Vikan


Vikan - 07.11.1974, Side 5

Vikan - 07.11.1974, Side 5
aö enn er tækifæri fyrir þá, sem nýkomnir eru til borgarinnar I framaleit. Einn möguleiki enn er fyrir hendi, nefnilega að komast á vax- myndasafnið. bar er að finna Clark Gable, Marylin Monroe, Frankenstein og marga fleiri I atriðum úr kvikmyndum, sem þau hafa komið fram i. En i Hollywood er einnig að finna hryllingsmyndasafn, þar sem geymdar eru upptökur af örvæntingarópum, sem smjúga gegnum merg og bein, snökti, gráti og stunum. Þar getur að lita þrjá menn i kringum brunn. Þeir hafa tekið konu og halda i fæturna á henni, en höfuðið er á kafi i vatni. Annars staðar liggur nýafhöggvið höfuð Marie Antoinette á gólfinu og starir deyjandi augum á gesti safnsins. Þarna er einnig að finna aftöku- hringinn — járnhring, sem settur er um háls þess dauðadæmda, og úr hönum sveran járnbút, sem rekst hægt upp i hnakkagrófina. En það alóhuggulegasta, sem ég iðrast að hafa ekki látið óséð, var pyntingaklefi i hallarkjallara. Fórnarlambið sat á stól með fæturna reirða niður, handlegg- irnir voru bundnir við breiða armana á’stólnum og fingurnir flattir út með skrúfum, eftir að fingurbeinin höfðu verið brotin. Fórnarlambið draup höfði, og við höfuð þess var fest virnetsbúr, sem i var rotta, loðin og torkenni- leg á lit. Rottan hafði étið efri vörina á fórnarlambinu, annan nasavænginn og var að byrja að gæða sér á öðru augan ú. Blóðið streymcþ niður andlit mannsins, sem enn átti að vera með lifs- marki. Kvalarinn stóð nærri og horfði svipbrigðalaus, en fölur á rottuna naga andlit fórnarlambs sins,. sem æpti af kvölum og hrópaöi á hjálp. Ég gat ekkert sofið um nóttina og litið næstu Man, og þarna, þar sem þjóðveg- irnir tveir skárust, var þá appelsinulundur og hlaða. Þessa hlööur tók kvikmyndahópurinn' á leigu fyrir 75 dollara á mánuði. Myndin fjallaði um Indiána og hvita menn og var einungis hugsuö sem tilraun, en þótti takast frábærlega vel. Kvik- myndahópurinn keypti svæðið, kvikmyndaver voru reist, en þegar kvikmyndahópurinn sameinaðist Paramount- kvikmyndafélaginu, sem átti kvikmyndaver annars staðar, keypti útvarpshringurinn National Broadcasting Corp- oration lóðina á 256.000 dollara, reif allar fyrri byggingar og reisti i þeirra stað stærstu útvarpsstöð i Ameriku. Þarna var það, sem Bing Crosby, Bob Hope, Al_ Jolson, Dean Martin, Jerry Lewis, búktalarinn Edgar Bergen, Eddie Cantor og margir fleiri gerðu vinsæla útvarpsþætti að viöstöddum áheyrendum. Þessir áheyrendur komu inn beint af götunni og greiddu ekki aðgangseyri, og sami háttur er hafður á enn I dag. Stundum eru teknir upp skemmtiþættir með þessum hætti og stundum spennandi spurningaþættir. Svo kom sjónvarpið, sjónvarpsloftnet var sett upp, en húsnæðið var brátt of litiö, og 1964 flútti NBC til Burbank, og þetta fræga horn var selt enn einu sinni, og nú keypti sparisjóðurinn það fyrir 3,5 millj- ónir dollara. Það var sparisjóðs- stjórinn Howard Ahmanson, sem tók ákvörðun um kaupin, sem voru gerð með þeim skilmálum, að viö endurskipulagningu byggingarinnar yrði hugsað fyrir minnismerki um stærstu stjörnur höfuborgar kvikmyndanna. Hús NBC var rifið og sparisjóðshúsiö var byggt innar á lóðinni, svo aö rúm varö fyrir gosbrunn framan við það. Framhlið sparisjóðsins er þakin myndum af völdum þegar hún hafði lokið leik slnum '. sem hin krabbameinssjúka Jenny i Love Stóry. En engin veröandi stjarna þarf aö örvænta enn sem komið er, þvi að töluvert fleiri möguleikar eru a aö fá nafn sitt vigt Holíywood til eiliföar. Yfirvöld borgarinnar ákváðu semse fyrir rúmum áratug' aö endurbæta gangstétt- irnar beggjá megin viö mitt •Hollywood Boulevard og við krossgötu þess Vine Street. Og i heiöursskyni viö fyrri og seinni kvikmyhdastjörnur var ákveðið að nota dökkar og glansandi, fer- kantaðar mósaikhellur I stéttina. I miðri stéttinni með eins og hálfs metra millibili eru ljósrauðar stjörnur I hellunum og I stjörn- urnar eru nöfn kvikmyndastjarn: anna skrifuö gylltum stöfum. Til þess að auðkenna, hvaða sviði hvert nafn tilheyrir, er ákveðiö gyllt tákn neðan við hvert nafn fyrir sig. Sé þaö myndavél, hefur viökomandi annaö hvort getiö sér frægö sem leikari eða leikstjóri, sé þaö ferhyrndur gluggi, er um að ræöa sjónvarpslistamann, sé þaö hljóðnemi, er viðkomandi þekktur úr útvarpinu, og sé það hljómplata, hefur viökomandi getið sér gott orð sem söngvari eöa tónlistarmaöur. Skipulagið á þessum stjörnum er svo gott, aö annaö hvert nafn snýr rétt fyrir manni, þegar maður gengur götuna, en annað hvert nafn öfugt, svo að maður verður að snúa höfðinu eins og kinversk brúöa, þegar maður gengur eftir gangstéttunum. Þar aö auki eru allmargar stjarnanna auðar, svo nótt. Hvað átti ég llka að vilja þarna inn, fyrst ég þoldi ekki að sjá það, sem bandariskir foreldrar með smábörn virtu fyrir sér i mestu makindum? Hvergi er að finna neinar styttur af kvikmyndastjörnum, hvorki I görðum né a torgum, en eins minnismerkis verður aö geta. A mósaikvegg einnar auöugustu stofnunar heimsins, bandariska sparisjóðsins Home Savings and Loan Assocíation getur að lita risastórar og fallegar myndir af nokkrum ódauðlegum stórstjörnum. Þetta er á horni Vine Street og Sunset Boulevard, og þarna gerði Cecil B. DeMille fyrstu heilskvölds- kvikmyndina, sem jafnframt var fyrsta mynd hans. Þetta var áriö 1913, og myndin hét The Squaw kvikmyndaleikurum I þekktustu hlutverkum sinum. Þar er Greta Garbo sem Kameliufrúin, Sara Bernhardt sem Ellsabet drottning, Charlie Chapliii og strákurinn hans (Jackie Coogan), Gary Grant I High Noon, Julie Andrews sem Mary Poppins, já þarna eru Rudolph Valentino, Mary Pickford, Douglas Fairbanks, John Barrymore, Bette Davis, Clara Bow og margir fleiri. Rammarnir utan um þennan fallega mósaikvegg eru nöfn 5Q0 frægra leikara i Hollywood skráð gylltu letri. Framan við gosbrunninn afmarkar litil bronshella á götunni staðinn, þar sem „Tima- hólkur Hollywood” er geymdur. Þessi hólkur inniheldur sögu Hollywood I þjónustu 45. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.