. Hún er fædd á Madagaskar, alin upp i Ran- goon og hlaut menntun i Erasmus framhaldsskóianum i Brooklyn.” Þegar stjórn leikhússins áttaöi sig á, aö eitthvaö var bogiö viö þessa ævilýsingu, viöurkenndi Barbara, aö þetta. meö Madagaskar og Rangoon væri ekki satt. Þaö heföu i rauninni veriö Zanzibar og Aruba, sagöi hún. Hún væri meö landafræöi á heilanum. „Hugmyndaflug ein- staklings er miklu mikilvægara en einstaklingurinn sjálfur. Þaö er sannleikur leikhússins”, til- kynnti hún stjórnendum leikhúss- ins. I fyrsta leikritlnn (tal Barbara Streisand ekki aöeins senunni frá Elliott Gould, heldur elnnig hjarta hans. BARBARA STREISAND: ÞEIR MIG 30 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.