Vikan


Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 24.10.1974, Blaðsíða 7
ÉÁndlitsgríma úr eigu manns í virðingar- stöðu. Gríman er úr jadesteini, sett skeljum. Hún er 30 sm á hæð og er frá blómaskeiðinu í kringum 692. Fannst í graf- hýsi í Palenque, varðveitt á mannfræði- safninu í Mexíkó. Mannshöfuð mótað í gips, 28 sm á hæð. Þetta höf uð fannst í forsal graf hvelf ingar í hof i einu í Palenque. Frá blómaskeiði Maya Jfff^m um 692. Varðveitt á mannfræðisafninu í Mexíkó. Þessi mynd er af skál á þrífæti, sem fannst i Kampeche í Mexíkó og er talin vera frá því snemma á hnignunarskeiði Mayanna, eða um 950 — 1200. Skálin, sem er varðveitt á Gerdessafninu i Munchen, er u.þ.b, 30 sm í þvermál. þessu tímabili. Sú fegursta þeirra heitir Codex Dresdensis, en það eina, se^n vitað er með vissu um innihald hennar, er að hún fjallar um reikistjörnuna Venus, og vísindamenn eru vondaufir um, að þeim takizt að ráða frekar í þessar rúnir. Það virðist yfirleitt fremur lítil von til þess, að frekari vitneskja fáist um þessa sérstöku menningu, sem var einskis virði á verklegu sviði, en fæddi af sér afreksverk á sviði lista og vísinda. Þessi menning þekkti ekki plóg, ekki áburð, og leirkerasmiðirnir kunnu ekki að beita snúnu hjóli við iðju sína, og glergerð var óþekkt meðal þessarar þjóðar. Mayarnir unnu með steinaldarverkfærum, en þeir uppgötvuðu núllið löngu á undan öðrum Indíánaættf lokkum og kunnu að hagnýta sér það, og þeim tókst að gera furðulega nákvæmt tímatal, sem mun halda orðstír þeirra á lofti um alla framtíð. I 250 þúsund daga skakkar útreikningum þeirra aðeins um tvo daga.Þeir reistu súlur, „tímavörður", í borgunum á 20 ára f resti í fyrstu, síðan á tiu ára fresti og loks á fimm ára fresti. Listmenning Mayanna verður ekki rædd, án þess að geta tímatals þeirra um leið. Úr listrænum táknmyndum Mayanna má lesa hinn óþekkta mikilleika alheimsins. List þeirra leitast við að lýsa hinum stríðandi öflum náttúrunnar jafnt T litlum táknmyndum sem goðalíkneskjum. Þeir nota óvenjuleg tjáningartæki, og táknmyndir þeirra eru upp- runnar í löngu liðnum heimi guðanna. Listformunum, sem Mayarnir 43. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.